Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 42

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 42
Hvernig skyldu þau svo skipta peningunum á milli sín, fjögur hundruð mörkunum? Höfuð- paurinn fær auðvitað mest, hann fær sennilega hundrað mörk ísinn hlut. Sú danska fær fimmtíu, aðstoðarmaður- inn fimmtíu, leigubílsljórinn fimmtíu, hjónin hérna fimmtíu ogþá eru hundrað eftir. Teikning: Árni Elfar. í ræningj ahöndum í höfuðborg Rúmeníu ið Hanna danska erum að hugsa um að reyna að fínna okkur saman gististað í borginni, og jafnvel að sofa saman í nótt. Um leið og við stígum fótum okkar á brautarpall númer eitt á Gara de Nord brautarstöðinni víkur sér að Málið liggur ljóst fyrir. Þetta er eitt alsherjar samsæri, þau eru öll saman komin í þessu, Hanna, braskarinn, aðstoðarmaðurinn, digra konan, hjónin hérna, leigubílstjórinn, öryggisverðirnir og afgreiðslufólkið. Eftir TRAUSTA STEINSSON mér maður, allmyndarlegur, og spyr for- málalaust: Change? Þessi spurning er algeng íþessum hluta heimsins ogþýðir: Viltu skipta gjaldeyri? Ég yppi öxlum og segi: Nei. En manninum þykir neitun mín greinilega ekki sannfærandi. Hann heldur áfram, á góðri ensku: Fjórum sinnum betri kjör en bankarn- ir. Ég býð fjórum sinnum betri kjör en bank- amir. Upp rifjast nokkuð sem samferðamenn mínir ýmsir hafa verið að fleipra með í mín eyru undanfarna daga: að hagkvæmara sé fyrir vestrænan ferðamann að eiga gjaldeyri- sviðskipti hér um slóðir við svartamarkaðs- braskara heldur en við banka. Síðast í gær var einhver í Búdapest að segja mér að munurinn á bankakjörum og braskarakjörum í Búkarest væri fimmfaldur. Og nú býður þessi maður mér fjórum sinnum betri kjör en bankamir. Það kemur á mig hik. Þá held- ur maðurinn áfram og færir sig upp á skaft- ið: Fimm sinnum betri kjör. Ég býð fimm sinnum betri kjör en bankamir. Ég segi: Leyfðu mér að finna gistingu fyrst og talaðu svo við mig. Ókei, olræt, segir maðurinn og teymir okkur með sér á kontór allstóran sem yfir stendur letrað Information sem þýðir upplýsingar um allt sem ferðamenn vanhag- ar um, þar á meðal um gistihús, og segist munu bíða eftir okkur fyrir utan. í upplýsingabásnum situr ákaflega digur kona á fleti fyrir og reynist vera flugmælsk á margar tungur, ljóngáfuð, skemmtileg, úrræðagóð og hjálpsöm. Hún segir að í Búkarest séu engin farfuglaheimili starf- rækt, en finnur svo strax hentugt húsnæði handa okkur tveimur, mér og Hönnu. Það er heima hjá rosknum hjónum, segir sú digra: skammt frá stöðinni, tíu mínútna gang eða svo, gatan heitir Ionesco stræti, það þótti mér vel tilfundið nafni, gjaldið er tuttugu og eitt mark eða tólf dollarar, veskú per nótt per mann og borgað fyrirfram. Mér þykir þetta nú dálítið dýrt, en bæði er það að kellingin er svo skemmtileg og sannfær- andi og svo þykir mér nafnið á götunni svo gott að ég slæ til, og við bæði. Ég borga með þremur tíu marka seðlum og fæ mörg hundruð rúmensk lei til baka. Fyrir utan bíður svartamarkaðsbraskar- inn. Hann spyr mig hvort ég sé með ferða- tékka. Ég játa því. Hvernig tékka? Vestur- þýsk mörk, svara ég. Það er gott, ég vil gera þér tilboð, segir braskarinn. Þannig er mál með vexti að ég er að flytja úr landi einhvem næstu daga, en mig vantar ákveðna pappíra til að komast úr landi, en ef ég kaupi heimilistæki í vissri verslun þá fylgja þeim þessir pappírar sem mig vantar, en mig vantar gjaldeyri, ferðatékka, mörk eða dollara, skiptir ekki máli, til að leysa út þessi tæki, þú skilur, ég á seðla, en' þeir duga ekki, þetta þurfa að vera ferðatékkar, komnir erlendis frá, með undirskrift útlend- ings, þeim er treyst, ykkur, okkur ekki, skil- urðu? Mér