Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 15
/ sögn um upphaf Strandarkirkju segir af bónda úr uppsveitum Árnessýslu á leið til Islands með kirkjuvið frá Noregi. Lendir hann í sjávarháska og hafvillu í dimmviðri og heitir því í örvæntingu að gefa allan kirkjuviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað, þar sem hann nái landi heilu og höldnu. Þá birtist honum sýn í líki ljósengils framundan skipinu og stýrir hann skipinu eftir bendingu þessarar Ijósveru unz skipið kennir grunns í sandvík milli kiappa. Mynd: Gísli Sigurðsson. Ólafur árið 1901, þá 90 ára að aldri. Er Ólafur lést hafði Guðrún Jónsdóttir verið húsmóðir í Þorkelsgerði; samtíða Ólafí í 18 ár. Hún vitnaði ávallt til Olafs í Þorkels- gerði um allt það er varðaði Selvogsbyggð á árum áður, hvort heldur var um viðburði eða kennileiti. Undirritaður verður því að telja framansagða arfsögn fullgilda sam- kvæmt eftirfarandi texta: Þetta sagði mér [Guðrúnu] Ólafur bóndi í Þorkelsgerði, fæddur 1811. Honum sagði það faðir hans, Jón Pálsson bóndi í Þorkels- gerði, fæddur um 1779 og enn á lífi 1840, og afí hans, Páll Jónsson bóndi í Þorkels- gerði, fæddur um 1743 og dáinn í Þorkels- gerði 25. september 1832. Þá var Ólafur 21 árs og því uppkominn. Það sagði Páll faðir hans, Jón Órmsson bóndi í Herdísar- vík í nær 40 ár, fæddur 1704. Það sagði faðir hans honum, Ormur Ólafsson bóndi á Nesbýli og Skálholtskirkjujörðinni Herdísar- vík, sem fæddur var um 1655 og enn á lífi 1729. Undirritaður telur sér skylt, sem hand- hafí framansagðrar arfsagnar, að koma 'henni á blað — ekki síst vegna rökfestu hennar. Ráðþrot hins hafvillta í þoku og myrkri leiðir til örvæntingar og uppgjafar þegar leiðarmerki á himinhvolfi verða ekki lengur greind. Hin ábyrgi stjórnandi hins veikburða kaupfars (knarrar) sendir þá út fórnarákall sitt til hins volduga, sem ræður yfír ógnvekjandi höfuðskepnum sköpunar sinnar. Hann stýrir, hlýðinn og hugfanginn, haffari sínu eftir æðri leiðsögn í mynd ljós- verunnar, sem leiðir hann milli boðaskeija til mjúklegrar lendingar í sandvík milli sjáv- arklappa, er síðar heitir Engilsvík. Þar var fórnarfarmi hans auðveldlega á land komið. Þessi arfsögn máir út þá rökvillu, sem lengi hefur loðað við munnmælin um Strand- arkirkju, að skipstjóri á útgerð Skálholts- biskups (Staða-Arna) á 13. öld hafí getað, í áheiti, gefíð sem fórnargjöf skipsfarm er hann átti ekki sjálfur, sem og um brotlend- ingu í brimgarði eins og sjá má í málverkum. Margir hafa glímt við að leysa gátuna um tilurð Strandarkirkju, einkum á hvaða tíma í kristnisögunni hún var á grunn sett. Þar á meðal eru tveir þjóðfrægir mektar- menn, þeir dr. phil. Jón Þorkelsson, þjóð- skjalavörður og skáld, og Jón Helgason pró- fessor og biskup, en hafa þó báðir orðið að gefast upp. í framhaldi af samantekt þess- ari er viðeigandi að koma á framfæri út- drætti úr hugleiðingum þeirra. I Lesbók Morgunblaðsins 17. janúar 1926, er að finna grein eftir dr. Jón Helga- son biskup undir fyrirsögninni „Um Strönd og Strandarkirkju”. Upphaf greinar biskups hefst á öðru erindi í ljóði Gríms Thomsens, „Strandarkirkja”, og er á þessa leið: Gissur hvíti gjörði heit guði hús að vanda, hvar sem lífs af laxareit lands hann kenndi stranda. Ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir því hvað Grímur er að fara í kvæði þessu ef hann á við Strandarkirkju í Selvogi, því að í næstu erindum er hugsýn skáldsins tengd „Hafnarskeiði” og að grunnur kirkj- unnar sé gljúpur og laus, samanber lokaer- indi kvæðisins. Hugsýnarskekkja skáldsins felst í því að umhverfi Strarjdar í Selvogi var á tíð Gissur- ar hvíta gróðrí vaxið Iand allt að sjávar- kampi. Og var svo í höfðingjatíð Strandar allt fram á 17. öld. Jón biskup Helgason gerir þó ráð fyrir því að Grímur eigi við Strandarkirkju því hann segir: „Svo kvað Grímur Thomsen í Ijóðum sínum um Strandarkirkju:” Hefi ég ekki annars staðar, það ég man (segir bisk- up), rekið mig á þá sögn, að Gissur hvíti hafi fyrstur gert kirkju á Strönd í Selvogi. Vitanlega er ekkert til fyrirstöðu að þetta sé rétt hermt þó söguleg rök vanti fyrir því. Gissur á í hafvillum og sjávarháska að hafa unnið guði það heit, að hann skyldi kirkju gera, þar sem hann næði heill landi. Hafi hann tekið land á Strönd og því reist þar kirkju þessa. Önnur saga hermir að Árni nokkur hafi reist kirkju á Strönd af sömu hvötum og Gissur á að hafa gert. Og enn heldur biskup áfram á þessa leið: „Að þessu víkur séra Jón Vestmann, er prestur var í Selvogsþingum 1811-42, í vís- um um Strandarkirkju, sem prentaðar eru í Blöndu, 1. b. bls. 332-45”: Það hef ég fyrst til frétta, frægra jafningi Áma för ásetta efndi úr Noregi Islands til en óvíst hvar stofu flutti valinn við til vænnar byggingar. Hreppti hríðar strangar, hörku vinda los útivist átti langa, ánauð, háska, vos; heit vann guði í þrautum þá kirkju byggja af knörrs farmi ef kynni landi ná. Eftir þriðju kirkjuvísu séra Jóns Vest- manns, þar sem hann gerir ráð fyrir því að sjávarháska-Árni hafí snúið sér til Árna biskups Þorlákssonar til að efla áheit sitt (vígja fyrir sig kirkju). Hefur dr. Jón biskup Helgason þetta að segja: „Hver sá Árni hefur verið, hermir sagan ekki. Og Ámi biskup á eftir þessu að hafa fyrstur vígt kirkju á Strönd.” í framhaldi af framan- sögðu segir dr. Jón biskup Helgason: „Hið sannasta, sem sagt verður um uppruna Strandarkirkju, er að við vitum ekkert um hann með vissu. Má vel vera, að hún hafi verið reist þegar í fyrstu kristni, og eins má vera að hún hafí ekki verið reist fyrr en í tíð Árna biskups á síðari hluta 13. aldar. Um það verður ekkert fullyrt. En um mál- dag kirkju þessarar er ekki að ræða eldri en frá 13. öld.” (Það eru skráðar heimildir.) Síðar í grein sinni segir dr. Jón biskup: „En hafi þar stórbændur setið lengst af, mætti ætla að þar hafi og kirkja verið lengst af, því að auk þess sem hveijum er vildi, var heimilt að gera kirkju á býli sínu, ef landeigandi legði fé til, svo að biskup vildi vígja fyrir þeim sökum.” Þar næst fer dr. Jón biskup Helgason að vitna um þá vitneskju er fyrir liggi um Neskirkju og hvor þeirra hafi þá talist höfuð- kirkja þar í sveit. Þegar hér er komið vangaveltum dr. Jóns biskups er rétt að rekja hugleiðingar dr. Einars Arnórssonar í bókinni Arnesþing á landnámsöld. Þar fer hann nokkrum orðum um landnám Selvogsþinga og hið sérkenni- lega nafn landnámsmannsins, Þóris haust- myrkurs, sem Einar segir viðurnefni, og merki dimmur sem haustið og taki einkum til hárlitar. Þar segir Einar Arnórsson: „í landnámi Þóris haustmyrkurs eru nokkur forn stór- býli. Má þar fyrst nefna Nes. Ekki er getið kirkju í kirknatalinu 1200. En á síðari hluta 13. aldar sýnist þar hafa búið Finnur Björns- son Hamra-Finnssonar og lét hann gera þar kirkju, eftir því sem í máldaga^ Neskirkju segir við 1313. Finnur þessi og Árni biskup Helgason, sem máldagann hefur sett, voru að öðrum og þriðja frá Hamra-Finni.” Þess má og geta að Árni Helgason var systursonur Árna biskups Þorlákssonar og að kirkjustofnun þessi var fyrir stórheimilið í Nesi og Bjarnastaði, lögbýli er lá að mörk- um Nestúns. En hvar var þá kirkja hinna mörgu býla er lágu utan þessara marka? Það var auðvitað Strandarkirkja, sem Páll