Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 13
Stúlkur í hjásetu, 1927-1930. Jón taldi sjálfur að þessi mynd markaði tímamót á ferli sínum, stíllinn er kaldari og „vitsmuna- legri” en áður, en samt hélt Jón sig ekki lengi við þesskonar stílfærslu, en hvarf til þess, sem honum var eðlislægt. listarfélagsins og sýndi í tvígang með því. Hann átti stundum í orðasennum útaf því sem hann skrifaði. Þeim sem þá unnu und- ir merki framúrstefnu, fannst hann ekki fylgjast með og líta allt slíkt brölt óhýru auga, hefur einn úr þeirra hópi sagt mér. Jón var miðjumaður í þeim skilningi, að í augum hinna íhaldssömustu var hann of nærri einhveiju „nýmóðins”, en þeim ungu fannst málverk hans tilheyra liðnum tíma. Það er enda eftirtektarvert, þegar Mennta- málaráð með Jónas frá Hriflu í forsvari, tók sig fram um það í anda Hitlers að hengja upp „úrkynjaða list”, öðrum til viðvörunar árið 1942, þá var Jón Þorleifsson eini málar- inn, sem ráðið treysti sér ekki til að ákveða hvorum megin hryggjar ætti að liggja. Enda þótt Jón Þorleifsson teldi sig vera kominn á „beinu bautina” árið 1927 með stíleinkenni, sem bæði má rekja til Cézan- nes og Jóns Stefánssonar, þá fór svo í hita leiksins, að hann fjarlægðist þessa for- skrift. Það er ólík stemmning þegar Céz- anne málar í glitrandi sólskini Suður-Frakk- lands og hinsvegar þegar Jón er kominn til íslands og tekinn að festa á léreft þungbú- inn vetrarsvipinn vestast í Vesturbafenum með einstaka hús á stangli. Sú stemnning náðist ekki með málunaraðferð Cézannes og það kom af sjálfu sér, að Jón greip þá til ánnarra meðala. Kaldhamrað og „vits- munalegt” málverk hefur naumast átt við geðslag Jóns, enda finnst mér honum tak- ast bezt upp þegar hann nær í skottið á einhverri stemmningu, sem maður finnur að er ekta. Það var vitaskuld hvalreki fyrir myndlist- Síldarstúlkur, 1940. Á stríðs- árunum kemur oftar fyrir fólk og manngert umhverfi hjá Jóni en áður hafði verið og venjulega mál- ar hann þessi myndefni öðru- vísi en landslag- ið. Jónsmessunótt, 1937. Jón fylgdi þeirri tízku, sem hófst á fjórða áratugnum, að málarar leituðu sér að myndefni við höfnina, oft með vinnandi mönnum. Hér er það hinsvegar næturbirtan um Jónsmessu, sem Jón reynir að fanga. ig í bakgrunninum, landslaginu. Þar nær hann festu og rósemi sem síður fyrirfinnst í hinum síðari og meira lausbeizluðu verkum hans. Jón flyzt heim til íslands 1929, ráðinn í því að helga sig myndlistinni og heimskrepp- an mikla rétt handan við hornið. Það er fullkomlega óskiljanlegt hvernig Jóni og kollegum hans í listinni, Ásgrími, Kjarval, Einari Jónssyni, Finrii Jónssyni, Sveini Þór- arinssyni og Gunnlaugi Scheving tókst að skrimta hér í fásinninu og fátæktinni af myndlistinni einni saman. Þetta var auðveld- ara fýrir einhleypa, en Jón varð fjölskyldu- maður. Hann kvæntist Rakel Pétursdóttur 1922; þau bjuggu í 7 ár ytra og eignuðust þijú börn. Jón var eldhugi. Heimkominn réðist hann í að byggja íbúðarhús vestur við Kaplaskjóls- veg, sem hann nefndi Blátún, og þar var vinnustofa hans síðan. Meðal listamanna og kunningja var hann yfirleitt nefndur Jón í