Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 5
um myndefnisins, hrukkum fyrirsætunnar og mildar drætti veruleikans þannig að þeg- ar ljósmyndin er tilbúin, sýnir hún ljúfa áferð einhvers sem hefur enga slíka áferð í veruleikanum. Hugsýnir eru smíðaðar um alla hugsan- lega og óhugsanlega hluti, í tjáningu um þá er eins og talað sé í lofttæmi og hlustað eins og nú skuli eitthvað gerast. En þegar ekkert gerist fremur en fyrri daginn, engin hreyfing verður í átt til hugsýnarinnar þá er það ekki hugsýnin, tálsýnin sem hrynur heldur fólk. Við getum víst ávallt spurt okkur hvað veruleiki sé, hvað sé raunverulegt og hvað sé sannleikur og fáist svar er víst vissara að hafa á því fýrirvara. Betra er að hafa sannan fyrirvara en falskt öryggi, betri er sannur efi en fölsk trú. Stundum er talað um afmýtun trúarinnar þegar kynjaheimur engla og ára dofnar eða hverfur úr hug- skoti hins trúaða. Þá spyrja sumir líka hvað eftir standi annað en veruleikinn nakinn, góður eða slæmur eftir atvikum. Mér dettur í hug hvort menningin þarfnist ekki hlið- stæðrar umijöllunar, að hún verði svipt hugsýninni (afídealiseruð), og mönnum gert ljóst að hugsýn sé góð og gild en aðeins sem hugsýn, Hugsýn menningarinnar er í raun réttri aðeins misrétt eða misröng heimsmynd, mannsmynd, lífsmynd, bundin tilteknum stað og tilteknum tíma, Áberandi kraftamenn hverrar menningar- heildar bjóða ávallt fram sína tegund menn- ingar, sina tegund hins ljóta eða fagra sann- leika og menningartegund þeirra er þá ef til vill eitthvað sem gefið hefur viðkomandi nokkra lífsfyllingu eða jafnvel afsökun fyrir því, hvernig allt sé í pottinn búið. Og þess- ir eru síðan skildir eða misskildir af þeim sem þá hefja til skýjanna eða steýpa þeim í ræsið. Hugsýnin er á sinn hátt drifkraftur menningarinnar og þar er sum annarri betri en að líkindum er þar margt minna virði en almennt er talið. í ÁNAUÐ ÓSANNINDA Tilfinningar manna og þroski þeirra eru nokkuð sem hugsýnin má ekki traðka á því enginn nær að þroskast án þess að geta í sannleika tjáð sig sem maður. Menn geta auðveldlega orðið og eru flestir þrælar menningar sinnar og hugsýna hennar. Þeir eru ef til vill fáir sem gefið er að meta þar hluti, straurha og atvik í hófi og hinir marg- ir sem lúta ímynduðum viðhorfum umhverf- isins skilyrðislaust. Mörgum verður vegur- inn til frelsisins, af þessum sökum, harla torsóttur og tafsamur en aðrir halda sig allt kunna, geta og vita af sjálfum sér og vilja handsama hamingju sér til handa í krafti kenjóttra hugsýna sinna. Þessir reyna margir að skammt er á milli traumlausra frelsistilburða og sjálfstortímingar. Báðir tapa, sá sem ekki leggur til við frelsið og hinn sem ætlar sér það með afli hugsýnar, báðir hafa reynst þrælar í gijótnámu menn- ingarinnar. Þegar upp er staðið, er það ef til vill ekki svo býsna margt sem skiptir fólki máli í innsta kjarna þess. Það hefur mestan áhuga á sjálfu sér og sínu nánasta. Það óskar velsældar og hamingju, frelsis og lífs- fyllingar en fer í geitarhús að ieita ullar, vegna afvegaleidds gildismats og tálgjamra hugsýna sem svipta það frelsi lífsgjafarinn- ar. Frelsi lífsgjafarinnar er frelsið til að vera maður, vitandi að fólk er hvað öðru líkt þó að hver sé á sinn hátt einstakur. Menning er tiltölulega vond þegar hún meinar fólki að skoða sig í því ljósi og þvæl- ist fýrir því með falskan varning sinn. Sú menning er tiltölulega góð sem veitir fólki frelsi til að tjá vanlíðan jafnt sem vellíðan og leyfir einnig að hún sjálf sé til skoðunar án yfirdrepsskapar. Með þessu er þó engan veginn sagt að allt verði fullkomið! Stef „Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér líkist hvítum kölkuð- um gröfum, sem sýnast fagrar utan, en innan eru fullar af dauðra manna beinum og alls kyns óþverra. Þannig eruð þér, sýnist hið ytra réttlátir í augum manna en eruð hið innra full- ir hræsni og ranglætis.’