24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 27
Þegar fer að hlýna í Japan er þessi núðluréttur bæði frískandi hádegisverður og aðalréttur að kvöldi til. Hann er nærandi en þó léttur. Sósan er gerð úr einungis þrenns konar hráefni og það er sáraeinfalt að búa hana til. Þú get- ur einnig keypt þér tilbúna ídýfu þar sem japanskar matvörur fást (athugið í Asian á Suðurlands- braut). Sósurnar eða ídýfurnar eru yfirleitt merktar sem sérstakar sósur fyrir núðlur og tekið fram að þær séu tilbúnar til notkunar. Persónulega finnst mér heimalag- aða sósan bæði ferskari og betri þó að tilbúnu sósurnar séu líka góðar. Samkvæmt hefðinni eru núðl- urnar settar í sérstaka núðlukörfu (sem kölluð er „zaru“ og því er þessi réttur oft kallaður „zaru soba“ í Japan) eða á sérstakan bakka sem er með innbyggðu bambussigti til að sía burt allan umframvökva. Hægt er að kaupa slíkar körfur og bakka í búðum sem selja japönsk eldhúsáhöld þó að það sé alls ekki nauðsyn- legt. Passaðu bara að núðlurnar séu vel síaðar áður en þú setur þær á diskana. 2 bollar dashi ½ bolli mirin ½ bolli saltskert soja- sósa 350 g þurrkað soba (þunnar bókhveitinúðlur) ½ bolli fínt rifnar kínahreðkur (umframvökvi síaður frá) 2 msk. ristuð og möluð hvít sesamfræ nýrifið wasabi (eða úr túpu) 1 blaðlaukur, neðsti og efsti hlutinn fjarlægðir og skorið í þunnar sneiðar 20 cm ferningur af ristuðu nori (sjávargrænmeti) skorinn í stuttar og mjóar ræmur Aðferð: 1. Settu dashi, mirin og soja- sósu í miðlungsstóran pott og stilltu á háan hita. Láttu suðuna koma upp, slökktu undir og láttu kólna að stofuhita. (Til að flýta fyrir er hægt að láta sósuna í litla skál og í ísbað í stærri skál). Hrærðu reglulega í og helltu í só- suskál. Berðu fram þegar sósan er orðin hæfilega köld. 2. Þegar sósan er tilbúin er vatn soðið í stórum potti. Núðl- urnar settar út í og hrært í til að þær festist síður saman. Eldaðu soba- núðlurnar samkvæmt leið- beiningum á umbúðunum. (Oft- ast er hæfilegt að sjóða soba- núðlur í 6-8 mínútur, en fylgstu vel með þeim og athugaðu reglu- lega). Helltu vatninu þegar núðl- urnar eru rétt orðnar mátulega mjúkar undir tönn. Skolaðu þær síðan í sigti undir köldu vatni til að ná burt allri sterkju. 3. Settu rifnar radísurnar á lít- inn disk, ristuðu sesamfræin í litla skál með lítilli skeið. Settu ögn af wasabi (um tvær teskeiðar) á annan lítinn disk ásamt blað- lauknum. Berðu þetta síðan fram. 4. Settu soba-núðlurnar á fjóra bakka með bambussigti (eða bara fjóra salatdiska). Stráðu nori yfir núðlurnar og berðu fram ásamt fjórum litlum só- suskálum eða bollum. Láttu matargesti síðan sjálfa fá sér um það bil ½ bolla af ídýfunni og krydda að eigin smekk með kína- hreðkum, rist- uðum sesamfræjum, wasabi og blaðlauk. Uppskrift úr bókinni Japanskar konur grannar og hraustar Kaldar soba-núðlur úr bókhveiti Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Mataræði, góð hreyfing og and- leg vinna af einhverju tagi hefur mikil áhrif á ónæmiskerfið og ég hef kynnt mér fjölmargar rann- sóknir sem sýna mikilvægi þess að stunda virkar forvarnir gegn streitu,“ segir Hallgrímur. „Streita er