finnst ég skilja þetta sjónarmið brask- arans enda þótt ég skilji fæst annað af því sem hann segir. Hann heldur áfram: Ég vil gera þér tilboð. Ef þú ert til í að leysa út fjögur hundruð vesturþýsk mörk og hjálpa mér að kaupa þessi tæki sem ég sagði þér frá, þannig að ég fái þá pappíra sem mig vantar til að komast úr landi, þá er ég til í að borga þér þijú hundruð dollara fyrir, í seðlum, sem sagt þá tvö hundruð og fímm- tíu dollara sem fjögur hundruð mörkin kosta, plús fimmtíu í viðbót, sem þóknun. Og hann sýnir mér seðlana. Ég spyr hvort tvö hundruð mörk dugi ekki. En hann segir að það taki því ekki að vinna með svo litlar upphæðir, pappírarn- ir sem hann fengi út á tvö hundruð mörk myndu ekki hleypa honum langt. Ég sný mér að vinkonu minni dönsku sem — óforvarandis — er orðin mér nákomnari en nokkur önnur manneskja í veröldinni, enda þótt við séum ekki búin að þekkjast í nema örfáar klukkustundir, og ég spyr: Hvað fínnst þér? Ætti ég að slá til? I undir- vitundinni er ég búinn að ákveða með sjálf- um mér að ég muni láta þessa konu ráða, mig langar til að láta taka af mér ráðin, það er korflinn í mig viss hálfkæringur, ég er sjálfur til í að slá til, kannski langar mig að prófa eitthvað alveg nýtt, eitthvað grun- samlegt, lenda í einhveiju, ævintýri kannski, sem ég sé ekki fyrir endann á, sem ég hef ekki fulla stjórn á, sjálfur, fyrirfram. Þess vegna þykir mér gott þegar hún segir: Því ekki það! Við ákveðum að hittast við enda Ionesco götu eftir klukkustund. Hann segist munu koma á bíl. Það reynist rétt vera hjá þeirri digru: Það er tíu mínútna gangur á milli Gara de Nord stöðvar og Ionesco strætis. Gistihúsið reyn- ist vera lítil höll þár sem búa roskin hjón, hann uppgjafa lyfjafræðingur, hún fyrrver- andi tónlistarkennari og fiðluleikari. Húsið er fullt af glæsimublum sem vart verður þverfótað fyrir, málverkum uppum veggi og hljóðfærum: fiðlum, flautum og slaghörpum. Hér er.ekki fátæktinni fyrir að fara, sýnist mér, hvorki veraldlegri né andlegri. Hjónin vísa okkur, þessu norræna pari, til her- bergja. Og engar slorkompur eru þau. Það eru næstum engar ýkjur þótt ég segi að okkur sé vísað hvoru í sína lokrekkjuna, og er gengt á milli, fyrirhafnarlítið. Sjáumst eftir klukkustund, skoðum borgina saman, segi ég, gangi þér vel, hún, og látum koss- ana bíða kvölds, og beðmálin. Við mæltum okkur mót, braskarinn og ég, fyrir enda Ionesco götu, klukkan þijú. Hann kemur í Jeigubfl, og þeir eru þrír sam- an í bílnum. Ég stíg inn og sest í vinstra aftursætið, og samstundis geri ég mér ljóst að ég er sestur inn í eftirlíkingu af alþjóð- legri, vesturheimskri spennukvikmynd eða þriller sem ekki sér fyrir endann á. Ofurefl- ið er algjört. Ég á við algjört ofurefli að etja sé ég, ef út í það verður farið, ef út í ofbeldi, sem sagt, verður farið. En handrit myndarinnar liggur ekki Ijóst fyrir enn, helmingur þess er enn ósaminn, það er að segja minn helmingur. Höfuðpaurinn situr frammí, hjá bílstjór- anum, og er mælskur sem fyrr. Hann talar mikið um það hvílík höfuðnauðsyn það sé # fyrir hann að komast úr landi, hann sé langt ' kominn með að safna að sér þeim pappírum og þeim gjaldeyri sem hann þarf til að kom- ast, hann sé mér ákafiega þakklátur fyrir hjálpsemina og fyrir það hversu samstarfsf- ús ég sé. Sessunautur minn er elskulegur og býður af sér góðan þokka, ungur maður og allvel mæltur á enska tungu og hefur þörf fyrir að upplýsa mig um hitt og þetta, sérstaklega þó sorglegan skort á bílum hér í borg og einnig skort á öðrum tækjum, til dæmis heimilistækjum eins og þvottavélum, 42

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.