24 stundir - 02.10.2008, Page 11

24 stundir - 02.10.2008, Page 11
24stundir FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 11 Bandaríkjaher hóf í gær að færa umsjón með um 100.000 Írökum sem barist hafa gegn al-Qaeda í hendur Íraksstjórnar. Sveitirnar sem nefnast „Synir Íraks“ hafa aðstoðað Bandaríkjaher við að stemma stigu við ofbeldi í land- inu frá lokum árs 2006. Er þeim þakkaður hluti þess árangurs sem náðst hefur í friðarátt frá þeim tíma. Fyrsti hluti yfirfærslunnar er 54.000 menn sem staðsettir eru í höfuðborginni Bagdad. Þeim mun berast fyrsti launaseðillinn frá Íraksstjórn í lok þessa mán- aðar. Þörf fyrir vopnaðar sveitir á borð við Syni Íraks er talin hafa minnkað að undanförnu, þannig að stjórnvöld gera ráð fyrir að að- eins 20% þeirra verði hluti af ör- yggissveitum landsins. Til stend- ur að finna hinum borgaraleg störf á vegum hins opinbera. Abu Safa’a, einn leiðtoga hópsins, óttast þá ráðagerð. „Ég hef áhyggjur af þeim sem ekki fara í öryggissveitirnar. Þeir verða skot- mörk fyrir al-Qaeda.“ aij Sonum Íraks komið til Íraksstjórnar Myndir/AFPÁ verði Meðlimur í Sonum Íraks gætir leikvallar í Bagdad, þar sem börn léku sér á Eid al-Fitr, þegar lokum föstumánaðarins ramadan er fagnað. Leikur Breski sendiherrann á Srí Lanka bauð ríflega 100 börnum til heimilis síns í Kólombó í gær, í tilefni af alþjóðadegi barna. Afmæli Bæjarstarfsmaður hreinsaði styttu af Mahatma Gandhi í gær, en Indverjar fagna því í dag að 139 ár eru liðin frá fæðingu hans. Haustlitir Sumarið er að baki í Berlín í Þýskalandi. Ferðamenn þurftu að skýla sér undir regnhlífum og hiti fór niður í 15°C. Þjóðhátíð Kýpverjar fögnuðu 48 ára sjálfstæði eyjunnar í gær, meðal annars með her- sýningu í höfuðborginni Níkósíu. ÁSTAND HEIMSINS frettir@24stundir.is a Ég hlakka til þess að starfa fyrir Íraksstjórn og myndi helst vilja ganga í lögregluna. Firaz Abdullah, 19 ára meðlimur Sona Íraks

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.