? Matt. 23, 27-28. Kristur „Farísear spurðu hann, hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim; „Guðs ríki kemur ekki þannig að á því berl, Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður.” Lúk. 17, 20-21. Fyrir nokkrum árum kom út á íslandi bók sem heitir Veggjakrot og annar vísdóm- ur, í henni er meðal annars að flnna áletrun mannveru sem taldi sig hafa fundið svar við tilvistarvanda sínum. Viðkomandi hafði einhvers staðar sett það á vegg: „Kristur er svarið!” Síðar má skilja að önnur mann- vera hafi að veggnum komið, tekið eftir áletruninni og ekki getað stillt sig um að bæta við hana: „Hver var aftur spurning- in?” Þetta hefur hann eða hún vísast gert í nokkru háði en jafnframt í fúlustu alvöru. Segja má að hér sé spurt svo þýðingarmik- illar spurningar, að hvorki þeir sem tóku bókina saman, né heidur sá eða sú sem síð- ar krotaði á vegginn hafi gert sér grein fyrir því. Hver var aftur spumingin sem Kristur var og er svarið við? Eftir krafti og sannfæringu frumvottanna og þeirri lífsfyll- ingu sem þeir reyndu að tjá öðrum og afla öðmm, er ekki annað að sjá en spurningin týnda hafi verið þeim mikil opinberun, að ekki sé nú talað um svarið við henni. Það er viðurkennt í fræðaiðkunum hvers konar, að það sé ekki síður mikilvægt að spyija réttu spurninganna en hafa svörin. Ef til vill skipta allar spurningar máli og svör þeirra en sumar hljóta að vera öllu þýðingarmeiri og enn aðrar þýðingarmest- ar. Menn munu að líkindum ávallt hafa hver sína skoðun á því hvað sé í lífinu þýð- ingarmest, að minnsta kosti á yfirborðinu, en fyrir þann sem í lífínu tileinkar sér kristni, ætti spurningin um Krist að vera þýðingar- mest! Kannski vaknar hann upp við vondan draum þegar hann rekst á veggjakrotið um svarið og spuminguna týndu, hrekkur upp við það, að hann hefur einblínt svo á svarið að spurningin er gleymd, sú spurning sem býr ef til vill í kviku allra manna og varðar þá alla og allt sem þeim tengist. Að Verða Eins Og Barn Leitin að spurning- unni týndu er leit að spumingu sem breytir fólki, kollvarpar öllum hugmyndum þess og frelsar það raunveru- lega þegar það heyrir hana og svarið við henni. Þetta er leitin að spurningunni. Marteinn Lúther átti sína spumingu: „Hvernig get ég eignast náðarríkan Guð og orðið hólpinn?” Honum dugði ekki svarið í klaustrinu, fannst sem reynt væri að hnoða því á spurningar sem ekki hæfðu því, skiptu hjálpræðið engu máli og stóðu raunar í vegi fyrir því. Lúther var gáfnaljós, hann gat beitt rökfimi og lærdómi við leit sína að spurningunum sem máli skiptu og spurning- unni einu. Gáfur og lærdómslist gera fólk ekki hólpið einar og sér, sumir eru meira að segja svo gáfaðir, að þeir geta vart orð- ið hólpnir því þeim finnst það svo heimsku- leg hugsýn. Spurningin sem hér um ræðir, spurningin týnda, verður skiljanleg mesta einfeldningi þegar hún fínnst, jafnvel skiljanlegri honum en lærdómsmanninum sem legið hefur yfir hugsýnum menningar sinnar og sjálfs sín en verður eins og keisarinn, nakinn þegar yfir lýkur, án þess að þora að viðurkenna það fremur en aðrir, ef frá er talið barnið einfalda sem vissi ekki að hreinskilni stang- aðist á v'ið reglurnar. Sá sem á Krist trúir hlýtur að ætja honum hreinskilni og glýju- laus augu þess sem allt sér og skilur. Sannleikurinn Er Oft SÁR Við lestur guðspjallanna dylst engum, að sumt af því sem Jesús segir er meiðandj. Menn verða sárjr v?