Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 20
Framhliðin á sýningarhúsi Hrefnu. Listhöndlarinn Hrefna Jónsdóttir 16 ára. Síðan fór ég nokkrum sinnum til Noregs til að vinna á fjallahótelum, en það taldist til nýlundu í byijun sjöunda áratugar- ins að unglingar færu út í lönd til sumar- starfa. Allar þessar reisur kveiktu í mér og eftir það var eiginlega ekki aftur snúið. Mér fannst tími til kominn að vera sjálfstæð og hélt því til náms við Húsmæðraskólann í Reykjavík, þar sem ég dvaldist í einn vetur. Þaðan lá leiðin yfir í. Hjúkrunarskólann, en eftir eitt og hálft ár sá ég að þetta starf átti ekki við mig. Um svipað leyti lést faðir minn, Jón Jónsson vélstjóri frá Steig í Mýr- dal, af slysförum og ég fór aftur út til Eyja til að hjálpa systur minni og móður, Halldóru Jónsdóttur, að flytja til Reykjavíkur. Þegar í land kom var ég svo eitthvað viðloðandi hjá Snæbirni í enskudeildinni. Mér fannst andrúmsloftið heima á íslandi ekki nógu örvandi og þurfti að sjá fleiri hluti. Ég lagði því land undir fót og hélt til Frankfurt til að læra þýsku, sótti þar kvöld- skóla og hafði svo ofan í mig og á með bók- bindingu á daginn. Eftir tveggja ára fjarveru og ferðalög þvers og kruss um alla Evrópu snéri ég aftur heim og vann þá í gestamóttök- unni á Hótel Holti næstu tvö árin. En það kom aftur leiði í mig og ég vildi út til að kynna mér umheiminn betur. Það er dálítið skrítið að hugsa til þess, en þegar ég var lítil sýndi ég mömmu einu sinni mynd af Empire State-skýjakljúfmum á Manhattan og sagði henni að mig langaði í framtíðinni til að búa þama. Hún gaf lítið út á það. Þangað var förinni nú samt heitið og innan skamms átti ég eftir að vinna einmitt í þess- ari byggingu og það í nærri áratug. Ég fór til New York árið 1968 til að læra ensku og vann sem „au pair” stúlka hjá ágætis fólki á Upper East Side. Einhvern veginn hafði ég á tilfmningunni að ég væri alfarin, sagði samt öllum að ég væri bara að fara út yfir sumarið. Ég snéri aldrei aftur til baka.” Keypti Gallerí Fyrir 65 ÞúsundKrónur „New York féll mér eins og skot í geð. Mannlífið er með afbrigðum litskrúðugt og margt fróðlegt að skoða og sjá. Ég stundaði galleríin og söfnin stíft í öllum frístundum og langaði oft til að geta eytt meiri tíma innan um listina en við var komið. Það að Inýlegu tölublaði hins vinsæla listtímarits „Artnews” gefur að líta heilsíðuauglýsingu á farandsýningu ísraelska málarans David Schneuers (1905-1988). Að sýningunni standa átta gallerí, þar á meðal eitt sem sker sig úr sökum nafngiftar: „Hrefna Jonsdott- Hrefna Jonsdottir Gallery er í Lambertville í New Jersey, skammt frá Princeton-háskólanum. Hrefna sýnir einkum verk listamanna í héraðinu, en hefur nú hug á að koma íslendingum á framfæri. Eftir HANNES SIGURÐSSON ir Gallery” á 24 Bridge-stræti í Lambertville, New Jersey. Fyrir neðan heimilisfangið er gefið upp símanúmer og ég þríf strax upp tólið til að kanna málið. Jú, jú, það passar. Manneskjan er rammíslensk. Hrefna segist hafa búið í Bandaríkjunum í rúmlega tuttugu ár, reka bæði gallerí og innrömmunarverk- stæði og sérhæfa sig í listaverkum sem unn- in eru á pappír. Röddin er mild og yfirveguð