24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir Auðbrekka 6, 200 Kópavogi, sími 565 8899 www.normi.is normx@normx.is Íslensk gæða fram- leiðsla Okkar verð Betra verð 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður ríkissjóður rekinn með halla fram til ársins 2012. En hve miklum? Vandi er um slíkt að spá þegar verðbólgan er í tveggja stafa tölu og krónan hrynur. Samt er rammaáætlun nú gerð til fjögurra ára. Eins og kemur fram í 24 stundum í dag viðurkennir fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, að ekki hafi verið tekið tillit til stóráfalla í efnahagslífinu undanfarna daga við vinnslu frumvarpsins. Þrátt fyrir það er nú kynnt að verðlag hækki um 5,7 prósent á næsta ári, kaupmáttur ráðstöfunartekna dragist saman um 1,4 prósent og að atvinnuleysi verði 2,7 prósent. Náist slíkur árangur verður klappað. Vissulega býr mikil vinna að baki hverju fjárlagafrumvarpi og þeim sem það vinna er því vorkunn. En þess- ar forsendur eru svo fjarri íslenskum raunveruleika í dag að það stingur í augu. Íslendingar heyra ekki um annað en fjöldauppsagnir, gengishrun, þjóðnýttan banka og að þeir geti ekki fengið lán til að kaupa gjaldeyri. Þær fjölskyldur sem tóku húsnæðislán í erlendri mynt súpa nú seyðið af krónu sem aldrei hefur verið veikari. Gjaldþrot blasir við mörgum þeirra. Sagt var frá því í fjölmiðlum í gær að tuttugu milljóna króna lán í sviss- neskum frönkum og jenum hefði hækkað í 35 milljónir. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær að áhrif þjóðnýtingar á Glitni hafi dómínóáhrif; sem þýðir að fyrirtæki landsins falli sem spilaborgir. „Þessir áttatíu milljarðar sem er verið að setja á borðið [fyrir 75% hlut í Glitni] eru hneta miðað við það sem mun tapast,“ sagði hann. „Við erum rétt að sjá toppinn á því sem mun gerast.“ Þrátt fyrir að fáir hefðu treyst banka með nýfengið neyðarlán fyrir sparnaði sínum eru orð Jóns Ásgeir áhyggjuefni. Hann fer fyrir stórum fyrirtækjum í ís- lensku samfélagi sem og víðar. Útlitið er svart. Fólk vill ekki láta sem vandinn sé lítill líkt og lesa má út úr frumvarpinu. Fólk vill ekki láta bera á borð fyrir sig úrelt fjárlagafrumvarp, þó að það geti tekið breytingum. Það vill geta treyst ríkisstjórninni þegar óstöðug- leikinn er sem árás á heimilin í landinu. En því miður virðist fjárlagafrumvarpið ekki vera sérlega traust- vekjandi, enda ekki hægt þegar allt fer á vesta veg á stuttum tíma. Brostnar forsendur fjármálaráðherra Þrjúhundruð milljóna maðurinn Lárus Welding: Fékk þrjú hundr- uð milljónir fyrir það eitt að ráða sig til starfa hjá Glitni. Setti bankann á haus- inn innan við ári síðar. Sagði allt í góðu lagi viku áð- ur en hann fór á hausinn. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að endurráða hann sem banka- stjóra? Er ekkert sendilsstarf laust hjá bankanum, sennilega myndu hæfileikar hans njóta sín þar bet- ur. Mun sitja uppi með skömm- ina það sem hann á eftir ólifað. Ofdramb og græðgi varð þrjú hundruð milljóna manninum að falli. Árni Snævarr arni.eyjan.is BLOGGARINN Ofdramb Nú vilja fyrirtæki, að við- skiptamenn borgi vöru og þjón- ustu fyrirfram. Því að þau treysta ekki við- skiptamönnum. Þeir vilja ekki borga vöruna fyrr en þeir eru búnir að fá hana. Því að þeir treysta ekki fyrirtækjum. Gildir um fjármál líka. Menn