biskup í Skálholti Jónssonar frá Odda Lofts- sonar, telur meðal þeirra kirkna er hann lét telja laust fyrir og um árið 1200 í biskupa- dæmi sínu. Talning þessi var kölluð „Kirkna- skrá” samanber Islenskt fornbréfasafn 7. bindi bls. 1-9. Það er því bókfest að Strandarkirkja er ein af kirkjum Páls biskups, sem skylt var að hafa prest og þess vegna lítt skiljanlegar vangaveltur fræðimanna að kirkjustofnun á Strönd í biskupstíð Árna Þorlákssonar — Staða Árna — sem var fæddur um 1237 og varð biskup Skálholts 1269. Að kirkjan á Strönd var til staðar, sem fullgild sóknarkirkja undir sjálfseignarfor- ræði óðalsbónda árið 1195, er Páll biskup hóf að telja kirkjur sínar, færist stöðugt nær hinni minnisgeymdu arfsögn er ég nam af Guðrúnu Jónsdóttur og segir frá kaupskipi bónda úr uppsveitum Arnessýslu. Þar var Gissur hvíti fyrstur meðal hinna miklu farmanna á eigin farkosti og sigldi farmknerri sínum með hjálp himintungla. Svo gerðu og rtiðjar hans. Gissur ísleifsson biskup, sonarsonur hans, var farmaður mik- ill fyrrihluta ævi sinnar og eru þær ferðir kunnar víða. Þá er getið um Teit Gissurar- son, biskup í Niðarósi, og þijú íslandsför árið 1096 og réði Teitur fyrir einu þeirra. Teitur var og í siglingu til Noregs árið 1099. Þá var Þóhallur, faðir Þorláks biskups, far- maður áður en hann byijaði búskap. Rétt eftir miðja 12. öld er getið um ís- lenskan bónda í Noregi á kaupskipi sem hann á sjálfur. Hann hét Þórhallur Ásgríms- son og var kynstór maður. Hann átti bú í Biskupstungum. Hann er nefndur í Kon- ungsannál 1168 í sambandi við Tungu bar- daga. Hann mun hafa verið einn af niðjum Ásgríms Elliðagrímssonar. Eins og á framantöldu sést eru íslending- ar farmenn á eigin skipakosti fram undir 13. öld. Þá verða Norðmenn nær eingöngu til þess að flytja vistir og menn til og frá landinu, samanber Sturlunga sögu. Það verður því einkum að finna arfsögn- inni staðfestu á elleftu og tólftu öld. Þá hafa þau skip verið í förum til og frá land- inu, er líktust skipi því er hrímrósir höfðu mótað á eina rúðu suðurglugga Strandar- kirkju fyrir rúmum 50 árum. Þá sat ég við gamla Strandarkirkjuorgel- ið og æfði mig. Það var staðsett norðanmeg- in í kór kirkjunnar. Ég leit af nótnabókinni suður yfír kirkjuna og sá skipið. Það var knörr með nokkuð uppháum stöfnum og líkt- ist mjög þeim skipum er Danir lyftu upp úr Hróarskeldufirði. Ég horfði lengi á skipið og fannst strax að myndgerð þessi ætti að tengjast altaris- töflugerð fyrir Strandarkirkju með ljósver- una fyrir stafni. Samkvæmt 7. bindi íslensks fornbréfa- safns bls. 1-9, kemur fram að kirkjan á Strönd í Selvogi er meðal hinna töldu kirkna í kirknatali Páls Jónssonar sem fram fór fyrir og um árið 1200. Þess vegna verður að telja allar vangaveltur um stofnun Strandarkirkju eftir þann tíma markleysu. Fyrirburðarreynsla árna Óla Blaðamanns Og TlLURÐ STRANDARKIRKJU Hve löngu fyrir árið 1195 var Strandar- kirkja stofnsett? Því getur enginn svarað nú. Þess vegna er gamla arfsögnin enn í fullu gildi og ekki að undra þótt hlustað sé grannt eftir sérhveiju því er samhæfíst henni í sögunnar rás, þótt yfirskilvitleg reynsla merks manns eigi hlut að máli. Hér er átt við fyrirburðarreynslu Árna Óla blaða- manns er hann var staddur í prédikunarstól Strandarkirkju 16. júlí 1963. Var hann þá að fara í knöppu máli yfir sögu Strandar og kirkjunnar. Árni Óla er þá sem fararstjóri að flytja mál sitt safnaðarfélagsmeðlimum Lang- holtskirkju í Reykjavík, en þeir eru á skemmtiför um Árnessýslu og fylla Strand- arkirkju út úr dyrum. sjá bls. 16. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.