24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 7

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 7
24stundir FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 7 arnar sjálfar fyrir markaði erlend- is,“ segir hann og bætir við að um sé að ræða hagnýta lausn til að endurnýta t.d. blaðaúrgang. „Vélin samanstendur af hitaofn- um sem fara upp í 200-220 gráður og tveimur vélmennum þannig að mannshöndin kemur nær ekkert nærri framleiðslunni sem slíkri,“ segir Ólafur og bætir við að um mikinn sparnað geti orðið að ræða fyrir flutningafyrirtæki með inn- leiðingu bretta af þessari gerð. Fyrirtækið Grænar lausnir var stofnað fyrir tæpum þremur árum en búið er að verja um 600 millj- ónum króna í vöruþróun og tækjabúnað. Brettin hafa hlotið Verksmiðja á Mývatni hefur nú hafið formlega starfsemi en þar eru framleidd vörubretti úr endur- unnum pappír með íslensku hug- viti. „Vélin er sú fyrsta sinnar teg- undar í heiminum, hún endur- vinnur pappír og býr til vörubretti sem geta borið á milli 3-600 kíló,“ segir Ólafur Jónsson, stjórnarfor- maður fyrirtækisins Grænar lausnir við Mývatn. Stefna á erlendan markað „Við erum í raun að stíla inn á að framleiða brettin til sölu hér á innanlandsmarkaði, en aðaláhersl- an verður lögð á að framleiða vél- heitið græn vörbretti því um um- hverfisvæna vöru er að ræða. Athygli vekur að brettin eru 90% léttari en hefðbundin timb- urbretti en þau eru vatnsvarin og sótthreinsuð. Ný umhverfisvæn tækni Eftir langt þróunarferli hefur verksmiðjan nú hafið framleiðslu á brettunum en tilraunir leiddu í ljós að dagblöð henta ágætlega sem hráefni í bretti til vöruflutninga. „Tæknin mun vera alger nýjung á heimsvísu og því eftir töluverðu að slægjast með því að markaðssetja tæknina fyrir erlendan markað,“ segir Ólafur. asab@24stundir.is Vörubrettin End- urunnum pappír breytt í vörubretti. Íslenskt hugvit stefnir á útrás með markaðssetningu á nýrri tækni Búa til vörubretti úr pappír Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is 350 milljónir verða greiddar úr ríkissjóði vegna stofnfram- kvæmda við nýjar fangelsisbygg- ingar samkvæmt fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar. 24 stundir skýrðu frá því í síð- ustu viku að slík upphæð væri inni í langtímaáætlunum fyrir ár- in 2009, 2010 og 2011 en nú er ljóst að hún kemur öll til mála- flokksins á næsta ári. Stórtíðindi Heimildir 24 stunda herma að fjárveitingin fari líklega í upp- byggingu á nýrri fangelsisbygg- ingu við Litla-Hraun. Samkvæmt frumhugmyndum um þá byggingu á þar að vera rými fyrir 48 til 52 fanga auk þess sem meðferðar- og sjúkradeild verður komið á fót. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, er mjög ánægður með fjárveit- inguna. „Þetta eru stórtíðindi í mínum huga og alveg í samræmi við áætlun dómsmálaráðherra og Fangelsismálastofnunar um upp- byggingu í fangelsismálum.“ Ný lögreglustöð og fangelsi Í fjárlagafrumvarpinu er einnig að finna heimild til að selja hluta af landsvæði ríkisins við Litla- Hraun og ráðstafa andvirðinu til endurbóta á fangelsinu. Þar er einnig heimild til að selja núver- andi húsnæði lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu við Hverfisgötu og kaupa eða leigja nýtt „hentugt húsnæði fyrir höfuðstöðvar lög- reglu á höfuðborgarsvæðinu og fangelsi“. Auk þessa er veitt heim- ild til að kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir hverfisstöðvar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Íslensk fangelsi full alla daga Íslensk fangelsi hafa að með- altali verið fullnýtt á hverjum ein- asta degi það sem af er árinu 2008. 160 fangar voru í íslenska fangakerfinu 23. september síð- astliðinn en rými þar eru alls 137. 127 fangar voru að afplána óskil- orðsbundna refsingu og fimmtán sátu í gæsluvarðhaldi. Tvísett var í alls átta klefa. Á sama tíma voru 53 dómar óunnir og 144 fangar til viðbótar höfðu verið boðaðir til afplán- unar. Auk þess höfðu um 60 dómar þá nýverið borist Fangels- ismálastofnun til fullnustu og voru í vinnslu hjá stofnuninni. Fangar vistaðir víða Tíu þeirra sem sátu í gæslu- varðhaldi í síðustu viku voru í lausagæslu og fimm í einangrun, þar af tveir í fangelsinu á Ak- ureyri. Fangelsin voru svo full um miðbik septembermánaðar að af- plánunarfangar voru vistaðir í fangageymslum lögreglunnar á Suðurnesjum og á lögreglustöð- inni við Hverfisgötu. Búið er að færa þá fanga. Litla-Hraun Líklegast þyk- ir að peningarnir fari í nýja viðbyggingu þar. 350 milljónir í nýtt fangelsi  350 milljónir í stofnframkvæmdir fangelsa samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu  Heimild til að selja lögreglustöðina á Hverfisgötu ➤ Sex af hverjum tíu ein-staklingum sem hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald á Íslandi það sem af er ári eru erlendir ríkisborgarar. ➤ Alls hafa 24 erlendir rík-isborgarar setið í íslenskum fangelsum, í afplánun eða gæsluvarðhaldi, á hverjum degi það sem af er árinu 2008. FANGELSISMÁL Fimmtudagstónleikar í Viðey 2. október 2008 Jazzsöngkonan KRISTJANA STEFÁNS og trúbadorinn SVAVAR KNÚTUR í Viðeyjarstofu kl 20:30 Ferja frá Skarfabakka kl 19:45. Verð 2.000 kr fyrir tónleika og ferju. www.videy.com www.elding.is Bókunarsími 824‐1071 „Það er hugur í okkur,“ segir Kristbjörg Marteinsdóttir sem fer ásamt hópi íslenskra kvenna til New York í dag til að taka þátt í Avon-göngunni gegn brjósta- krabbameini. Á tveimur dögum eru gengnir 62 kílómetrar. „Það sem ég hræddist mest var ef það hefði orðið rigning því ég má við svo litlum frávikum,“ segir Kristbjörg en hún glímir við lungnakrabbamein. „En ég er búin að skoða veð- urspána og það verður þurrt og sól úti í New York þegar ég geng,“ segir hún. fifa@24stundir.is Kristbjörg farin út að ganga Hugur í okkur Starfsgreinasamband Íslands og Samtök iðnaðarins efna til ráðstefnu um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku evru á Hilton Reykjavík Nor- dica hótel í dag. Boðað er til fundarins vegna mikilla umbrotatíma í efna- hagslífi þjóðarinnar. Á mælendaskrá er m.a. Daniel Valtakari sem fjallar um áhrif aðildar Finnlands að ESB. Allir áhugamenn um málefnið eru hvattir til að mæta. áb Fundur um mögulega aðild Íslands að ESB Umræða um evru

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.