mikill skaðvaldur,“ segir hann. „Fyrir utan að valda þunglyndi og kvíða, meltingar- truflunum, svefnleysi og háum blóðþrýstingi getur streita valdið því að ákveðin líffærakerfi byrja að sýna breytingar, nýrnahettur stækka og framleiðsla nýrnahettu- hormóna (streituhormóna) eykst sem gerir það að verkum að fólk fitnar mun auðveldar, sér í lagi ef það er á lélegu mataræði. Eitlavefir rýrna og ónæmiskerfið veiklast þar með. Þegar svona er komið er þörf á aðgerðum,“ segir Hallgrímur. „Við læknar tökum við afleiðing- um streitu og eigum þá að bjarga skjólstæðingum okkar eftir að skaðinn hefur orðið.“ Töfrasveppir! „Forvarnir gegn streitu með liðsauka bætiefna er góð nýjung,“ segir Hallgrímur og kynnir til sög- unnar bætiefnið Wellmune WGP sem unnið er úr sveppum. „Bæti- efnið verður fáanlegt innan fárra vikna og hefur samkvæmt nýjum og vönduðum rannsóknum styrkt ónæmiskerfið svo um munar.“ Hallgrímur segir frá einni rann- sókninni þar sem streita og veik- indi voru mæld í maraþonhlaup- urum. „Maraþonhlauparar eru útsettir fyrir streitu og fá gjarnan sýkingar í efri öndunarfæri. Í einni rannsókninni voru maraþon- hlaupurum gefin 250 mg eða 500 mg af Wellmune og þá fékk einn hópur lyfleysu áður en þeir fóru í maraþonhlaup. Þeir sem fengu Wellmune sýndu miklu minni tíðni öndunarfærasjúkdóma og einkenna streitu en þeir sem fengu lyfleysuna.“ Hallgrímur segir Wellmune vera fjölsykrungaefni unnið úr sama svepp og æði var fyrir á níunda áratugnum. „Þá var fólk með sveppinn sjálfan að búa til úr honum te. Nú er búið að vinna úr honum þessi virku efni sem hvetja ónæmiskerfið og vinna þau í handhæg hylki.“ Aðspurður hvort ofurmenn verði til með slíku efni segir Hallgrímur svo ekki vera. „Ekki bara með því að taka inn bætiefni, frekar með því að lifa réttilega samkvæmt ýmsum lög- málum. Við erum svo miklu meira en líkami, við erum sál og líkami og til að ná árangri verður að fara fram andleg vinna, gott mataræði og reglubundin hreyfing.“ Wellmune er liðs- auki Segir Hallgrímur Magnússon um nýtt streitubanabætiefni Er „töfrasveppurinn“ kominn aftur? Ónæmiskerfi ofurmanns? Hallgrímur Magnússon læknir er þekktur fyrir áhuga sinn á náttúru- legum lækningaaðferð- um. Hann ræðir um skað- valdinn streitu og undrabætiefnið Well- mune sem er unnið úr sveppum. Reyndar þeim sama og æði myndaðist fyrir á Íslandi fyrir all- nokkrum árum. Fá aukinn kraft Efnið var reynt á maraþon- hlaupurum og niðurstöð- urnar voru skýrar. 24stundir FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 27 Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 í dag Fimmtudagur 2. október 2008  Haraldur Jónsson set- ur upp Myrk- urlampa, Skynfæraleg og Blind- urnar. »Meira í Morgunblaðinu Eins og í blindni  Klístur setur strik í reikn- ing handboltauppbyggingar. »Meira í Morgunblaðinu Íþróttir  Færeyska sveitin Týr mun storma um landið. » Meira í Morgunblaðinu Með ásum  Sigtryggur Sigtryggsson gerir upp sumarveðrið. » Meira í Morgunblaðinu Hvernig var það?  Af hverju versnar lánshæfiseinkunn ríkis og banka? » Meira í Morgunblaðinu Viðskipti

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.