Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 9
Upphaf Viðeyj arklausturs Erindi flutt í Yiðey og Reykholti á 750. ártíð Snorra Sturlusonar 23. september 1991 Viðey - þar sem myndarleg viðreisn hefur nú átt sér stað Klaustrið hefur trúlega verið sett á messudegi heilags Ágústínusar, 28. ágúst 1225, enmáldagi þess hefur svo sennilega verið kynntur á næsta Alþingi, sem ekki var fyrr en sumarið 1226. Þá var Snorri lögsögumaður og hefur því væntanlega lesið máldagann upp til þinglýsingar. Þorvaldur Gissurarson frá Haukadal var þar fyrst forstöðumaður án titils, en fyrsti príor í Viðeyjarklaustri er Styrmir Kárason hinn fróði, lögsögumaður og mikill sagnamaður. EftirÞÓRI STEPHENSEN Iár eru liðin 750 ár frá því, að Snorri Sturluson var veginn í Reykholti. Því minnumst við 750. ártíðar hans nú. Ástæðumar til þess, að hennar er minnst í Við- ey, em einkum tvær. í fyrsta lagi var Snorri einn þriggja helstu forgöngu manna að stofn- un Ágústínusarklaustursins í Viðey árið 1225. í öðru lagi teljum við okkur vita það nokkurn veginn fyrir víst, að nafn hans hafi verið ritað í ártíðaskrá Viðeyjarklaust- urs, og því hafi verið beðið fyrir sál hans hér, þennan dag, öll þau ár, sem klaustrið starfaði að honum látnum. Ég mun því freista þess að gera nokkra grein fyrir stofnun klaustursins og aðdraganda henn- ar, en einnig fyrir fáeinum atriðum varð- andi ártíðaskrána. Loks langar mig að hugleiða nokkuð samband Snorra og þess merka manns, Styrmis fróða, sem var príor í Viðey um 10 ára skeið. Hér verður ekki um vísindalega úttekt að ræða. Ég er hins vegar áhugamaður um þessi mál, og starf mitt hefur orðið hvati þess, að ég skoðaði þessi atriði ásamt fleiru viðvíkjandi klaust- ursögunni. Það er því fyrst og fremst af sjónarhóli áhugamannsins, sem ég horfi á þetta tiltekna sögusvið og greini frá því, sem við blasir eins og ég skil það. Stofnun Yiðeyjar- KLAUSTURS Ástæður Magnús Gissurarson var biskup í Skál- holti árin 1216-37. Af bréfi,"sem hann rit- aði bændum og prestum í Kjalamesþingi árið 1226 um gjafír til hins nýstofnaða Viðeyjarklausturs, má ráða, að þeim höfð- ingjum Sunnlendinga hefur þótt það nokk- ur læging fyrir ijórðung sinn, að þar skyldi ekkert klaustur vera. Verður að telja víst, að oft hafí verið um þetta rætt. Er þá vart heldur að efa, að Þorvaldur Gissurar- son, bróðir Magnúsar biskups, hafí átt verulegan þátt í þeirri umræðu, svo mjög sem hann kom við sögu kirkjumála um þessar mundir. Ekki eru kunnar aðrar ástæður klaustur- stofnunarinnar en þær, sem Magnús biskup nefnir í bréfi sínu. Fleira gæti þó hafa komið til. I. Ég nefni það fyrst, að á slíkum stað reis jafnan upp andleg miðstöð, sem hlaut að efla trúarlíf á sínu svæði. Tilraun Jóns Loftssonar til klausturstofnunar á Keldum hafði runnið út í sandinn. Kannski hafa þar verið gerð mistök, sem kölluðu sterkt á endurnýjaða gjörð annars staðar. Þess ber að minnast, að meinlæta- og klaustur- stefna var hið algenga svar kirkjunnar, þegar veraldarhyggjan varð of mikils ráð- andi í hugum manna. Á síðustu áratugum 12, aldar höfðu íslenskum veraldarhöfð- ingjum og biskupum borist ítrekaðar áminningar frá erkibiskupi, sem og páfa- boðskapur, þar sem höfðingjar voru alvar- lega gagnrýndir fyrir siðlaust líferni. Þeir voru sagðir „lifa búfjárlífT' og ásakaðir fyrir margvísleg brot á kirkjuaga. Meðal þeirra, sem þar voru nefndir, voru Jón Loftsson í Odda og Gissur Hallsson í Haukadal. Klausturstofnun í Viðey gæti verið eðlileg afleiðing þeirra umræðna, sem gagnrýni kirkjuyfirvalda hlýtur að hafa vakið. Að henni stóðu Magnús Skálholts- biskup og Þorvaldur í Hruna, synir Gissur- ar Hallssonar, og fengu til liðs við sig Snorra Sturluson fósturson Jóns Loftsson- ar. II. í öðru lagi fóru allnokkrir fjármunir út úr landsfjórðungnum í áheitum, sálug- jöfum og fleiru, meðan menn gátu ekki leitað þörf sinni farvegar í þeim efnum í heimabyggð. III. Énn má nefna, að höfðingjum hefur litist það góður kostur að eiga á því mögu- leika á efri árum að „setjast í helgan stein“ í fyllstu merkingu þeirra orða, fá þannig jafnvel ný og glæsileg mannaforráð, um leið og menn hægðu á lífshlaupinu og hættu herförum. IV. Það hefur svo kannski ekki verið gat honsístur hvati til klausturstofnunar, að um þessar mundir lögðust niður skólarn- ir að Haukadal og í Odda. Þegar reiknað er út frá talningu Páls biskups Jónssonar á kirkjum og prestum í Skálholtsstifti um aldamótin 1200, kemur í ljós, að til þéss að fullnægja prestaþörf- inni þurfti að útskrifa 12-16 klerka árlega. Algengur námstími virðist hafa verið fimm ár. Samkvæmt því hafa 60-80 manns þurft að vera við nám á ári hveiju í Skálholtsbisk- upsdæmi. Skálholtsskóli hefur sennilega tekið um 24 nemendur, þegar best lét. Að öðru leyti hefur verið leyst úr þessari þörf í einkaskólum og klaustrum. Og þegar tveir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.