24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 4
„Við viljum bara vera þátttak- endur í að styrkja Krabbameins- félagið og það góða starf sem þar er unnið,“ segir Sæmundur Kristján Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils. Október er mánuður Árveknis- átaks um brjóstakrabbamein en Hreyfill styrkir átakið. „Þetta er í raun tvíþætt,“ segir Sæmundur. „Í október og nóvem- ber fær Krabbameinsfélagið 10 krónur af hverri pantaðri ferð. Auk þess seljum við bleiku slaufuna fram til 15. október.“ Þetta er í annað skipti sem Hreyfill tekur með þessum hætti þátt í söfnun Krabbameinsfélags- ins. Í fyrra seldu bílstjórar félagsins 5463 slaufur og styrkur vegna seldra ferða með Hreyfli nam um 1,6 milljónum. „Eftir því sem við afgreiðum fleiri þeim mun meira hækkar styrkurinn,“ segir Sæmundur. fifa@24stundir.is Leigubílstjórar styrkja árveknisátak um brjóstakrabbamein Bleik ljós í bænum 24stundir/Valdís Thor 4 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir Smiðjuvegi 5 Höfðabakka 3 Borgartúni 29 Glerárgötu 34 sala@a4.is Flakkari 250GB 2,5“ 5400rPM Nettur og handhægur flakkari sem ekki þarf að stinga í samband við rafmagn. Taktu öryggisafrit af ljósmyndunum þínum. Vörunúmer: MAXTOR250BMINI OKtÓBEr Tilboðin gilda út október 2008 Sími 515 5100 + Fax 515 5101 + sala@a4.is +www.a4.is Pantanasími 515 5100 tIlBOÐ 13.990 kr. Verð áður 16.990 kr. Dagbækur 2009 laserpappír Color Copy hágæða mjallhvítur pappír fyrir laserprentara. 90 gr. 500 blöð í pk. Vörunúmer: NEU 625211 1.499 kr. Verð áður 2.529 kr. Sölumappa Svört fjögurra hringja mappa með stóru renndu hólfi og mörgum smærri hólfum. Vasi fyrir nafnspjöld og hulstur fyrir penna. Stærð: 27 x 36,5 x 5 sm. (Innihald fylgir ekki.) Vörunúmer: FI6500 2.897 kr. Verð áður 4.829 kr. 40% AFSláttur 27% AFSláttur 41% AFSláttur Allar hefðbundnu dagbækurnar sem áður voru gefnar út af Odda eru komnar í hús. Hægt er að fá allar bækurnar merktar með fyrirtækismerki og/eða nafni starfsmanns eða viðskiptavinar. Vegleg og persónuleg gjöf sem vekur athygli á þínu fyrirtæki allt árið. leitið magntilboða í síma 515 5100 Verð pr. búnt af öllum blek- og dufthylkjum 20% AFSláttur Líttu við áa4.is Mánaðartilboð A4 eru komin út. Þar finnur þú vandaðar vörur á frábæru verði! Aðeins í 3 daga fim., fös. og lau. Allar vörur á skemmtilega, hlægilegu verði! Allar buxur á . . . . . . 1.000, 2.000 , 3.000 Allar peysur á . . . . . . 1.000, 2.000, 3.000 Allir bolir á . . . . . . . . . . . . . 1.000, 2.000 Allir Jakkar á . . . . . . 1.000, 2.000, 3.000 Kápur á . . . . . . . . . . . . . . 3.000 og 4.000 Nú er bara hægt að gera góð kaup. Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 - www.friendtex.is Lagersala Opið fimmtudag frá kl. 12.00-19.00 föstudag frá kl. 12.00-19.00 laugardag frá kl. 11.00-16.00 „Allir sem skulda í erlendri mynt eru búnir að tapa gríðarlega og þegar verðbólgan er líka komin á skrið þá hækka öll lán,“ segir Gerður Guðjónsdóttir, fjármála- stjóri Hafnarfjarðarbæjar, en bætir við að alltaf sé gert ráð fyrir föstu gengi í fjárhagsáætlunum. „Það er venj- an því að enginn veit fyrirfram hvernig gengið þróast,“ segir hún. „Skuldirnar hækka út af þessu, en gengistapið er gjaldfært þar sem fjármagnsliður er neikvæður,“ segir Gerður. Heildarskuldir samantekins ársreiknings hækkuðu m.a. af því að á tímabilinu var tekið 3.000 milljóna króna erlent lán og fyrirfram innheimt gatna- gerðargjöld hækkuðu um nær 2,3 millj. kr. á þessum tíma en þær tekjur eru bókfærðar sem skuldir