24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Það er bara tímaspursmál hvenær meirihluti borgarstjórnar gefur sjálfstætt reknum skólum enn rýmri heimild til gjaldtöku,“ segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í leikskólaráði. Hún segir það ekki rétt sem fram kom í 24 stundum í gær að Hjallastefnan á Laufásborg fái lægri niðurgreiðslu en leikskólar Reykjavíkurborgar. „Þvert á móti fékk Hjallastefnan afhentan rekstur á rótgrónum hverfisleikskóla á silfurfati og sam- ingur hennar við Reykjavíkurborg er betri en samningar borgarinnar við flesta aðra sjálfstætt rekna skóla,“ segir Oddný. Fulltrúar Sam- fylkingarinnar í leikskólaráði voru andsnúnir samningnum við Lauf- ásborg þegar hann var gerður í september í fyrra vegna ákvæðisins um heimild til hækkunar leikskóla- gjalda. Oddný segir hækkunina nú einkar ósanngjarna í ljósi ástands- ins í efnahagsmálum. Í samtali við 24 stundir í gær sagði Kristín Egilsdóttir, fjármála- stjóri leikskólasviðs, að kostnaður við ýmsa þjónustu sem veitt er leik- skólum Reykjavíkurborgar hjá leik- skólasviði falli á sjálfstæðu skólana. Þeir fá fjárhæð sem miðast við útgjöld til borgarrekinna leikskóla en auk þess viðbótarupphæð sem ætlað er að ná yfir aukakostnað. Það dugi þó ekki alltaf til þar sem kostnaður vegna langtímaveikinda starfsmanna er mjög mikill og fell- ur á leikskólana. Samfylkingin gagnrýnir hækkun skólagjalda á Laufásborg Tímaspursmál hvenær meiri hækkun verður leyfð ➤ Hjallastefnan tók við rekstriLaufásborgar af Reykjavíkur- borg í september 2007. ➤ Skólagjöld nýrra nemendahækkuðu um 15% í gær. Heimild til þess hefur verið í samningnum frá upphafi. LAUFÁSBORG Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is FL Group/Stoðir skulduðu Sjóði 9 hjá Glitni 18,4 milljarða króna í lok júní síðastliðins samkvæmt árshlut- areikningi sjóða bankans. FL Gro- up/Stoðir skulduðu einnig Sjóði 9.1, evrusjóði bankans, um 1,5 milljarða króna á sama tíma og Sjóði 1 4,6 milljarða króna. Lokað var fyrir viðskipti þessara þriggja sjóða á mánudag en opnað fyrir þau á ný í gær. Í tilkynningu um opnun sjóðanna kom fram að í sjóðunum væru ekki lengur nein skuldabréf FL Group/Stoða og að við endurmat á Sjóði 9 liggi fyrir að gengi sjóðsins hafi lækkað um sjö prósent. Þar kom hins vegar ekkert fram um hverjir hefðu keypt skulda- bréf FL Group/Stoða né hvernig samsetning sjóðanna væri eftir þess- ar sviptingar. Um átján þúsund sjóðsfélagar eru í þessum sjóðum. Mikið af skuldabréfum Stoða Síðustu opinberu upplýsingarnar sem liggja fyrir um stöðu sjóða Glitnis er að finna í árshlutareikn- ingi bankans frá 30. júní síðastliðn- um. Þar kemur fram að heildarverð- mæti fjárfestinga í Sjóði 9, peningamarkaðssjóði Glitnis, hafi verið tæplega 111 milljarðar króna. Mestar voru skuldir Straums Burð- aráss upp á rúma 22 milljarða króna, eða 20 prósent af hreinni eign sjóðsins. Meðal annarra skuldabréfa sem lágu þá í sjóðnum voru skuldabréf upp á tæpa tólf milljarða frá Baugi Group. Stærstu eigendur FL Group/ Stoða eru einnig eigendur Baugs Group og FL Group/Stoðir átti um þriðjungshlut í Glitni fyrir yfirtöku ríkisvaldsins á 75 prósenta hlut í bankanum fyrr í vikunni. FL Group/Stoðir óskuðu á mánudag eftir greiðslustöðvun til 20. október. Samkvæmt heimildum 24 stunda skuldar félagið meðal annars Landsbankanum tugi millj- arða króna. Gengi allra sjóðanna lækkaði Gengi allra sjóðanna þriggja lækkaði þegar þeir voru opnaðir á ný. Sjóður 9 um 6,92 prósent, Sjóð- ur 9.1 um 6,52 prósent og Sjóður 1 um 3,05 prósent. