24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 26
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Ég hvet alla sem eru í ofþyngd til að breyta um lífsstíl og að gefast alls ekki upp,“ segir Anna Lind Björns- dóttir sem hefur náð afar góðum ár- angri á einu ári. „Allir geta náð þeim árangri sem ég hef náð en aðeins ef þeir gefast ekki upp,“ bætir hún við. „Stundum þegar ég horfi til baka þá skil ég ekki í því að ég hafi leyft mér að verða svona feit. Auðvitað fyrirgef ég mér og hugsa sem svo að vandamálið hafi verið til staðar en sé nú að baki og það finnst mér mikilvægast.“ Anna Lind segist hafa verið þybb- in á unglingsárum sínum og hún hafi á menntaskólaárunum smám saman orðið þyngri og þyngri. „Ástæður þess að ég fitnaði voru helst lélegt mat- aræði og lítil Anna Lind léttist um 32 kíló á einu ári Ekki gefast upp! Anna Lind Björnsdóttir var 89 kíló fyrir rúmu ári. Í dag, eftir að hafa breytt um lífs- stíl, er hún 57 kíló eða 32 kílóum léttari. Hún þakkar árangurinn mikilli og markvissri hreyfingu og gjörbreyttu mataræði. 26 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 I Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og laugard. 11-16 ÞAÐ ER SJÚKRAÞJÁLFARI Í VERSLUN OKKAR alla fimmtudaga frá kl. 16 til 18 sem aðstoðar þig við val á dýnu. Atkins-kúrinn var gríðarlega vinsæll megrunarkúr fyrir um 8 ár- um. Hann var algjör andstæða makróbíótískrar fæðu (hráfæði) og mataræðið var kolvetnasnautt. Meðal þeirra sem hylltu kúrinn á sínum tíma var Jennifer Aniston sem lýsti því hvernig hann gagn- aðist henni til að léttast og haldast grönn. Orkuneysla í Atkins-kúr er talin minni vegna aukinnar prótín- neyslu samfara minni kolvetna- neyslu, en óhjákvæmilegt er að bæði magn og hlutfall prótína af orkunni aukist þegar kolvetni eru skert. Næringargildi kúrsins var ætíð gagnrýnt og nú fer Jennifer Aniston aftur fram á sjónarsviðið og segist aðhyllast nýjan og end- urbættan Atkins-kúr sem inniheld- ur nú mikið magn af hráu græn- meti til hliðar við prótínríkt fæði. Jennifer Aniston og Atkins-kúrinn Nýr og bættur kúr Hrátt hunang inniheldur glúk- ósa og frúktósa, sem eru einsykr- ur, A-vítamín, beta-carotín, B- vítamín og vítamínin C, D, E og K. Fáir vita að hunangið inni- heldur ýmis steinefni að auki, svo sem magnesíum, súlfúr, fos- fór, járn, kalk, klór, pótassíum og joð. Í hunangi eru einnig lífs- nauðsynleg lifandi ensím. Bakteríudrepandi Einn besti og helsti kostur hrás hunangs er að það er afar bakt- eríudrepandi. Sannað hefur verið að bakteríur lifa ekki í hráu hun- angi. Hunang er gott að nota í te, bakstur en líka sem græðandi smyrsl á húðina. Þeim sem þjást af psoriasis og exemi gæti gagnast að nota hunang á húð- ina. Í heilsuverslunum hér á landi fæst hrátt og græðandi hunang og má þá helst nefna Manuka-hunang sem góðan kost en biðjið um ráðleggingar fag- fólks við kaupin. Athugið að bestu kaupin eru í kaldpressuðu, lífrænt ræktuðu hunangi. Þá má líka vara við að hunangið missir mikið af sínum gæðakrafti ef það er hitað í yfir 40 gráður. Gætið því að því að hafa te-vatnið ekki of heitt. dista@24stundir.is Hrátt hunang ætti að vera til á öllum heimilum