24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir Skólavörðustíg 21 - Sími - 551 4050 - Reykjavík Gullfalleg sængurverasett aldrei meira úrval Stjórnmál eru list hins mögulega, sagði Otto von Bismarck, járnkanslarinn þýski sem svo hefur verið nefndur. Á viðsjárverð- um tímum í efnahagslífi þurfa þeir sem standa í brúnni á íslensku þjóðarskútunni að vera með sterk bein og gæddir mikilli seiglu og þolgæði. Öðruvísi ná þeir tæpast mögulegum markmiðum, svo vísað sé til Bismarcks. Og nú kallar þjóðin eftir stöð- ugleika og markvissri hagstjórn þannig að verðbólgan valdi ekki enn meiri búsifjum en orðið er og vextirnir séu ekki svo háir að af- borganir af skuldbindingum séu mönnum myllusteinn um háls. Til mikils er að vinna og stjórnmálamenn hafa í mörg horn að líta nú þegar þing er aftur komið saman. Al- menningur væntir jafnan mikils af þing- mönnum sínum en væntanlega aldrei jafn mikils og einmitt nú. sigbogi@simnet.is Álit: Hvert er brýnasta verkefni stjórnmálamanna á nýhöfnum þingvetri Halda Íslandi á kortinu Mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna í dag er að koma böndum á efnahagslífið og ná kjarasamningum á vinnumarkaði sem öll- um er sómi að. Í þessu tvennu þarf ákveðinn milliveg. Áríð- andi er að ná stöðugleika að nýju, m.a. svo fólk geti staðið undir lánum sínum og skuldbindingum. Þórunn Jóna Hauksdóttir, kennari og bæjarfulltrúi í Árborg. Stöðugleiki Svo sómi sé að Í mínum huga er allra þýðingarmest að stjórnmálamenn haldi Íslandi á kortinu , svo við séum ekki bara taldir veiðimenn á lít- illi eyju úti í ysta hafi. Og víst erum við svolítil veiðimanna- þjóð ennþá, hugsum frekar um skyndi- gróða en langtímamarkmið. Þessa gjöldum við oft á tíðum. Eymundur Magnússon, lífrænn ræktunarbóndi í Vallanesi á Héraði Lítil eyja Langtímamarkmið HRINGIÐA lfrettir@24stundir.is a Ekki velt fyrir mér hvort ég muni fara í frystihúsið þegar fólk vant- ar til starfa. Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is „Ég finn til sterkrar köllunar og hef kosið að fylgja kirkjunni og Guði. Strax þegar ég hóf guðfræðinám einsetti ég mér að taka embættis- próf og fara út á akurinn til að boða fagnaðarerindið,“ segir Aðal- steinn Þorvaldsson, nýr sóknar- prestur í Grundarfirði. Biskup Íslands vígir þrjá guð- fræðinga við guðsþjónustu á sunnudag; Jónu Lovísu Jónsdóttur sem skólaprest á vegum Akureyr- arsóknar og Jón Ómar Gunnarsson sem verður æskulýðsprestur Kristi- legu skólasamtakanna og KFUM og KFUK. Sá þriðji er Aðalsteinn. Trúin er bakhjarl „Ég kom hingað í hádeginu og get því lítið sagt um staðinn eða samfélagið ennþá. Mér líst þó vel á það litla sem ég hef séð hingað til. Veit raunar að þetta er góður stað- ur,“ segir Aðalsteinn sem verður formlega settur inn í prestsemb- ættið um aðra helgi. Mun þá hella sér af fullum krafti út í verkefnin sem bíða – og eru vísast óendanleg. „Trúin er bakhjarl fólksins í blíðu og stríðu. Fólk leitar til prest- anna sinna með hin ýmsu mál. Þegar ég sóttist eftir því að verða prestur gerði ég mér fulla grein fyr- ir því að ég kæmi til með að verða opinber persóna. Eflaust munu margir spyrja mig að því á næst- unni hvort ég sé nýi presturinn,“ segir Aðalsteinn. Ekki verkkvíðinn Til eru þjóðsögur af prestum úti á landi fyrr á tíð, sem víluðu ekki fyrir sér að ganga í aðkallandi verk með sóknarbörnum sínum. Mættu í frystihúsið til að gera að fiski þeg- ar landburður var og bjarga þurfti verðmætum. „Ég hef svo sem ekki velt fyrir mér hvort ég muni fara í frystihúsið þegar fólk vantar til starfa. Almennt get ég þó svarað þessu þannig að ég hef aldrei verið verkkvíðinn maður,“ segir Aðal- steinn sem er 33 ára að aldri. Eig- inkona hans er Lína Hrönn Þor- kelsdóttir táknmálstúlkur og eiga þau dótturina Línu Hrönn. Sl. ár hefur Aðalsteinn verið fé- lagsmálastjóri Bandalags íslenskra skáta og verið í samskiptum við skáta vítt um land – stutt við þá og hvatt til dáða – eins og hann mun gera sem prestur Grundfirðinga. Úr skátastarfi í prestskap  Finnur til sterkrar köllunar  Verkefnin eru óendanleg  Einsetti sér að fara á akurinn ➤ Þrír nýir prestar verða vígðirá sunnudag. ➤ Leitað er til presta um ótrú-legustu hluti. ➤ Jón Ómar einsetti sér aðverða prestur. ➤ Í frystihúsið að bjarga verð-mætum? PRESTURINN Nýr prestur Aðalsteinn Þorvaldsson ætlar að þjóna í Grundafirði. Mynd/Heiða Lára Sögur Finnboga Nýtt kver í röðinni Nýjar vestfirskar þjóðsögur er væntanlegt fyrir næstu jól. Finnbogi Her- mannsson, fyrrverandi útvarpsmaður á Ísafirði, hefur tekið við keflinu, en sögurnar að vestan hafa komið út undanfarin ár og gert mikla lukku. Í dag var formlega gengið frá stofnun sjálfseignarstofnunar sem fyrirhugað er að reki menningarhúsið Hof á Akureyri samkvæmt samningi við Akureyrarbæ. Var þetta félagsform valið sakir þess að bæjaryfirvöld vilja skapa húsinu sjálf- stæða ímynd og tryggja að ólík sjónarmið geti komið fram hvað varðar reksturinn. Áætlað er að framkvæmdum við húsið ljúki í júní á næsta ári og að húsið verði opnað 29. ágúst sem er afmæl- isdagur bæjarins. Hverjir koma að málinu? Á stofnfundi menningarfélagsins HOFS í dag undirrituðu alls 34 stofnaðilar skipulagsskrá félagsins. Á meðal þeirra eru sveitarfélög, einstaklingar, menningarstofnanir og fyrirtæki á svæðinu. Hver er þýðingin? Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að með þess- um hætti hafi verið skapað ákveðið bakland eða góðvinahópur húss- ins. Hún segir jafnframt ljóst að opnun Hofs feli í sér fjölmörg tæki- færi fyrir menningarlíf, ferðaþjónustu sem og annað atvinnulíf. Menningarhúsið öðlast bakland Hátíð í Hofi Hátíð í hjúkrun Í dag heldur Háskóli Íslands upp á að 35 ár eru frá því að kennsla í hjúkrunarfræðum hófst við skólann. Að- setur hjúkrunardeildar er í Eirbergi við Eiríksgötu 34 sem áður var húsnæði Hjúkrunarskóla Íslands. Býr húsið því yfir mikilli sögu hjúkrunarnáms á Íslandi.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.