Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 29
styðja móðurina og systur sínar tvær. Hún vann í tíu ár í sama verkfræðifyrir- tækinu sem ritari og smám saman var henni falin æ meiri ábyrgð. Það kom fyrir að hún fyrirleit skrifstofuvinnuna og fannst að hún kastaði tíma sínum og æsku á glæ þar. En vinnan gaf henni innsýn í það hvernig stórt fyrirtæki er rekið, kenndi henni að vinna kerfisbundið og gerði hana að ákaflega af- kastamiklum vélritara. Síðar í lífinu reynd- ist hún líka hafa mikla skipulagshæfileika bæði sem eiginkona og sem formaður Norsku rithöfundasamtakanna undir lok ævinnar. Hin kerfisbundna skrifstofuvinna kom henni trúlega líka að notum sem rithöf- undur því að hún hafði lært mikið um það hvernig maður skipuleggur stór verkefni eins og skáldsagnabálkana sem hún skrifaði. En árin tíu á skrifstofunni voru raun fyr- ir hana. Og hún stal sér tíma til að skrifa seint á kvöldin, um helgar og í fríum. Því að Sigrid var aðeins 16 ára þegar hún hóf fyrstu fálmandi tilraunir sínar til að skrifa skáldsögu frá norrænum miðöldum. Hún barðist árum saman við þetta viðfangsefni. Um leið las hún mikið, varð sér úti um staðgóða kunnáttu á norrænum bókmennt- um og lagði sömuleiðis áherslu á enskar bókmenntir. Hún var djúpt snortin af Shake- speare, stórhrifin af Chaucer og laðaðist að goðsögunum um Arthúr konung. En hún sökkti sér líka ofan í norræna höfunda eins og Ibsen, Strindberg, Brandes og enska höfunda eins og Bronté-systurnar og Jane Austen. Þannig notaði hún frístundir sínar til að verða sér sjálfri úti um staðgóða kunn- áttu í handverki rithöfundarins. Henni fór snemma að finnast að í því að skrifa fælust eins konar „örlög” sín. Fyrstu Skáldsögunni Hafnað Tuttugu og tveggja ára gömul hafði hún lokið fyrsta skáldsöguhandriti sínu eftir að hafa unnið að því í mörg ár á nætumar. Þetta var söguleg skáldsaga frá miðöldum í Danmörku, greinilega ein af al-róman- tískustu gerðinni. Handritinu var hafnað af forlaginu og Sigrid fannst það hræðilegur ósigur. Tveimur ámm seinna var hún samt tilbúin með nýtt handrit. Það var ekki eins stórt, tæplga 80 síður. Hún hafði nú sagt skilið við miðaldimar og skrifaði raunsæja samtímalýsingu á konu úr hinni smáborg- aralegu Kristjaníu. Frú Marta Oulie hét bókin, og hófst á þessum orðum aðalsögu- hetjunnar: „Ég hef verið manni mínum ótrú.” Þetta hljómaði ofbjóðanlega í eyram samtímamannanna. Handritinu var líka •hafnað til að byrja með, en síðar var því tekið eftir að einn af frægum norskum höf- undum samtímans hafði skorist í leikinn. Þannig kom Sigrid Undset fyrst fram á sjónarsviðið, 25 ára gömul og hafði fram að færa litla, raunsæa samtímasögu um framhjáhald. Sagan vakti athygli og höfund- ur var talin lofa góðu, ný skáldkona í Nor- egi. Á áranum fram til 1919 gaf Undset svo út röð af samtímasögum frá Kristjaníu. Árin tíu á skrifstofunni voru einmanaleg og erfið, en þau höfðu veitt henni aðgang að heimi hversdagslegs alþýðufólks sem reyndi af staðfestú en engum sérstökum hetjuskap að verða sér úti um svolitla ham- ingju í lífinu. Undset var feiminn unglingur, innhverf og átti fáa nána vini. En hún horfði óvenju- lega hvasst á aðra, hún sá fólk, og hún sá í gegnum það. Hún reyndi að bijótast út úr einmanaleika sínum með því að fara í langar gönguferðir í Kristjaníu og nágrenni hennar, bæði í austur og vestur, og hún kynntist borginni sinni betur en flestir aðr- ir. Borgin og venjulegt alþýðufólk hennar era í forgrunni samtímasagna hennar frá 1907 til 1918. Hún lýsir grárri tilvist