Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 27
Skólakennarinn varað verka kjúkling í morgunsárið þegar okkur bar að garði. Þau eru svo ævintýraleg húsin í frumskóginum. við það og betra að bægja þeirri hugsun frá sér, hvað langt sé til læknis. Engin þörf á Lækni Eða Tannlækni Og við göngum inn í græna vítið, fetum okkur eitt og eitt eftir þröngum skógarstíg- um, yfir fallna tréstofna, gegnum runna- flækjur. Dúnmjúkir laufbingir skelfa mig mest. Kannski sekk ég allt í einu ofan í snákaholu. Eða flækist og dett kylliflöt um einhveija viðjuna sem teygja sig eins og gildrur á móti mér. Hér er Bíbí á heimaslóðum og kynnir fyrir okkur hinar margvíslegu tijátegundir. „Mólkurlitaði vökvinn sem drýpur úr trénu þarna, er meðal gegn berklum.” Hún sker tijábút af öðru tré og segir okkur að tyggja. Bragðið er líkt meðali og gefur skrítna til- finningu. „Vörn gegn malaríu,” segir hún. „Við eigum alltaf tijábúta heima við til að tyggja eða lögum te úr seiðinu. Þá fáum við ekki kvef eða flensu. Ef við stingum tijáflís ofan í skemmda tönn, hverfur sárs- aukinn.” Já, einn tijábútur getur verið allra meina bót, en stöngull af næsta tré baneitraður, eins gott að geta greint á milli. „Indíánar þekktu nákvæmlega eitraðartegundir,” seg- ir Bíbí. „Þeir söfnuðu þeim saman, skutu dýrin með eitruðum spjótsoddum og hvers vegna ekki að gefa óvinunum skammt líka? Á einum stað leggur reyk upp úr laufinu. Bíbí rótar í hrúgunni og dregur upp stóran, hálfbrunninn snák. Einhver bóndinn greini- Iega verið að eyða snákabúi. Við setjumst niður hjá myndarlegum tijástofni. Bíbí mundar eldspýtur og kveikir í tijábút. Ótrú- lega góðan ilm leggur af loganum. „Ef við höfum næturdvöl í skóginum, kveikjum við bál úr þessum tijáviði. Ilmurinn svæfir okk- ur,” segir frumskógarstúlkan. Skógarstígur opnast inn i stærðar ijóður sem hálfbrunnir tijástofnar girða af, en leir- kennd, gróðurlítil mold inn á milli. Skógar- bruni, eða erum við að horfa upp á umhverf- isspjöll? „Hvorugt,” segir Bíbí ákveðin, „að- eins saklausir bændur að rækta rótará- vexti. Sjáið þið bara þetta tré sem hefur vaxið upp úr mold fyrir þremur vikum. Við verðum að brenna gróðurinn langt niður til að fá hreina ræktun. Það er allt í lagi, því hér vex yfir allt á örfáum vikum. Umhverfissinnar ættu ekki að væna okk- ur um eyðingu skógarins. Vita ekkert, hvað þeir eru að tala um.” Og Bíbí heldur langan fyrirlestur um umhverfisvernd, sérþekkingu frumskógarbænda greinilega mikið hitamál sem minnir um margt á hvalveiðideilur á norðurslóðum. Og Norðurlandabúar leggja orð í belg. Eyðing stærstu regnskóga heims er vandamál alls mannkyns, ekki eingöngu Brasilíu. Þörf er á stórvirku fjárframlagi til að vernda þessa einstöku náttúruperlu. Rakinn vex því meira sem skógurinn þéttist. Ég væri orðin illa rifin eftir tijágrein- ar eða bitin eftir flugur, ef ekki kæmi til langerma skyrta og síðbuxur, en hvort- tveggja er rennandi blautt. Og tannlaus amman fylgist með morg- unverkunum. Ég veit ekki hvað margar bjórkollur fuku, þegar við náðum aftur að frumskógarversl- uninni. Kælikistan stóð tóm eftir. Ef græna þykknið stæði opið öðru sinni, væri hugsana- gangur annar. Kannski er búið að hræða okkur Vesturlandabúa of mikið með hættum frumskógarins. Þykknið leyndardómsfulla heillar til sín aftur. Gaman væri að læra stafróf tijánna, þekkja heilsulyfin sem það- an spretta. Skógarkrakkarnir bregða ófeimin á leik við okkur. Stinga sér til sunds og elta bát- ana langt út á fljót. Vilja sýna sig. En þau fá óblíðar móttökur í landi. Gamli afinn elt- ir þau uppi og rassskellir hvert af öðru á beran bossann. Það er varasamt að synda í fljótinu. Og elsti karlmaður stórfjölskyld- unnar í skóginum er uppalandinn. „Allir hafa gott af góðum rassskell, hann fékk maður oft sem krakki,” segir Bíbí og horfí brosandi á'aðfarirnar. Græna þykknið teygir sig út í óravíddir, sundurskorið af árfarvegum. Operuhús Og Lúxushótel Einkennileg viðbrigði að stíga inn á lúxus- hótel í Manaus eftir frumskógardvölina. Enn undarlegara að skoða glæsilegt óperuhús í frönsk-ítölskum stíl í miðri frumskógarborg. Manaus var ríkasta borg í heimi, þegar gúmmívinnslan blómstraði. Ríkidæmið var með slíkum eindæmum, að auðjöfrar sendu óhrein föt 'til Parísar, gáfu hesturn sínum fínasta kampavín, þegar þeir þreyttust á að drekka það sjálfir. Óperuhúsið var vigt á sama tíma og gúmmíævintýrinu lauk, um 1897. Nú eru japanskir auðjöfrar komnir á sjón- arsvið viðskiptalífs í Manaus. Þar er að rísa fríhafnarsvæði sem sérhæfir sig í gimsteina og gullvinnslu og gæti veitt Hong Kong harða samkeppni með tíð og tíma. Otrúlegt að ganga um glæsilegri flughöfn í miðjum frumskógi en í Ríó eða Sao Paulo. Hér er margt á boðstólum til að heilla ferðamann- inn. En töfrar frumskógarins halda mér fastri og götumarkaður dregur mig til sín. Þar eru á boðstólum tijábútar með lækn- ingamátt og allskyns jurtalyf. Bara að kunna betri skil á ævintýraríki náttúrunnar. Þotan hefur sig á loft frá Amazon. Eftir sitja myndbrot af stórkostlegu náttúruspili og framandi mannlífi. Eftir fjögurra tíma flug glampar á upplýst þotulíki á jörðu niðri. Þar sitja stjórnmálamenn í stjómklefa eins og vera ber, en íbúðabyggð í vænghafi og miðbær teygir sig eftir flugvélarbúk. Þotan er að lenda í Brasilíu, samnefndri höfuðborg sem byggð er upp í líkingu við flugvél. Framundan er hin ægifagra Ríó, borg andstæðnanna, glæsilegar strendur sorg og gleði ríkidæmi og fátækt. En um það er önnur saga. Höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu. Brasilíska flugfélagið Varig i samvinnu við Flug- leiði og ferðaskrifstofuna Walpax í Brasiliu býður upp á samskonar dagskrá í hvatningarferðum fyr- ir stofnanir sem vi\ja verðlauna starfsfólk sitt. Frumskógarstúlkan og náttúrubarnið Bíbí. „Ég ætla að byggja mér strákofa í skóginum seinna,“ segir hún. Ég staðnæmist við götumarkaðinn og virði fyrir mér trjábúta með lækninga- mætti ogjurtalyf úr frumskóginum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.