ð sum orð hans, ekki síst þeir sem fram gengu í háum hugsýnum um sjálfa sig. Hinir sem fóru með veggjum yegna raunverulegrar skammar á sjálfum sér, hlutu hins vegar frekar uppörvun og huggun, Þó er ekki að sjá, að það eitt að hafa á sér skömm afli manni vinsælda Jesú, enda sækir slík afstaða til sjálfs sín, elds- neyti sitt að nokkru til hugmynda menning- armnar um rétt og rangt, gott og illt, og að nokkru til hugmynda sem myndast hafa með manni sjálfum við lífsreynsluna. Það sem virðist hins vegar vekja vanþóknun Jesú á mönnum er það, er þeir taka að telja sig öðrum fremri, frammi fyrir Guði. Jesús leggur ekki fæð á menn fyrir það að þeir eru eins og þeir eru, brotnir, breysk- ir og ófullkomnir, heldur vegna þess er þeir þykjast vera eitthvað annað og meira, ekki aðeins gagnvart öðrum, heldur einnig gagn- vart sjálfum sér og Guði. Sannleikurinn um menn er þeim sjálfum sárastur þegar þeim hefur haldist uppi að blekkja sig og aðra, í skjóli mishaldgóðra hugsýna. Eftir mínu viti var Jesús, sá er við köllum Krist, ekki hugsýnarmaður, hann vildi draga frá gluggum veruleikans, sýna mönnum fram á hvernig líf og jörð litu út þegar þeir hefðu árætt að „ljósmynda allt án filt- ers og skoða myndirnar vandlega, bæði þær sem sýndu sjálfa þá og aðra í sannleika.” Jesús gerði á sviði sögunnar atlögu að þeim sem höfðu gert trú að menningarlega skilyrtri hugsýn með eigin upphefð að leiðar- Jjósi. Ég tel að Jesús hafí verið í því vakinn og sofinn, að afhjúpa menn sem létu í veðri vaka að með þeim hrærðist einber gæskan og réttlætið sjálft. Kristur boðar mönnum þannig sannindi sem ganga þvert á hugsýnir þeirra um þá sjálfa. Sannindin eru með þeim hætti að þau eru ekki sjálfvalin af mönnum enda líkar þeim enn ekki alls kostar við þau. Þessi boðskapur um menn og mannlega ávexti hentar þeim ekki sem búa vilja um sig í dyngju tælandi blekkinga. Kristur í Menningunni Því verður aldrei neitað að Jesús Kristur kom fram í heimi sem var ávöxtur ákveð- inna menningarstrauma. Þar tókust raunar á nokkur ólík menningarafbrigði sem áttu hinir hagsýnu Rómveijar, hinir íhaldssömu gyðingar og hinir þverúðugu samveijar, að ekki sé nú minnst á listhnejgða Grikki. Jes- ús virðist hafa haldið mest til haga arfi þjóð- ar sinnar, en virðist hafa gert sér Jjóst, að sami rassinn væri undir þeim öllum þegar grannt væri skoðað, hér væri um menn að ræða, hér væri við menn að eiga, sama hvaða merkilegheit þeir hefðu tileinkað sér í krafti menningarlegra hugsýna þjóða sinna. Starf hans beindist fyrst og fremst að gyðingum og villuráfi þeirra undir þræl- dómsoki lögmálsins. Lögmálið var þeirrra menningarafur og þeir orðnir ánauðugir því. Jesús var sinnar tíðar maður, tjáði sig með verkfærum menningar gyðinga, tungu, handahreyfíngum, svipbrigðum og notaði gildismat samtíðarmanna sinna til að gera sig þeim skiljanlegan. Atferli hans var því að nokkru menningarlega skilyrt og ráð hans voru viðbrögð við menningarlegu at- ferli sem honum gazt ekki að. Hann rís gegn menningu þjóðar sinnar, hræsni henn- ar og yfirdrepsskap, hann rís gegn slíku í allri menningu sem sinnar tíðar maður, maður allra tíma og samtímamaður okkar allra. Það gerir hann með skírskotun til guðs og með skírskotun til veruleikans. Með þessu er ekki sagt að Kristur sé óvinur menningarinnar, ekki fremur en að hann sé óvinur manns. Á hinn bóginn er menningunni, eins og manni, hætt við að vera óvinur Krists vegna ósannra myndá hennar af veruleikanum. Því þarf maður sem kennir sig við Krist ekki að staðsetja sig utan menningarinnar og getur það raunar ekki — hún fylgir honum hvert sem hann fer. Það sem hann þarf framar öðru að gera þegar menningin og hann sjálfur eru annars vegar, er að gæta sín á glöpum hennar og blekkingum — líka þeim blekking- um sem menningin vill leggja til málanna um Krist því að úr þeirri átt má vænta of- mats sem vanmats og þess eins að sannleik- urinn verði gerður að hugsýn þar sem holt er undir. GUÐ - VERULEIKINN Fullnaður Nú er okkur vandi á höndum eftir allt' sem áður er sagt. Hvað verður um allar hugsýnir trúarinnar? Eru þær ekki jafn haldlitlar og imgsýnir