vilja ekki eiga fé í bönkum. Því að þeir treysta þeim ekki. Þeir taka út peningana sína og setja undir kodda eða kaupa gull eða land. Bankarnir tæmast af fé, því að fólk treystir þeim ekki. Þeir geta því ekki lánað í rekstur. Þótt þeir gætu það, mundu þeir ekki treysta þeim, því að veð rýrna hratt. Jónas Kristjánsson jonas.is Ekkert traust Ég trúi ekki öðru en að rík- isstjórnin muni hafa forgöngu um að útskýra þá ótrúlegu at- burðarás sem átti sér stað um helgina í svoköll- uðu Glitnismáli. Af fréttum að dæma þá munu sjálfstæðismenn vera nær einir til frásagnar því Samfylkingin virðist ekki hafa komið að ákvarðanatöku fyrr en búið var að afgreiða málið af hálfu Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Það er því Sjálfstæðisflokkurinn sem er undir og yfir og allt um kring í þessu máli. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með óhugnanlega mikil ítök í íslensku þjóðfélagi. Birkir Jón Jónsson birkir.blog.is Mikil ítök Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Fregnir berast nú um hugsanlega sameiningu útgáfufyrirtækja dagblaða. Fréttablaðið og Morgunblaðið íhuga að ganga í eina sæng undir hatti Árvak- urs og 24 stundir yrðu hugsanlega aflagðar. Þó ánægjulegt sé að útgefendur auki arðsemi og markaðsbærni fjölmiðla sinna, er holur hljómur í þeirri gleði. Samþjöppunin í eignarhaldi fjölmiðla er nú þegar mjög mikil á Íslandi. Enn hefur þó ekki náðst samstaða um fjölmiðlalög sem taka af sanngirni á þess- um þætti. Í ljósi fregna um samruna útgáfufyrirtækja er slíkt athyglisvert, vegna þess að meginatriðið í allri hugsun um frjálsa fjölmiðlun er einmitt fjölbreytni í fjölmiðlum, þar á meðal í eignarhald- inu á þeim. Evrópusamband blaðamanna boðaði í fyrrahaust til sérstaks baráttudags til varnar blaðamennskunni. Slíkur baráttudagur mun endurtekinn í haust. Samtök evrópskra blaðamanna vilja þannig rísa upp gegn markaðsvæðingu og arðsemiskröfum, sem eru farnar að ógna kjarna sígildrar faglegrar blaða- mennsku. Þessi ógn markaðsvæðingar birtist á þrennan hátt: Í fyrsta lagi birtist þetta þannig að aðhald og sparnaður á rit- stjórnum kemur niður á afurðunum. Ritstjórnarefnið verður flatara, það er grunnt kafað við vinnsluna og efnið margnýtt í mismunandi gáttir fjölmiðlasamsteypnanna. Í öðru lagi hafa blaðamannasamtök í Evrópu fundið fyrir minna starfsöryggi hjá reyndum og gagnrýnum blaðamönn- um. Lausráðningar eða verkefnabundnar ráðningar aukast hins vegar því þær eru ódýrari. Afleiðingin verður sú að blaða- menn hika við að vera gagnrýnir af ótta við að verða ekki ráðnir í næsta verkefni. Í þriðja lagi leggur markaðsvæðingin ofuráherslu á söluvæn- legt efni, sem kann að vera útbúið þannig að auðvelt sé fyrir neytandann að festast við það. Það merkir ekki að efnið sé þjóðfélagslega mikilvægt eða gefi þegn- unum tækifæri til að leggja krítískt mat á umhverfi sitt og þjóðmálin. Þvert á móti er líklegt að um ódýrt skemmtiefni og sápur sé að ræða sem eru, ef eitthvað, frekar for- heimskandi en fræðandi. Vonandi er þetta ekki sá farvegur sem efna- hagserfiðleikarnir þröngva íslenskum dag- blöðum í. Hér er mikið í húfi. Fjölmiðlar mega ekki hagræða sjálfu hlutverki sínu í burtu. Hættuleg hagræðing! ÁLIT Birgir Guð- mundsson biggi@nett.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.