Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 38

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 38
ón, langflestir svartir, — en þótt þeir megi eiga land þá eru það þó hvítir sem eiga og stjórna flestum framleiðslutækjum. Hvítir menn eru um tíu af hundraði landsmanna. Landið er um átta hundruð þúsund ferkíló- metrar að stærð og er því um einn íbúi á hvern ferkílómetra. Þetta svæði var þýsk nýlenda frá því á Bismarcktímanum fram til 1915. Það er enn auðvelt að notast við þýsku hvar sem komið er í landinu. Hið ágæta vegakerfi er bæði að þakka Þjóðveij- um sem skipulögðu það og Suður-Afríku- mönnum sem héldu því við. Málmvinnsla, húsdýrahald, fiskveiðar og móttaka ferða- manna aflar gjaldeyris. Mestur hluti Namibíu er þurrlendi. Úr- koman um miðbik landsins er aðeins um 300-400 mm á ári. Við ókum langa leið um eyðimerkur. Skyndilega var svo smáþorp með breiðum götum og verslunarmiðstöð. Síðan endalaus eyðimörkin. í búðum var að finna kjöt af gemsbok og hartebeest og sólgleraugu, og allt þar á milli. Við héldum í norður til hins fræga Et- osha-þjóðgarðs, þar sem er fjöldi villtra dýra. I matinn fengum við kjöt af gemsbok sem smakkaðist einstaklega vel. Þessi dýr eru húsdýr en ekki veidd villt. Jólin héldum við upp á í þurrki og hita. Allir þeir sem voru í þjóðgarðinum hittust og snæddu sam- an jólamáltíðina í gömlu þýsku virki sem nú þjónaði sem eins konar veiðihús. Tjöld voru dregin fyrir glugga en þótt leikin væru jólalög var erfitt að ímynda sér að það væru jól, svo mikill var hitinn og loftið þurrt. Um morguninn var farin skemmtileg för í iðandi tíbrá og horft á stóreyrða refí og stökkvandi héra sem oftast eru á ferli á nóttunni. Þessir litlu refir hafa stór eyru svo þeir heyri betur til mauranna sem þeir éta. í bænum Swakopmund við ströndina fékk ég mér herbergi á góðu hóteli í tvær næt- ur. Þama var afbragðsmatur, hádegisverður sem maður hafði með sér í ferðalög, tveir morgunverðir, og heimsins besta þjónusta, allt fyrir 2.400 krónur íslenskar! Síðan fór ég aftur til ferðafélaganna og var haldið til sandhólanna suður af Walvis-flóa. Þar við flóann er eiginlega eina almennilega höfnin á suðvesturströnd Afríku. Þessi höfn var í eigu Breta og er því nú eign Suður-Afríku. Við ókum eftir salti bornum vegi. Þetta er fyrirbæri sem er einkennandi fyrir Namibíu: gifsi er blandað saman við salt og úr verður efni sem er endingargott eins og malbik en hvítt á lit. Af sandhólunum við Walvis-flóa er stórkostlegt útsýni yfir haf og sanda. Næsta dag, miklu sunnar, komum við að bóndabýli sem kallast Solitaire, einstæðing- urinn. Býlið bar það nafn með rentu. Ekk- ert sást til annarra mannabyggða. Þama voru nokkrir kofar fyrir svarta vinnufólkið, og stórt hvítt hús fyrir eigendurna. Háreist- ar skemmur, karakúlfé í rétt, vindrafstöð. Við þurftum að fá bensín en svertingjarnir neituðu að taka lásinn af pumpunum. Þeir sátu við homið á skemmunni og sungu. Sólin settist og hópur svartra og mórauðra kinda er rekinn heim. Klaufimar hamra á moldarveginum eins og regn fglli á þak. Skyndilega missir bílstjórinn okkar þolin- mæðina. Hann öskrar eitthvað til svertingj- anna á afríkönsku. Þeir öskra á móti. Hann brýtur upp lásinn á pumpunum. Þeir neita að setja dæluna í gang. Konurnar safna steinum og búa sig undir bardaga. Bílstjór- inn heldur bílhurðinni fyrir sér eins og skildi. Sem