Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 47

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 47
ur, nemur staðar um leið og ég, einbeittur á svip. Hvað get ég gert? Mér kemur í hug áætlun, sem mér líst vel á og ákveð strax að hrinda henni í fram- kvæmd. Ég ætla að hlaupa hann af mér, auðvitað átti ég að gera það strax, en betra er seint en aldrei. Ég stytti í veiðitöskunni, gríp þétt utan um veiðistangirnar með annarri hendi, geri áætlun um hvaða leið ég skuli hlaupa, dreg andann nokkrum sinnum djúpt, hleyp af stað, en rek um leið upp öskur eins og ég hef heyrt til kú!u- og spjótkastara. Nokkrar gæsir fljúga upp með hræðslu- gargi, lömb hlaupa til mæðra sinna, hrossin hætta að bíta og líta upp. Svo dunar jörðin undan átökum fóta minna. Mér miðar vel áfram, lít ekki við, er viss um að hraði, öskur og sveifla veiði- stanganna auk þess, sem veiðitaskan flags- ast um og lemst í bak og brjóst, þetta hlýt- ur að rugla Bósa svo í ríminu að hann hætti eftirförinni. Eftir góðan sprett koma skilaboð frá heil- anum til fótanna. „Stoppið strax.” Hjart- sláttur minn er orðinn ákafur, ég get ekki meira, stend á öndinni. Ég snarstoppa, en um leið kemur Bósi á fullri ferð nær ekki að stöðva sig, rekst utan í mig þannig að ég dett á milli þúfna og skorðast þar af, undrandi, lafmóður, ör- þreyttur. Ut undan mér sé ég að Bósi leggst nið- ur, virðist líka þurfa að blása úr nös. Þegar við höfum báðir kastað mæðinni, rís hann upp, kemur til mín og nú þefar hann af fötum mínum frá toppi til táar, andlit mitt er grandskoðað, andardráttur hans kitlar mig í framan stígvélin, veiðitask- an, allt virðist vekja forvitni hans. Hann þefár eins og hann sé að leitast við að ráða gátur lífsins, svo alvarlega gengur hann að verki, gat verið að ég hafi séð sigurglampa hefði bregða fyrir í augum hans? Svo leggst hann niður rétt innan seil- ingar. Hver myndi trúa því að hér lægjum við, ég og stór hrútur, langt inni í landi. Mikið væri gaman að vita hvað hann er að hugsa? Hvað er ég að hugsa? Mér finnst notalegt að hafa hann svona nærri. Hann er vinur hér í þögninni, veitir hjartanu gleði án orða, einhver óskiljanleg, ósýnileg bönd hafa orð- ið til milli okkar. Falleg og góð í heimi, sem þekkir ekki og veit ekki um fögnuðinn sem fylgir því að lifa ævintýri eins og ég í dag. Hér inn til heiða ríkir lífið og fegurðin. Tíminn stendur kyrr. Eftir góða hvíld rís ég á fætur, það er stutt í fyrsta hylinn. Bósi lætur ekki á sér standa og eltir mig. Nú læt ég það óátalið. Þurrfluga er reynd, agnið blekkir og brátt liggja nokkrar bleikjur á árbakkanum. Bósi stendur svo nærri að ég á í erfiðleik- um með að kasta flugunni, en þótt ég leit- ist við að bægja honum frá, er hann strax kominn aftur. Hann eltir mig til þeirra veiðistaða sem ég vitja og fylgist grannt með mér við veið- ina. Það líður á daginn. Tólf fiskar komnir í töskuna. Orðin „vertu ekki Iengi” toga í mig. Ég held af stað heim, fylgi árbakkanum. Ain líður áfram, ýmist breiðir hún úr sér og þá speglast í henni hvít ský og blár him- inn eða hún þrengist og þá veita eyrar, stein- ar og bakkar viðnám og í þeirri iðu verða til hvítar rastir og boðar, þar sem smáir regnbogar verða til. Þessi fegurð, þrengir sér inn í huga, sál og hjarta, verður að þakklæti til Drottins fyrir að hafa fengið að fæðast og lifa í þessu landi, ég skil það ekki og veit að ég mun aldrei skilja það, en ég þakka Drottni. Það rifjast upp fyrir mér síðasta ferð mín erlendis, heimþráin fór hamförum, þá ósk- aði ég mér þess að landið mitt saknaði mín eins heitt og ég saknaði þess. Ég heyri rödd þess hvísla. „Ég er landið þitt, þú átt mig, ég á þig, ég vil umfaðma þig með fegurð minni, hrjúfri mjúkri, kaldri, heitri og við brjóst mitt skalt þú hvíla að lokum.” Brátt er ég kominn að þjóðveginum, enn- þá eltir Bósi, er aldrei langt undan. Ég opna hliðið og skil hann eftir utan þess, þar stendur hann, horfir á mig gegnum rimlana og svo jarmar hann. Undarleg áhrif hefur það á tilfinningar mínar, þetta mál vinar míns. Brátt sýður í potti húsfreyju, rauð bleikj- an er lystug, með nýjum kartöflum og smjöri. Að loknum kvöldverði tek ég sjónaukann og beini honum upp að hliði. Þar stendur hann enn og mænir gegnum rimlana. Höfundur er starfsmaður Háskóla íslands. Augun og vængirniryf- ir inngangnum seija sér- stæðan svip á kirkjuna ásamtþaksvipnum og turninum. Ný kirkja Kór kirkjunnar er jafn sérstædur og allt annað. Neðst eru gluggar þar sem sést út, en ofar er allt lukt og kirkjan sjálf og allt innanstokks er úr timbri. 1 Ungverjalandi Hluti af vængnum, sem umlykur aðaldyrnar. lauk. Kirkjan var byggð í Siofok á bakka Balaton-vatns, þar sem eru þekktir og vinsælir ferðamannastaðir. Nú glymur þar hin alþjóðlega síbylja, og því þótti gott til mótvægis að heimamenn og gestir gætu ef þeir vildu átt hljóðar stundir í guðshúsi. Söfnuðurinn naut styrkja frá lúthersk- um söfnuðum á Norðurlöndum og í Þýzka- landi og ráðinn var einn þekktasti arki- tekt Ungveija, Imre Makovecz, til að teikna kirkjuna. Fyrir utan brúnt flísaþak er kirkjan að öllu leyti úr tré og ýmislegt er þar óhefðbundið, svo sem eftirlíking fuglsvængja - einnig úr tré- yfir inngang- inum. Þeim er haldið uppi af sveigðum límtrésbitum, sem mynda umgjörð um „augu” og suraum þykir það uppátæki dálítið Disney-legt. I stað altaristöflu er einskonar tréskúlptúr á bak við altarið og uppi á honum er tréstytta af Kristi. En myndirnar lýsa þessu raunar betur en orð. GS. Kristni átti erfitt uppdráttar í Ungverja- landi eins og annarsstaðar þar sem komm- únistar réðu lögum og lofum. Starfsemi kirkjunnar var að vísu ekki eins og í Pól- landi, þar sem alls ekki reyndist unnt að knésetja hana, en í Ungveijalandi störfuðu engu að síður bæði kaþólskir og lúthersk- ir söfnuðir. Það var reyndar lútherskur söfnuður sem réðist í að byggja þessa sérstæðu kirkju, sem hér eru myndir af, en það gerðist ekki fyrr en áþján kommúnsista Hefðbundnir kirkjubekkir, en útlit þeirra er í samræmi við annað í kirkjunni og hefur sinn svip. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 47

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.