24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 34
Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Hvert lítið framlag skiptir máli og við bara hugsuðum: Hvað getum við gert,“ segir Sverrir Bergmann, annar tveggja stjórn- enda sjónvarpsþáttarins Game- tíví, en þeir Gametíví-bræður munu í kvöld hleypa af stokk- unum söfnunarátaki til að safna peningum fyrir hina tveggja ára gömlu Ellu Dís Laurens sem glímir við erfið veikindi. Söfnunarátak Gametíví verður þó ekki með hinu hefðbundna sniði heldur verður settur upp sérstakur SMS-leikur og allur ágóði þess leiks rennur óskiptur til Ellu Dísar. „Við hugsuðum bara: af hverju neglum við ekki saman SMS-leik því þarna er einhver sem þarf á hjálp að halda. Við getum gert það og af því að fólk er ágætlega hjartagott þá getum fengið meira fyrir SMS-ið því þá gefa allir vinnuna sína. Sem varð svo raunin.“ Öll símafyrirtækin sem og D3 gefa sína vinnu varðandi SMS-leik Gametíví. Sverrir segir að í venjulegum SMS-leik hjá Gametíví berist þættinum eitthvað um 1.000 SMS- skilaboð. Hann vonar þó að enn fleiri muni taka þátt í þessum leik, enda er málstaðurinn góður og einnig til mikils að vinna því sigurvegari leiksins hlýtur vegleg verðlaun. „Við ætlum að gefa Playstation 3-vél, FIFA 09, PES 2009 og svo Guitar Hero-leik,“ segir Sverrir. Keppnin verður formlega kynnt í Gametíví-þætti kvöldsins. Þeir sem vilja styrkja gott mál- efni, og eiga möguleika á að næla sér í Playstation 3-tölvu í leið- inni, munu geta sent SMS- skilaboðin GTV PS3 í símanúm- erið 1900. Tilfinninganæmir tölvunördar í Gametíví Safna fé fyrir Ellu Dís Gametíví-bræðurnir Sverrir Bergmann og Ólafur Þór Jóelsson eru drengir með hjarta úr skíragulli. Þeir hafa nú tekið sig til og munu safna fé, með sérstökum SMS-leik, fyrir Ellu Dís Laurens sem glímir við erfið veikindi. Glímir við erfið veikindi Ella Dís hefur þurft að þola mikið mótlæti á ævi sinni. Góðir drengir Sverrir og Óli leggja sitt af mörkum. 24stundir/Frikki 34 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir The Los Angeles Times hefur greint frá því að George Lucas hugleiði nú að færa tölvuleikinn Star Wars: Force Unleashed yfir á hvíta tjaldið. Leikurinn, sem hef- ur fengið misjafna dóm gagnrýn- enda, skartar býsna áhugaverðum söguþræði sem þykir mun betri en söguþráður síðustu Star Wars- myndanna. vij Star Wars-leikur á hvíta tjaldið? Leikkonan Anne Hatheway, sem er nýhætt með kær- astanum sínum, sem dæmdur var fyrir fjárdrátt ný- lega, var rækilega minnt á sinn fyrrverandi í þætti spjallþáttakonungsins Dav- ids Lettermans á dögunum. Spurði David hana meðal annars að því hvort peningar hefðu horf- ið úr veski hennar meðan á sam- bandi þeirra stóð. tsk Tekin á beinið hjá Letterman FÓLK 24@24stundir.is a Við hugsuðum bara: af hverju neglum við ekki saman SMS- leik því þarna er einhver sem þarf á hjálp að halda. fréttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.