24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 23
24stundir FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 23 ● Lýðheilsa Félag lýðheilsu- fræðinga boðar til fundar í dag kl. 8 á Grand Hóteli í Reykjavík. Sjónum verður beint að framtíð lýðheilsu í íslensku og al- þjóðlegu samhengi. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra ávarpar fund- inn. Dóra Guðrún Guðmunds- dóttir, aðstoðarmaður forstjóra Lýðheilsustöðvar, fjallar um heilsustefnu Íslendinga og Guð- jón Magnússon, prófessor við HR, fjallar um framtíð lýðheilsu í alþjóðlegu samhengi. Einnig munu Inga Dóra Sigfúsdóttir, forseti kennslufræði- og lýð- heilsudeildar Háskólans í Reykjavík, og Unnur Anna Valdimarsdóttir, forstöðumaður námsbrautar Háskóla Íslands í lýðheilsuvísindum, fjalla um áherslur skólanna á menntun í lýðheilsu. ● Sígilt Klassík í hádeginu er tónleikaröð sem haldin verður í Gerðubergi og Von frá október og fram í mars. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari stend- ur fyrir verkefninu í samstarfi við Gerðuberg og SÁÁ. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 2. og 3. október n.k. kl. 12:15 í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi á fimmtudeginum og endurteknir í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti, á föstudeginum. Þar munu Nína Margrét og Arnþór Jónsson sellóleikari flytja verk Weberns og Brahms. Miðaverð er 2000 kr. og 1000 kr. fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja. Gestum gefst kostur á að snæða hádegisverð og því tilvalið fyrir hópa að panta veitingar fyrirfram. ● Afl í Sjalla Styrktartónleikar Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norður- landi, verða í Sjallanum á Ak- ureyri. Margir tónlistarmenn munu leggja Aflinu lið og má nefna Hvanndalsbræður, Hund í óskilum, Sigga kaptein, Eyþór Inga, Einar Ágúst, Helga og hljóðfæraleikarana, Umsvif og Sniglabandið. Skúli Gautason er kynnir. Aflið er 6 ára gömul grasrótarsamtök þar sem öll vinna hefur verið að mestu í sjálfboðavinnu, en nú er svo komið að þörfin krefst þess að starfsemi Aflsins breiði úr sér. Styrktartónleikar Aflsins hafa þróast í það að verða árviss at- burður. Húsið verður opnað kl. 20.30 og hefjast tónleikarnir stundvíslega 21.21. ● Evrópa í umræðu Starfs- greinasamband Íslands og Sam- tök iðnaðarins efna til ráðstefnu um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku evru á Hilton Reykjavík Nordica hótel í dag kl. 13:30. Daniel Valtakari frá Industri anställda i Norden fjallar um hvaða áhrif aðild Finnlands að ESB hefur haft, Aðalsteinn Leifsson, lektor og forstöðumaður MBA-náms í Háskólanum í Reykjavík, fjallar um hvað myndi raunverulega breytast við aðild að Evrópu- sambandinu í ljósi þess hve langt við erum í raun komin í Evrópusam- runanum. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ fjallar ýtarlega um áhrif upptöku evru á launafólk á Ís- landi. Náttúru, menningu og mann- lífi í Ekvador verða gerð góð skil á menningarhátíð í Kópavogi sem tileinkuð er hinu fjarlæga landi. Margt verður til gamans gert. Í anddyri á jarðhæð Safnahúss Kópavogs verður sýning á vegum Bókasafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs tileinkuð náttúru Ga- lapagos og menningu frumbyggja á meginlandi Ekvadors. Kynning verður á menningu, náttúru og ferðamennsku í Ekvador og Ga- lapagos í Salnum 9. nóvember en þar tala Ari Trausti Guðmunds- son, rithöfundur og jarðfræðing- ur, og Hafdís Hanna Ægisdóttir líffræðingur. Við sama tilefni verður sýnd heimildarmyndin Ævintýralandið Ekvador – nátt- úruparadísin Galapagos. Í Vetr- argarðinum í Smáralind verður kynning á menningarhátíðinni nk. sunnudag en þar koma fram félagar úr dansflokknum Jacchi- gua, Skólakór Kársness og Skóla- hljómsveit Kópavogs sem flytur taktfasta hljóma frá þessum heimshluta. Menningarhátíð í Kópavogi framundan Ævintýri í Ekvador a Flytur taktfasta hljóma frá þessum heimshluta. Þótt grænmetistegundunum sem Íslendingar borða nú hafi fjölgað verulega miðað við það sem áður var hefur grænmetisneyslan ekki aukist að sama skapi. Rófur voru nefnilega oft á borðum hér á landi þegar tegundirnar voru færri. Rófurnar í innkaupakerrunni voru settar í poka ásamt öðrum matvælum sem skjólstæðingar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur fengu í gær. Eftir að efnahagsástandið versnaði hefur skjólstæðingum Mæðrastyrksnefndarinnar fjölgað. Matarúthlutun hjá Mæðrastyrksnefnd Rófur í salat og stöppu 24stundir/Golli Í GEGNUM LINSUNA FRAMUNDAN 02.10

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.