menningarinnar þegar upp er staðið? Her vil ég fýrst svara því ti} að trú getur verið annað en trú. Hvert trúav- afbrigði er sennilega áyalit menningarlega skilyrt, þar fer fram verkan og gagnverkan. Kristin trú er því nokkuð sem fóik hefur harla misjafnar hugmyndir um. Sumir kjósa að fylla trúai’vitund sína ímynduðum leynd- ardómum annars heims, vitandi eða óafvit- andi. Það eru eftir mínu viti falskar, mann- fjandsarnlegar hugsýnir þó að fóik aðhyllist þær í hjálpræðisskyni. Það er hveijum manni kappnóg viðfangsefni að halda í horfínu, sækja fram eða hopa í einum heimi í einu, fulltingi Krists breytir því ekki, nema að því ieyti að í honum höfum við samheija í lífsstríðinu, samheija sem knýr til ábyrgðar hér og nú, þá og þegar, Hann knýr okkur til að opna glyrnurnar fyrir því sem er, þeirri stund sem komin er, en alls ekki fyr- ir því sem hugsanlega væri eða hefði verið. Menn eru ekki rökvísir í framgöngu sinni þegar upp er staðið, þeir eru miklu fremur tilfínningaverur sem stjórnast að miklu leyti af því hvaða vindar ieika um tilfínninga- stöðvarnar þó svo að rökvisi staðar og stund- ar ráði þar nokkru. Sennilega snýst spurningin týnda, sem Kristur er svarið við, aðallega um frelsi og hamingju allra manna. Líklega er það frels- isþrá mannanna sem kennir þeim að elska Krist, þráin eftir frelsi frá blindri rökvísi og frelsi til heilbrigðrar dómgreindar, þráin eftir frelsi frá tilfínningalegu hamsleysi og frelsi til tilfinningalegs þroska, þráin eftir freisi frá blekkingum menningarinnar og eftir frelsi til að njóta þess sem þar er satt. í Kristi þrá menn kunnáttu í listinni að lifa, kunnáttu í listinni að deyja þegar þar að kemur, kunnáttu í listinni að lifa honum, öðrum og sjálfum sér þannig að gefandi sé og með hófi á því sem hófs þarf. Til að öðlast þá kunnáttu, þarf frelsi í Kristi sem má ekki aðeins vera hugsýn heldur raun- verulegt frelsi sem menn finna fyrir þegar þeir öðlast það. Frelsið sé ekki þykjustu- frelsi eða nafnið tómt, orðskrípið eitt vegna menningarlegra hagsmuna. Kristnir menn lifa og hrærast í menningunni hvort sem þeim líkar betur eða verr, þar eru þeir háð- ir ýmsum skilmálum og skilyrðum. Meira að segja þeir sem draga sig út úr samfélag- inu og fara útí „eyðimörkina” taka með sér ýmislegt menningarlegt viðurværi þaðan sem þeir hurfu. Maður getur ekki einangrað sig með Kristi, a.m.k. ekki til langframa, ekki getur maður heldur einangrað hann frá öðrum. Kristur er ávallt í samhengi sköpunarinn- ar og þar er menningin ekki þýðingarlítill hluti af litið er til framvindu mannlífsins á jörðinni en þar mun samfélag þeirra sem á Krist trúa, hin ósýnilega almenna kirkja, vitna um möguleika hins góða, fagra og fullkomna og vonina sem menningin ein mun aldrei verða fær um að gefa; líknina, fórnina og græðsluna. Vonina um líf hinnar komandi aldar. Kirkjan á að vera vin hinum þyrstu sem kenna þorsta í eyðimörk menn- ingarinnar og heimsins, á að vera vin þeim sem örmagnast hafa og farið villir vega og hér skipta hræsnisfullar hugsýnir engu máli. Hver er sá sem gefur mönnum kjark til að horfast í augu við heiminn og hrelling- ar hans eru einnig kjark til að takast á við þær snortinn til kviku? Kristur er svarið! „Sérhver mun eldi saltast. Saltið er gott en ef saltið missir seltuna, með hveiju viljið þér þá krydda það? Hafið salt í sjálfum yður og haldið frið yðar á milli. Höfundur stundar nám i guðfræðideild Há- skóla l'slands. Hvernigleit Kristur út? Á þessum austur-evrópska íkon er hann jarp- hærður og nyög fríður. í Norður- Evrópu varð hann stundum Ijóshærð- ur, en listamenn þessarar aldar hafa minna lagt uppúr friðleikanum, sam- anber mynd Rottluffs & síðunni til vinstri, enda eru þeir oft að fjalla um Krist þjáningarinn- ar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.