24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir LÍTTU Í EIGIN BARM Sýndu stuðning þinn í verki og settu slaufu í barminn bleikaslaufan.is 0 8 -1 8 4 8 / H V ÍT A H Ú S Ð I / S ÍA Rannsóknarfarið Fönix, sem rannsakað hefur plánetuna Mars undanfarna mánuði, varð vart við snjókomu á þriðjudag, að sögn vís- indamanna hjá bandarísku geim- ferðastofnuninni NASA. Leysibúnaður sem skoðar sam- spil lofthjúps og yfirborðs plánet- unnar varð var við snjó sem féll úr skýjum 4 kílómetra yfir Fönixin- um. Snjórinn bráðnaði áður en hann náði að falla til jarðar. „Ekkert í líkingu við þetta hefur áður sést á Mars,“ segir Jim Whi- teway við York-háskólann í To- ronto, sem stýrir hópnum sem sér um leysibúnaðinn. „Nú munum við leita vísbendinga um það hvort snjórinn nær jafnvel að falla alla leið niður.“ andresingi@24stundir.is Nýjar uppgötvanir á nágrannahnöttum Fönixinn sér snjó falla á Mars Með því að skipta nauta- og lambakjöti út fyrir kengúrukjöt getur ástralskur almenningur lagt lóð sín á vogarskálarnar í barátt- unni gegn hlýnun jarðar. Þetta seg- ir hagfræðingurinn Ross Garnaut, sem er helsti ráðgjafi forsætisráð- herra Ástralíu í loftslagsmálum. Garnaut kynnti ríkisstjórninni nýverið ítarlega skýrslu þar sem hann bendir á leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Meðal þess sem hann mælir með er að fækka nautgripum og sauðfé, en báðar tegundir losa talsvert met- angas. Segir hann kengúruna vera góðan kost í stöðunni, þar sem hún losi nánast ekkert metangas. „Í mestallri sögu byggðar í Ástr- alíu – um 60.000 ár – hefur keng- úran verið meginuppspretta kjöts. Hún getur aftur skipað mikilvægan sess,“ segir Garnaut. Leggur hann til að á næstu tólf árum verði keng- úrum fjölgað úr þeim 34 milljón- um sem þær eru í dag í 240 millj- ónir til að mæta aukinni eftirspurn. andresingi@24stundir.is Ástralar hvattir til að breyta neysluvenjum Kengúruát til varn- ar umhverfinu Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Foreldrar sem reykja nálægt börn- um sínum hætta á að gera þau háð nikótíni. Þetta kemur fram í rann- sókn kanadískra vísindamanna, sem birtist í vísindaritinu Addictive Behaviors. Rannsóknin fól í sér að spurningalistar voru lagðir fyrir 1.800 börn á aldrinum 10 til 12 ára í 29 skólum í Quebec. „Þar sem börn urðu fyrir óbein- um reykingum í nokkrum mæli, hvort heldur sem er á heimilum eða í bifreiðum, reyndust vera auknar líkur á því að börn lýstu einkennum þess að vera háð nikó- tíni,“ segir Jennifer O’Loughlin, einn rannsakendanna. „Þau sögð- ust vilja reykinn og þurfa hann – að þau væru líkamlega og andlega háð.“ Eitt af hverjum tuttugu „Athugun okkar leiddi í ljós að 5% barna sem aldrei höfðu reykt sígarettu, en höfðu orðið fyrir óbeinum reykingum, lýstu ein- kennum þess að vera háð nikótíni,“ segir Matieu Bélanger, sem stýrði rannsókninni. O’Loughlin segir hópinn hafa byggt á niðurstöðum fyrri rann- sókna. „Óbeinar reykingar geta valdið einkennum sem líkjast nikó- tínfráhvarfi: depurð, svefntruflun- um, skapstyggð, kvíða, óróa, ein- beitingarskorti og aukinni matarlyst.“ Aðgerðir og rannsóknir þarf Bélanger tekur fram að ekki hafi verið sýnt fram á orsakasamband. „Til þess þarf frekari rannsóknir. En þetta ætti að vera foreldrum umhugsunarefni.“ Rannsakendurnir hvetja til þess að gripið sé til aðgerða gegn óbein- um reykingum barna. „Niðurstöð- urnar sýna fram á nauðsyn þess að hið opinbera hvetji til þess að ekki sé reykt í návist barna, auk þess að koma í veg fyrir að reykt sé í bif- reiðum sem börn eru í,“ segir O’Loughlin. Börn smitast af fíkn foreldra  Hluti þeirra barna sem verða fyrir óbeinum reykingum lýsir ein- kennum nikótínfíknar, samkvæmt kanadískri rannsókn ➤ Um 1.800 börn á aldrinum 10til 12 ára tóku þátt í rann- sókninni. ➤ Þau voru spurð ýmissa spurn-inga um heilsu sína. ➤ Um 5% barnanna lýstu ein-kennum nikótínfíknar. RANNSÓKNIN Smitandi? Foreldrar geta verið að koma nikótínfíkn yfir á börn sín með því að reykja nálægt þeim. Mynd/Getty Images Rússneski auðkýfingurinn Alex- ander Lebedev og Mikhaíl Gor- batsjov, fyrrverandi leiðtogi Sov- étríkjanna, hyggjast stofna nýjan stjórnmálaflokk, eftir því sem Lebedev segir. Hefur flokkurinn hlotið nafnið Óháði lýðræðis- flokkurinn til bráðabirgða. Í yfirlýsingu segir Lebedev að hugmyndin sé frá Gorbatsjov komin. „Gorbatsjov átti frum- kvæðið. Hann veitti þjóðinni frelsi, en við höfum ekki lært að nýta okkur það.“ Tvímenningarnir stóðu árið 2006 að kaupum á 49% hlut í dag- blaðinu Novaya Gazeta, sem hef- ur lengi gagnrýnt stjórnvöld í Kreml. Segist Lebedev vonast til þess að stjórnmálaflokkurinn geti unnið gegn þeirri ólýðræðislegu þróun sem hann telur hafa orðið í stjórn landsins. aij Gorbatsjov aftur í stjórnmál Vísindamenn við Háskólann í Oxford hafa fundið vísbendingar um að trú fólks geti deyft sárs- aukaupplifun þess. Hópi fólks voru sýnd tvö málverk áður en það fékk rafstuð. Annað mál- verkið var af Maríu mey, en hitt var portrettmynd af hefðarmey. Kaþólikkar í hópnum skynjuðu 12% minni sársauka en hinir trú- lausu þegar þeir höfðu Maríu- myndina fyrir framan sig. aij Trú fólks deyfir sársauka Lögreglan á Spáni hefur hand- tekið 121 mann í því sem sagt er vera stærsta barnaklámsmál í sögu landsins. Milljónir mynda fundust í tölvum sem gerðar voru upptækar. Hinir handteknu til- heyra hóp á netinu sem talið er að teygi anga sína til 75 ríkja. aij 121 tekinn með barnaklám

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.