skrif- stofukvennanna á dapurlegum gistiheimil- um í dimmum bæ, þrá þeirra eftir hlýju og smávegis ást og hvernig þær neita stað- fastar, já, stoltar að láta kringumstæðurnar bijóta sig niður. Hún lýsir verkafólki, örlög- um óbreyttra fjölskyldna, sambandi foreldra og bama og fjallar um þetta ýmist á hlýjan eða hlutlægt-raunsæan hátt án nokkurrar tilfinningasemi. Meginviðfangsefni hennar era konur og ástir þeirra eða „slúðursagna- bókmenntagreinin” eins og hún orðaði það sjálf á sinn umbúðalausa og íroníska hátt. Hápunktur þessa raunsæistímabils vora skáldsögurnar Jenny sem kom árið 1911 og Vorið sem kom 1914. Sú fyrri fjallar um konu sem er listmálari. Hún lendir í flóknum ástarraunum sem henni finnst að kasti lífi sínu á glæ og fremur sjálfsmorð að lokum. Hin er um konu sem tekst að bjarga sjálfri sér og ást sinni gegnum mikla erfið- leika í hjónabandinu og tekst að byggja upp öryggi fjölskyldunnar á ný. Með þessum bókum hafði Undset að vissu leyti tekið sér Við brottför til Stokkhólms. Nýr pels og nýr hattur, enda erindið ekki lítið: Að taka við Nóbelsverðlaununum úr hendi Svíakonungs. stöðu við hliðina á kvenréttindahreyfingunni sem þá var í framsókn í Evrópu. Undset var kannski ekki svo mjög á móti henni, hún var fremur á allt öðrum nótum. Ítalía Breytti lífi Hennar Bækur Undset seldust vel frá byijun og eftir að þriðja bókin kom út hætti hún á skrifstofunni og ákvað að lifa af skrifum sínum. Hún fékk rithöfundarstyrk og lagði af stað í langa ferð um Evrópu. Eftir stutta viðdvöl í Danmörku og Þýskalandi fór hún til Ítalíu og í desember 1909 kom hún til Rómar þar sem hún bjó næstu níu mánuðina. Foreldrar hennar vora nátengdir Róm. Sigrid Undset átti raunar að fæðast í Róm þegar þau dvöldu þar árið 1882. Óvænt og alvarleg veikindi föðurins skömmu fyrir fæðingu Sigrid, leiddu hins vegar til þess að þau ferðuðust í skyndi norður á bóginn til heimilis móðurinnar í Kalundborg og Sigrid fæddist þát'- Pn Undset fannst. líklega sjálfri að Róm væri fæðingarbær hennar. Þegar hún dvaldist þar, árið 1909, var hún í raun að feta í fótspor foreldranna. Kynnin af Suður-Evrópu breytti lífi henn- ar. Hún eignaðist strax vini meðal skandin- avískra starfsfélaga í Róm, hún varð opn- ari, glaðari og líflegri í umgengni sinni við aðra. I Róm hitti hún norska málarann Anders Castus Svarstad sem hún giftist tveim til þremur árum síðar. Þá var hún orðin 30 ára og þetta var að öllum lfkindum fyrsta ástin hennar. Svarstad var níu áram eldri en hún, giftur maður og þriggja barna fað- ir heima í Noregi. Það var augljóslega ást við fyrstu sýn þegar þau hittust í Róm en það tók Svarstad næstum þijú ár að ganga frá skilnaðarmálum sínum. Árið 1912 giftu þau sig svo og fóra til London þar sem þau vora í hálft ár. Svar- stad málaði og Undset tengdist enskri menn- ingu sterkum böndum sem áttu eftir að skipta hana meginmáli það sem hún átti eftir ólifað. Frá London fóru þau aftur til Róm og þar fæddi Sigrid Undset fyrsta barn sitt í janúar 1913. Það var drengur sem hlaut nafn föður síns. Barnabrask Og Skilnaður Hjónabandið og börnin höfðu mikla þýð- ingu bæði fyrir manneskjuna og konuna Sigrid Undset. Fyrir listakonuna sköpuðu þau ólýsanleg vandamál. Á hjónabandsárun- um fram til 1919 eignaðist hún þijú börn og stýrði stóru og annasömu heimili þar sem börn Svarstad áttu líka samastað. Þetta voru erfið ár. Annað barnið hennar, stúlka, Sigrid á unglingsárunum. Þá gengu ungar stúlkur með hatta eins og hér sést. reyndist vera geðveik og geðveikur sonur Svarstad bjó líka