sam- kvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Heildareignir voru í lok júní 32.144 millj. kr. og höfðu hækkað um nær 4 milljarða frá árslokum 2007. „Niðurstöður rekstrarliða eru í góðu samræmi við fjárhagsáætlunin ársins,“ segir Gerður og tekur fram að sex mánaða uppgjör Hafnarfjarðarbæjar hafi verið lagt fram í bæjarráði og tekið til umræðu í bæjarstjórn í kjölfarið. Í júnílok voru íbúar bæjarins orðnir 25.550 en voru 24.839 um síðustu áramót og fjölgaði íbúum því um 771. asab@24stundir.is Gengistap langtímaskulda bæjarins skýrist af veikingu krónunnar Skuldir Hafnarfjarðar hækka Eftir Láru Ómarsdóttur lom@24stundir.is Rannsókn ríkislögreglustjóra á meintum efnahagsbrotum Guð- mundar Jónssonar, fyrrverandi forstöðumanns, og annarra starfs- manna Byrgisins hófst í janúar 2007 eftir að Ríkisendurskoðun birti kolsvarta skýrslu um fjármál Byrgisins. Niðurstöður skýrslunn- ar bentu til þess að ólöglega hefði verið staðið að rekstri Byrgisins. Þá hafi stjórnendum Byrgisins ekki tekist að gera fullnægjandi grein fyrir ráðstöfun á söfnunarfé og vistgjöldum sem ekki voru bók- færð, samtals að upphæð 22 millj- ónir króna. Var styrkt af ríkinu Upphaf málsins má rekja til þess er fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði í desember 2006 um meint efnahags- og kynferðisbrot í Byrg- inu. Í þættinum komu m.a. fram ásakanir um að stórfelld bókhalds- brot og fjárdrátt. Félagsmálaráðu- neytið, sem hafði um árabil styrkt rekstur Byrgisins, fór í kjölfarið fram á það við Ríkisendurskoðun hún kannaði hvernig styrkjunum hefði verið varið en samtals styrkti ríkissjóður Byrgið um ríflega 200 milljónir króna frá árinu 1999. Um miðjan janúar 2007 leit svo skýrsla Ríkisendurskoðunar dagsins ljós og var hún kolsvört. Tugmilljóna króna misræmi var í bókhaldi Byrgisins og voru til að mynda greiðslur til stjórnenda og starfs- manna Byrgisins langt umfram það sem fram kom í ársreikningum fé- lagsins. Rannsóknin viðamikil Ríkislögreglustjóri tók málið til rannsóknar ásamt skattrannsókn- arstjóra og er rannsókninni nú lok- ið. Málið er komið inn á borð sak- sóknara sem tekur ákvörðun um framhaldið. Heimildir 24 stunda herma að ákært verði fyrir alvarlegt brot á skattalögum, fjárdrátt og bókhaldsbrot og varða brotin allt að 6 ára fangelsi. Í vor var Guð- mundur Jónsson dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar þar sem hann bíður meðferðar. Byrgismál til saksóknara  Grunur um fjársvik, bókhaldsbrot, óráðsíu og alvarleg brot á skattalögum  Rannsóknin hefur staðið yfir í tæp tvö ár Í rannsókn Efnahagsbrot Byrgisins eru nú á borði saksóknara. Á myndinni er Guðmundur Jónsson, fyrrverandi for- stöðumaður Byrgisins. ➤ 1996 er Byrgið stofnað. ➤ 2003 flyst Byrgið að Efri-Brú. ➤ 2006 er Byrgið tilnefnt tilsamfélagsverðlauna Frétta- blaðsins. Síðar sama ár koma fram ásakanir á hendur Guð- mundi Jónssyni. Í HNOTSKURN Líðan Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra er sögð góð eftir atvikum en hún gekkst undir heilaskurðaðgerð á Mount Sinai-sjúkrahúsinu í New York sl. mánudag. Ekkert óvænt hefur komið upp á í kjölfar aðgerð- arinnar. Ekki liggur fyrir hvenær Ingibjörg fær að fara af sjúkrahús- inu og ekki heldur hvenær hún get- ur snúið aftur til vinnu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði við setningu Alþingis að hugur fólks þar dveldi hjá Ingi- björgu Sólrúnu og að henni fylgdu góðar óskir um skjótan bata. mbl.is Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Líðan sögð góð eftir atvikum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.