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist hvorki í framkvæmdastjóra Glitnis sjóða né upplýsingafulltrúa fyrirtækisins við vinnslu fréttarinn- ar. ÞEKKIRÐU TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Skuldabréf Stoða upp á milljarða  Mörg af skuldabréfunum í sjóðum Glitnis sem var lokað á mánudag voru frá Stoðum  Stoðir eru í greiðslustöðvun til 20. október  Gengi allra sjóðanna þriggja lækkaði í gær YFIRLIT SJÓÐA GLITNIS 30. JÚNÍ 2008 Markaðsverð í milljónum kr. % af hreinni eign Sjóður 9 Peningamarkaðsbréf Straumur Burðarás 22.124 20% Glitnir 21.217 19,1% FL Group/Stoðir 18.397 16,6% Baugur Group 11.873 10,7% Exista 4.854 4,4% Atorka Group 3.588 3,2% Önnur skuldabréf og innlán 29.107 26,3% Sjóður 9.1 Peningamarkaðsbréf í evrum FL Group/Stoðir 1.494 19,7% Straumur-Burðarás 1.2170 15,4% Atorka Group 990 13,1% Glitnir 882 11,6% Kaupþing 761 10,0% Baugur Group 555 7,3% Önnur skuldabréf 1.929 25,5% Sjóður 1 Skuldabréf Íbúðabréf 7.171 15,3% FL Group/Stoðir 4.645 9,9% Glitnir 3.798 8,1% Baugur Group 2.479 5,3% Bakkavör Group 2.404 5,1% Straumur-Burðarás 2.034 4,3% Landic Property 1.744 3,7% Kaupþing 1.414 3,0% Styrkur Invest 1.113 2,4% Önnur skuldabréf 18.529 39,6% ➤ Sjóðurinn er peningamark-aðssjóður sem er að mestu leyti í óverðtryggðum skulda- bréfum eins og víxlum rík- isins, banka, stærri fyrirtækja og sjóða. ➤ Þúsundir manna eiga í hlut-deildarskirteini í sjóðnum. SJÓÐUR 9 „Við vorum að undirbúa ferð til Finnlands í lok mánaðarins, sem við þurftum að aflýsa því að við höfðum hreinlega ekki efni á því að fara vegna aukins kostnaðar,“ segir Helgi Eiríksson, forstöðumaður frístundamiðstöðvarinnar Mið- bergs. Hækkaði um milljón „Kostnaðurinn hafði hækkað um rúma milljón við fall krónunn- ar,“ segir hann en tekur fram að ætlunin hafi verið að kynna stjórn- endum á vegum íþrótta- og tóm- stundaráðs þarlenda starfsemi. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri tómstundamála hjá ÍTR, segir óhagstætt gengi vera aðalástæðuna fyrir því að hætt var við ferðina. „En það er miður að starfsmenn- irnir verði af ferðinni, enda var hún einnig hugsuð sem námsferð fyrir stjórnendur og millistjórnendur frístundamiðstöðva Reykjavíkur,“ segir Soffía. Um 26 starfsmenn ÍTR hugðust fara til Finnlands en ferð- inni hefur nú verið aflýst. asab@24stundir.is ÍTR aflýsir skoðunarferð frístundastarfsmanna til Finnlands Ferðin varð of kostnaðarsöm Aflýstu ferð Kostnaður hækkaði um milljón. Í nýliðnum septembermánuði fóru rúmlega 172 þúsund farþegar um Keflavík- urflugvöll. Farþegum sem fóru um völlinn hefur fækk- að um 15 þúsund sam- anborið við september í fyrra en þá voru farþegarnir 187 þúsund. Hlutfallslega meiri fækkun er meðal áfram- og skiptifarþega en þeirra sem eru á leið til og frá landinu, samkvæmt frétt frá Ferða- málastofu. ibs Keflavíkurflugvöllur 15.000 færri um völlinn Polarolje Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarma starfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verlsun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, og Melabúð Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Fiskbúðinni Trönuhrauni STUTT ● Bílvelta í Langadal Bíll valt við Auðólfsstaði í Langadal í Austur- Húnavatns- sýslu snemma í gærmorgun en ökumaður hans slapp með minniháttar meiðsl. Lögreglan á Blönduósi segir mikla hálku á vegum. ● Fíkniefni á Akureyri Lögreglan á Akureyri fram- kvæmdi húsleit í íbúð á Ak- ureyri í vikunni og lagði hald á 3 grömm af kannabisefnum og 1 gramm af amfetamíni. ● Minna um hraðakstur Brot 115 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum frá þriðjudegi til föstudags. Lít- ill hluti ökumanna, eða 1%, ók of hratt eða yfir afskiptahraða.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.