Lífrænt hunang til heilsubótar LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Við vorum vigtaðar í hverjum tíma sem reyndist mér góð hvatning. heilsa Nýi Atkinskúrinn Þessar fæðutegundir eru meðal þeirra sem þú þarft í nýja kolvetnabætta Atkinskúrnum. Feitur fiskur eða magur kjúklingur Af þeim matfiskum sem er algengt að borða hér á landi og teljast feitir má nefna lúðu, lax, síld og rauðmaga. Allar þær fisktegundir henta vel í kúrnum nýja. Fiskinn skal borða um það bil þrisvar sinnum í viku og magurt kjöt og fisk þess á milli. Dökkgrænt grænmeti sem meðlæti og snarl Fjölmargar rannsóknir sýna fram á hollustugildi ríflegrar grænmetisneyslu, bæði hvað varðar þyngdarstjórnun og sem forvörn gegn ýmsum sjúkdómum. Í nýja Atkinskúrnum hefur vægi grænmetis verið aukið verulega. Egg á morgnana Egg, baunir, hnetur og fræ veita ýmis næringarefni, s.s. prótín, vítamín og steinefni. Egg eru góðir B-vítamíngjafar og E vítamín má finna í fræjum. Í nýja Atkinskúrnum er lögð áhersla á egg eins og áður og þá helst soðið. Lárperu sem meðlæti og snarl Lárpera er mikið notuð sem meðlæti og snarl. Sérstaklega með hádegisréttinum og þá með meira grænmeti, til að mynda rauðri papríku. Hún er mjög auðug af einómettaðri fitu eins og ólífuolían. hreyfing. Ég borðaði mikið af skyndi- bita í hádeginu og af sætindum á kvöldin. Ég hugsa að það sé algengt meðal unglinga og á þeim árum ríkir mikil skyndibitamenning.“ Anna Lind ákvað að gera eitthvað í sínum málum og skráði sig á nám- skeið hjá Dansrækt JSB sem kallast Taktu þér tak! „Námskeiðið reyndist vera afskaplega gott,“ segir Anna. „Við vorum vigtaðar í hverjum tíma sem reyndist góð hvatning. Mér var það mikilvægt að hafa lést eitthvað í hvert skipti sem ég steig á vigtina. Við feng- um fræðslu um mataræðið og ég var dugleg að fylgja ráðleggingum um það. Ég borðaði oft hrökkbrauð með kotasælu og kjúklingaskinku, nóg af grænmeti og salati, kjúklingabringum og fiski. Ég hugsa að það sem gerði það að verkum að árangur- inn kom eins fljótt og hann gerði sé að ég synti einn kíló- metra eftir hverja æfingu.“ Anna Lind segist trúa því að til þess að ná árangri þurfi átakið að vera nokkuð mikið í byrjun. „Það er erfitt að byrja að breyta lífi sínu og halda sínu striki, það geng- ur aðeins upp ef viljinn er sterkur og maður kemst yfir það að vilja gefast upp og lifa í afneitun.“ Geislar af heilbrigði Anna Lind á í dag grannan og sterkan líkama sem hún hugsar vel um. Anna Lind Björnsdóttir Eins og er eru ekki nægar vís- indalegar sannanir til að svara því hvort aspartam er al- gjörlega skaðlaust. Aspartam virðist þó ekki auka hættu á krabbameini. Rannsóknir hafa sýnt að langvarandi notk- un á aspartam geti valdið höf- uðverk hjá fólki sem á vanda til að fá mígreni. Sætuefnið aspartam Skaðlaust? Ummig.is er ný heimasíða sem ætluð er börnum, ung- lingum og foreldrum þeirra. Heimasíðan er einn stór gagnagrunnur með upplýs- ingum um mestallt sem við- kemur líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu unglinga. Síðan verður opnuð formlega í dag klukkan 14:30. Ný heimasíða um heilsu Um mig.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.