og það vottar fyrir sterkum ameriskum hreim. Upp úr kafínu kemur að hún er búin að vera í galleríbransanum í meira en áratug og greinilega flestum hnútum kunnug. Það er því ekki eftir neinu að bíða og ég panta viðtal með hraði, helst morguninn eftir. Þetta hentar Hrefnu ágætlega því að helgamar eru henni annríkasti tíminn. Það er dýrðarinnar dagur. Við ókum eftir rólegum sveitaveg til Lambertville, sem er skammt frá Princeton-háskólanum. Lamb- ertville, fræðir hún mig á leiðinni , er lítið sveitaþorp með um 12 þúsund íbúum. Það liggur að Delaware-ánni sem skilur New Jersey frá Pennsylvaníu og er þekkt fyrir góða veitingastaði og gallerí. Ríka fólkið á Manhattan, bætir hún við, kemur hingað út eftir til að slappa af í sumarvillunum sínum. Við erum ekki búin að ná að sökkva okkur mikið dýpra í landafræðina þegar bíllipa. rennir í hlað. Þetta er hinn notalegasti stað- ur. Hrefna fer fýrst með mig á innrömmunar- verkstæðið þar sem tveir starfsmenn vinna hörðum höndum við að koma myndum undir gler. Yfír þeim messar séra Hallgrímur Pét- ursson sálmaskáld. Hann hangir á veggnum. Fyrir innan verkstæðið er íbúðarhús Hrefnu. Eftir að hafa skoðað mig þar um og dásam- að gamalt olíumálverk eftir Einar Jónsson, sem foreldrar hennar fengu í brúðargjöf, höldum við út í gallerí. í fremri salnum hanga myndir til sýnis, en fýrir innan er afgreiðslu- borð og rammasala. Hrefna kynnir mig fyrir hjálparhellu sinni, listakonunni Lisu Gladden, og ég pumpa kumpánlega á henni spaðann. Uppi á lofti fyrir ofan galleríið er einkaskrif- stofa Hrefnu. Við komum okkur notalega fyrir í henni og fáum okkur glas af Selzer. Hún býður mér ekki upp á kaffi. VlLDI BÚA í EMPIRE STATE Byggingunni Þegar HÚN YrðiStór Það er rétt að byija á byijuninni; fæðingar- staður, ætt og bernska. „Ég fæddist árið 1941 í Vestmannaeyjum og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Áhugi minn á myndlist vakn- aði þegar ég var lítil stelpa og ég er viss um að ef ég hefði alist upp annars staðar hefði ég orðið listakona. Þó hafði ég góða og hvetj- andi teiknikennara í barnaskóla og minnist ég sérstaklega Páls Steingrímssonar í því sambandi. Hugurinn var samt reikandi og ég fann fyrir mikilli útþrá. Fyrsta utanlands- reisan mín var til Englands á skátamót og fannst mér það mikið upplifelsi. Þá var ég Hrefna Jónsdóttir ég ætti einhvem tíma eftir að geta helgað henni starfskrafta mína var þá fjarstæður draumur. Eftir að hafa unnið í rúmt ár sem „au pair” fékk ég mér lögfræðing og varð mér úti um atvinnuleyfi, eða græna kortið eins og það er kallað hér. Ég var mjög hepp- in því þetta var rétt áður en að innflytjenda- lögin voru hert og landinu var nánast lokað miðað við það sem áður var. Með þetta kort upp á vasann var ég ráðin sem skjalavörður við mjög stórt fyrirtæki sem sérhæfír sig í ferðatöskum og hefur skrifstofu til húsa í Empire State byggingunni. Þegar ég ákvað að hætta þar vinnu um tíu árum síðar hafði mér tekist að vinna mig upp í deildarstjóra. Ég var orðin dálítið þreytt á New York og vildi komast út fyrir borgina. Einnig ákvað ég að slíta margra ára ástarsambandi og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.