Blátúni. Hann stóð fyrir því að reistur var bráðabirgða sýningarskáli við Austurvöll vegna Alþingishátíðarinnar 1930 og tók þátt í sýningu þar. Dugnaður Jóns kom ekki sízt í ljós í umfangsmiklu sýningar- haldi, sem hófst á þremur stöðum hérlendis árið 1921; listamaðurinn þá enn í námi. Þessar sýningar voru haldnar á Seyðisfirði, á Akureyri og í Reykjavík og fer ekki sögum af því hvernig gekk, en helzt má telja til tíðinda, að austur á Seyðisfírði varð ungur drengur, Gunnlaugur Scheving, yfir sig hrif- inn og líklega hefur það haft sín áhrif á hvert hann stefndi síðan. Jón hafði þegar haldið 10 sýningar þegar hann fluttist heim 1929 og sýndi þá strax í bakhúsi á Laugavegi 1. Eftir það hélt hann fjölmargar sýningar heima hjá sér í Blátúni. En slíkur eldhugi sem Jón var, sá hann að ekki mátti við svo búið standa, að ekki væri til boðlegur sýningarsalur í höfuð- staðnum. Hann beitti sér fyrir því að gamli Listamannaskálinn var byggður við Austur- völl 1943 og lagði sitt eigið íbúðarhús að veði. Það er ekki maklegt að slíkur stórhug- ur gleymist og líklega þætti Jóni nú að lítið væri eftir af þessu framtaki þó svo eigi að heita, að samtök myndlistarmanna eigi ein- hveija hlutdeild í Kjarvalsstöðum. Dugandi félagsmálamenn eru fremur sjaldgæfir í röðum listamanna, en Jón var einn slíkur og varð enda forystumaður í samtökum myndlistarmanna. Þegar samtök- in klofnuðu út af innbyrðis átökum, sem bæði snerust um liststefnur og pólitik, var Jón aðalhvatamaður að stofnun Nýja mynd- armann árið 1938 að fá fijálsar hendur með gríðarstórt málverk á vegg í íslandsdeild Heimssýningarinnar í New York ári síðar. Það varð Jóni þó ekki til listræns framdrátt- ar og verkið var reyndar unnið þannig, að það eyðilagðist um leið og byggingin var rifin. Þetta var hugsað sem landkynningar- mynd með fjöllum og fjörðum og allskonar fiskveiðum. Jón var liðtækur portretmálari, þó ekki liggi mörg slík eftir hann. En mynd hans af Georg Ólafssyni, bankastjóra, af Rakel konu hans og raunar einnig sjálfsmyndir hans, bera vott um ágæta tilfinningu fyrir þessu verkefni. Síðasta spölinn gekk Jón óskiptur götu hreinnar náttúrutúlkunar. Hrifningin, af ís- lenzku landslagi ræður alveg ferðinni. Hann fer um landið og málar fallega staði í sumar- birtu. Ljósflæðið er svo til alveg í anda impressjónistanna, myndirnar málaðar fremur hratt og reynt að höndla stemmning- una. Myndin úr Hallormsstðarskógi, sem hér birtist, er gott dæmi um þetta. Þarna er Jón kominn að innsta kjarnanum í list sinni og þannig lauk hann ferli sínum Jón Þorleifsson var aldrei myndskáld í þeim skilningi, að hann teiknaði eða málaði fantasíur svo sem Jóhannes Kjarval gerði oft. Dulrænt eða symbólskt inntak kemur heldur ekki fyrir hjá honum. Jón málaði það sem hann hafði fyrir augunum; hann er mótífmálari eins og stundum er sagt, barn síns tíma. En sú fölskvalausa ást á landinu, sem lýsir í gegnum margar myndir hans er ósvikin og stundum nær hann að höndla þessi sjaldgæfu augnablik í lífi hvers mál- ara, þegar naglinn er hittur nákvæmlega á höfuðið. GÍSLl SlGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.