24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 37

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 37
24stundir FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 37 Hin ástralska Mary, krónprins- essa Danmerkur, er í Úganda þessa dagana á meðan hin norska Mette- Marit hleypur í míni-maraþoni í Ósló, höfuðborg Noregs. Hin 35 ára Mette-Marit hljóp tíu kílómetrana um helgina á einni klukkustund og nítján mínútum. Móðir prinsessunnar, Tjessem, stóð ásamt börnum hennar á hlið- arlínunni og hvatti dóttur sína áfram. Mette-Marit er ekki eina fræga ofurmamman sem reimaði á sig íþróttaskóna fyrir góðgerðamálefni því á dögunum tók Jennifer Lopez þátt í þríþraut með góðum árangri. Mary, 36 ára, var hins vegar í Úganda sem velunnari flótta- mannahjálpar Danmerkur ásamt ungum syni sínum og dóttur, Kristjáni og Ísabellu. Hún heim- sótti einn stærsta spítala í Kampala á mánudaginn og hitti fjölskyldur í flóttamannabúðum. Krónprinsessan flýgur frá Úg- anda í dag, samkvæmt tímaritinu Hello. gag@24stundir.is Krónprinsessur í kastljósinu Mary og Mette-Marit í góðgerðaverkefnum KRINGLUNNI OG SMÁRALIND PEYSA 3.990 Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík Haustferð að Skógum Sunnudaginn 5. október nk. efna sjálfstæðisfélögin í Reykjavík til hinnar árlegu haustferðar. Að þessu sinni er ferðinni heitið að Skógum. Við komuna verður boðið upp á kjötsúpu og síðan verður farið í skoðunarferð um staðinn. Þar er meðal annars að finna Byggða- og samgöngusafnið, Héraðsskólann að Skógum og nýtt aðgengi að Skógafossi auk mikillar náttúrfegurðar. Boðið verður upp á morgunkaffi fyrir brottför en lagt verður af stað frá Valhöll kl. 10.30 og reiknað með að koma til baka um kl. 18.00 Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra, Hanna Birna Kristjáns- dóttir, borgarstjóri, ávarpa ferða- langana. Með í för verða, Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar – Fulltrúaráðsins, borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon , Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir auk Árna Johnsen og Kjartans Ólafssonar, alþingismanna Suðurkjördæmis. Vinsamlega skráið þátttöku í síma 515 1700 fyrir kl. 17.00 næstkomandi föstudag. ALLIR hjartanlega velkomnir. Verð 1000 kr. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík. ATVINNUBLAÐIÐ atvinna@24stundir.is alltaf á laugardö gum Pantið gott pláss t ímanlega Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.