hjá þeim. Hún stóð fyrir heimili þessarar stóra fjölskyldu, heimili sem var gestrisið og opið gömlum og nýjum vin- um. Um leið hélt hún áfram að skrifa á næt- urnar þegar allir vora komnir í ró og lauk síðustu raunsæissögum sínum og smásagna- söfnum. Hún kastaði sér líka út í opinberar deilur um viðkvæmustu málefni samtímans, bæði kvenréttindabaráttuna og siðfræðileg eða siðferðileg málefni. Ritdeilur reyndust eiga mjög vel við hana. Hún hafði ákveðna, gagnrýna afstöðu til kvennabaráttunnar og þess siðferðilega og siðfræðilega hrans sem henni fannst að væri að verða í fyrri heim- styijaldarinnar sem geisaði þá. Noregur var hlutlaus. Árið 1919 tók hún bömin sín tvö með sér og fór til litla bæjarins Lillehammer í Guðbrandsdalnum í Suðaustur-Noregi. Hún átti von á þriðja barni sínu. Það var ætlun- in að hún hvíldi sig á Lillehammer og kæmi svo aftur til Kristjaníu þegar Svarstad væri búinn að koma nýja húsinu þeirra í lag. En þannig fór það ekki. í staðinn slitu þau samvistir. Sigrid Und- set fæddi þriðja barnið sitt í Lillehammer í ágúst 1919. Hún settist að í Lillehammer fyrir fullt og allt og setti á tveimur áram á stofn stórt og glæsilegt heimili á stað sem hún kallaði Bjerkebæk. Það var jörð með þremur afar stóram og fallegum gömlum norskum timburhúsum, stóram garði um- girtum tijám og með útsýni vítt yfir bæinn og byggðirnar í kring. Dóttirin veika og synirnir tveir eignuðust öraggt og einstætt heimili. Rithöfundurinn Undset eignaðist að lokum, eftir margra ára flutninga, friðsælan stað þar sem hún gat dregið sig í hlé frá heiminum og gert það eina sem hún vissi nú orðið að hún hafði fullt vald yfir — að skrifa. TVÍSKIPTI Og Hneykslan Hjónabandið og heimsstyijöldin fyrri breyttu viðhorfum Undset. Á þessum erfíðu áram gekk hún í gegnum trúarkreppu, fyrst nánast ómerkjanlega, svo af fullum þunga. í þessari kreppu hneigðist hún frá beinni guðsafneitun og efahyggju að kveljandi óró- leika yfír hínni síðfræðilegri upplausn kristni í samtíma hennar. Hún hafði alist upp á umburðarlyndu heimili sem aðhylltist trú- frelsi og var sjálf efasemdafull, en hún deildi ekki hinni sjálfgefnu trú samtímans á að vísindi og efnishyggja væra markmið og merking alls sem var. Það mætti ætla að Sigrid Undset hafi orðið fyrir persónu- legxi trúarreynslu einhvem tíma á þessum áram trúárátakanna. Alla vega breyttist sýn hennar á kristindóminn á þessu trúarátaka- tímabili. Hún hætti að trúa því að maðurinn hefði sjálfur skapað Guð og fór að trúa að Guð hefði skapað manninn. Það er ekki lútersk-evangelíska kirkjan og mótmælendakirkjan, ríkiskirkja Noregs, sem hún aðhylltist þó að hún hafí verið skírð til hennar. Hún gekk í rómversk- kaþólsku kirkjuna í nóvember 1924 eftir tveggja ára ítarlega uppfræðslu hjá kaþ- ólska prestinum í héraðinu þar sem hún bjó. Hún var þá 42 ára gömul. Trúskipti Sigrid Undset vöktu hneykslan og ómælda athygli í heimalandi hennar Noregi og töluverðan áhuga úti í heimi þar sem hún varð nú æ frægari vegna Kristín- ar Lavransdóttur. Þessi athygli virðist hlægileg í dag. En þá vora nánast engir kaþólskir í Noregi sem var svo mótmælendatrúar að jaðraði við einæði og fyrirlitningin, já, óttinn við það sem menn kölluðu „pápísku” var útbreidd- ur. Óttinn náði til ólíklegustu hópa — ekki aðeins til norsku kirkjunnar, heldur ekki minna til fríhyggjumanna og þeirra sem aðhylltust marxisma, lenínisma eða sósíal- isma. Árásirnar á Undset voru að hluta til Sigrid Undset, rúmlega tvítug að aldri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.