24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 28
Nýr danskur þáttur mun hefja göngu sína á RÚV í lok október sem ber heitið Nynne. Um er að ræða sjónvarpsdrama með gam- ansömu ívafi sem unnið er af því hæfileikafólki sem hefur framleitt verðlaunaseríur fyrir Danmarks Radio, en DR hefur á undan- förnum árum sent frá sér margar gæðaseríur svo sem Unit one, Nikolaj & Julie, Örninn, Önnu Pihl og fleira. Nynne-þættirnir eru gerðir eftir samnefndri bíómynd sem gekk mjög vel í Danmörku og má segja að efnistök minni á hina geysivinsælu Dagbók Bridget Jon- es. rs@24stundir.is Nýr danskur þáttur Dönsk Bridget Jones 28 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir Ragnhildur Sigurðardóttir rs@24stundir.is Erna Hrönn Ólafsdóttir er Akureyr- ingur en ólst upp í Eyjafjarðarsveit. Hún er enginn nýgræðingur á sínu sviði því hún hefur lært söng frá 9 ára aldri. „Það var mikið sungið heima í sveitinni og svo lærði ég í Tónlistaskóla Eyjafjarðar til 19 ára aldurs,“ segir Erna. Hún segir söng- nám sitt hafa verið klassískt, allt frá íslenskum sönglögum til ítalskra óp- eruaría. „Með tímanum fann ég svo að dægurtónlist átti betur við mig.“ Erna segir að hún hafi verið nýflutt til Reykjavíkur þegar félagi hennar Gunnar Þorsteinsson trommuleik- ari hafi beðið hana að stofna með sér hljómsveit. „Úr varð hljómsveit- in Bermuda og fyrr en varði vorum við farin að troða upp út um allt land,“ segir Erna. Hún segir þau einnig hafa byggt sitt eigið stúdíó þar sem þau tóku upp plötur og æfðu. Leiðir þeirra Bermudafélaga skildu þó nýverið og eins og frægt er orðið tók Erna Hrönn að sér hlut- verk söngkonu í Singing Bee og singur þar með Hljómsveitinni Buff. Skemmtir sér konunglega Aðspurð hvort sé mikill munur að koma fram í sjónvarpi eða á tónleik- um segir Erna að það sé ósköp svip- að. „Uppi á sviði leiðir maður lítt hugann að því að hvort myndavélin sé á manni eður ei. Það er bara svo ótrúlega skemmtileg upplifun að vera á sviði, í raun er maður að skemmta sjálfum sér um leið og maður skemmtir öðrum,“ segir Erna. Aldrei dauð stund Erna segir Singing Bee-starfið hafa komið upp á mjög heppilegum tíma. „Ég lærði óskaplega mikið á tónleikaferðum mínum en það tek- ur líka á að sameina þær fjölskyldu- lífinu,“ segir Erna sem er tveggja barna móðir. „Maðurinn minn á líka 3 börn fyrir og allur hópurinn er á skólaaldri,“ bætir hún við. „Að- spurð hvort það sé ekki erfitt að vera fimm barna móðir og sjón- varpsstjarna segir hún að vissulega sé mikil „aksjón“ í kringum sig. „Ég er samt svo ástfangin að þetta er bara yndislegt,“ bætir hún við og hlær. Hún er þó ekki að baki dottin og er aukinheldur að vinna BA-rit- gerð í táknmálsfræðum svo það er óhætt að segja að aldrei sé dauð stund hjá söngkonunni. Syngur í Singing Bee Erna Hrönn nýtur sín í sjónvarpi. Erna Hrönn Ólafsdóttir syngur í Singing Bee Tjáir sig með söng og táknmáli Erna Hrönn Ólafsdóttir ætti að vera lands- mönnum góðkunn enda hefur hún undanfarið þanið sína fögru rödd í sjónvarpsþættinum Sing- ing Bee sem sýndur er á Skjá einum. ➤ Erna var ekki ókunn með-limum hljómsveitarinnar Buff. Þau kynntust fyrst í Hemma Gunn-þætti. ➤ Buff spilaði líka með Ernu íforkeppni Eurovision og hún og Pétur Örn Guðmundsson hafa einnig unnið saman í Laugardagslögunum á RÚV. ➤ Erna kemur einnig víða ann-ars staðar fram. Um þessar mundir er hún til að mynda að syngja dúett inn á plötu með Klaufunum og mun koma fram sem bakrödd í Madonnusýningunni á Brodway. ERNA HRÖNN Leikarinn Lillo Brancato Jr. sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttun- um Sopranos mun fara fyrir rétt í næsta mánuði vegna morðmáls. Fórnarlambið er lögregluþjónn sem skotinn var til bana árið 2005. Lögregluþjónninn mun hafa kom- ið að Matt og félaga hans Steven Armento við innbrot með ofan- greindum afleiðingum. Voru þeir félagar að leita að læknalyfjum og kveðst Matt ekki hafa vitað að fé- lagi hans væri vopnaður en hann er talinn hafa skotið banaskotinu. Matt Brancato Jr. varð fyrst þekktur fyrir hlutverk sitt í A Bronx Tale frá árinu 1993 þar sem hann lék á móti Robert De Niro og kom fram í þónokkrum myndum áður en hann birtist í Sopranos þar sem hann lék unga mafíósann Matt Bevilacqua. rs@24stundir.is Sopranos-leikari ákærður fyrir morð Lífið hermir eftir listinni Nú í vetur mun Ríkissjónvarpið taka til sýningar 10. þáttaröðina af Aðþrengdum eiginkonum. Áhorf- endur voru heldur betur skildir eftir í lausu lofti í lok síðustu seríu er þeir fengu rétt í svip að skyggn- ast inn í framtíðina og fá for- smekkinn af lífi þeirra stallna fimm árum síðar. Öllu virtist hafa verið kollvarpað, Orson og Bree, tekin aftur saman, Lynette glímdi við afbrotaunglinga og rúsínan í pylsuendanum, hin sjálfsupptekna ofurgella Gabrielle var orðin þreytuleg húsmóðir sem var í mestu vandræðum með óþekka dóttur sína. Spennandi verður því að fylgjast með framhaldinu í þess- ari svörtu grínseríu sem leitast við að líkja eftir sápuóperum en er þó um leið að skopast að því formi. Þó mætti einnig segja að þættirnir séu þjóðfélagsádeila þar sem undir fullkomnu yfirborði úthverfalífsins ríkir spilling, svik og glæpir. Hvort bruninn í Universal- myndverinu hefur sett lífið á Dul- úðarstræti úr skorðum skal ósagt látið, en í sumar brann stór hluti myndversins. Hitt er þó víst að Universal-menn ættu ekki að vera í miklum vandræðum með að end- urbyggja leikmyndina enda eru þeir þekktir fyrir að byggja upp eft- irlíkingar af heilum hverfum úr öðrum borgum. rs Úthverfalífið Aðþrengdar eiginkonur aftur á skjáinn LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Það er bara svo ótrúlega skemmtileg upplifun að vera á sviði, í raun er mað- ur að skemmta sjálfum sér um leið og maður skemmtir öðrum. sjónvarp

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.