betur fer kemur nú ungur maður úr Qölskyldunni akandi á pallbíl og fyrirskipar að dælan skuli sett í gang. Nýja árið rann upp þegar við vorum í tjaldbúðum í Sesriem undir fegursta stjömu- himni sem unnt er að ímynda sér. Hið þurra eyðimerkurloft er svo tært. Síðan er haldið áfram til Lúderitz við ströndina þar sem nokkur hús tylla sér á kletta við hafið. Suðvestur-hluti Namibíu er lokaður ferða- mönnum vegna þess að þar liggja gimstein- ar á jörðunni svo hægt er að tína þá upp! Skammt frá Luderitz er farið um svæði þar sem demantar eru sogaðir upp úr hafínu gegnum pumpur í smábátum. Bátseigandinn fær mánaðarlega disk fullan af demöntum. Hvílík aðferð við að safna auði!” Höfundur er kennari. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR Skálavík Hingað barst líknandi vor fyrir vindi um vegleysu og fjöll. Heyrðust hér söngvar og hlátrasköll. Farið var héðan á fiskimiðin með færið hvern dag. Við hálfhrunda veggi hafgolan kveður sinn brag. í séfinu þjóta sækaldir vindar við sólarlag. Fuglarnir ráðvilltir flugu yfir hafið einn fjarlægan dag. Tóftirnar stara tærðum augum á_ tanga og naust. Á ströndinni ólgandi brimaldan byltist og brotnar með þungri raust. Alþing forna Bláum vængjum lognmóðan vefur sofandi fjallið í skyggðum spegli Þingvallavatns. Kjarrið teygir döggvotar greinar djúpt niður í mýkt vatnsins. Kliðmjúkt angur leikur við svargræna veggi Almannagjár. Kljúfa kyrrðina sárbeittir hnífar skera í þögnina hlátrasköllin frá ValhöIIu. Andkaldur gustur bærir við sofandi grein. Kvöldinu blæðir. Hallgríms kirkja Gráan teygir risafingur hráköld klöppin — mannaverk. Við svartan vegginn daggarþyrstu stráin blikna. Gnæfir yfir kalda höndin undir dökkum borgarhimni - Þriggja alda óður Hallgríms steyptur inni. Sofandi barn Er friðurinn svífur á vængjum svefnsins frá vitum þínum erill dagsins víkur úr svipnum og værðin vanga þinn strýkur, er augun sofa á rósabeði sem mjúklega bælir koddann þinn hvíta fær fegurðin mál. Ylvængja sæla Vefðu mig Ijúfa sæla ylvængjum þínum, þrýstu mér að btjósti byrgðu mér sýn svo ég aðeins finni seytla mér um æðar hjartaslögin þín. Leiddu mig um lautir, lyftu mér á tinda, ber mig ofar skýjum, byrgðu mér sýn svo ég geti sofið á dúnléttum hnoðra við hjartaslögin þín. MAGDALENA THORODDSEN Rigningarnótt Á rúðunni grætur regnið, ríslar við laufíð á greinum, titrar við dropanna tifandi hljóð - tónstrengur sleginn í leynum. Það seytlar inn septemberkvöldið sest að með dimmuna á armi, hún blómstrar við rísandi rauða nótt og roðnar á dagsins barmi. Sumartungl Bjaifur máni á bláum himni blikar svalt, sendir föla silfurgeisla um svæðið allt, bregður daufri birtu á glugga bleikt og kalt. Sumartungl ég sé að auðnu sindrið skín. En ég er ekki undirbúin örlög mín. Hún spillir þó ég spyrni á móti spáin þín. Haust Kufli haustsins hafa klæðst hlíð og mói, kjarr og lyng. Skammlíf hefur fegurð fæðst, flæða litir allt um kring. Logar dýrð um laut og barð, lágan hvamm og beijamó, lindarbrekka, leiti og skarð Ijóma nú í kaldri ró. Silfurþræðir sindra á stein, sækir frost á bláa lind, hélurósir hrímga grein. Hverfist vorsins bjarta mynd. Sjónhverfingin sundur brast, sé ég glöggt að hveiju fer. Eitthvað snertir æði fast auman streng í hjarta mér. Höfundareru mæðgur i Reykjavík, Ijóð þeirra hafa ekki birst á prenti áður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.