Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 36

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 36
Tj aldferð um Suður ■ Afríku og Namibíu Einn bílanna brann til kaldra kola á 20 mínútum eftir að hafa rek- ist á stein. Við það komst neisti í bensínleiðsluna. Einn farþegi slas- aðist, en farangr- inum varaðmestu leyti bjargað. JL lVAUlUtUUtr I IMetlIilUlU. il umferð og nær ekkert fólk á gangi. JDI UMU þ'H.Ut, Nokkrir íslendingar dveljast nú í Namibíu á vegum Þróunarsamvinnustofnunar íslands. Þeir starfa að því að aðstoða þarlenda við skipulagningu fiskveiða. Það land sem þeir starfa í er í flestu tilliti ákaflega ólíkt íslandi. Ég dvaldist í Namibíu í jólaleyfinu 1989 og ferðaðist þá vítt og breitt um landið. Um það leyti leið að því að landið fengi sjálfstæði en áður en svo yrði var barist á þeim slóðum sem við fórum um þótt allt virtist friðsælt á yfirborðinu. Ferðin hófst í Jóhannesarborg í Suður- Afríku. Þangað kom ég nokkuð á undan ferðafélögum mínum og bjó á góðu hóteli þar sem fékkst mjög góður matur. Við vor- um vöruð við að vera á ferli þegar kvöld- aði. Drukknir menn, hvítir og svartir, reik- uðu þá um göturnar, og í litlum garði hand- an götunnar sem hótelið stóð við, var svefn- staður flækinga og drykkjumanna, þótt hann væri mestan part leirgrautur þegar rigndi. Hinum megin við homið voru glæsi- legar verslanir. Allt sem framleitt er í Suður-Afríku virtist mjög ódýrt miðað við það sem tíðkast á íslandi eða annars staðar í Evrópu, en innfluttar vörur álíka dýrar og á íslandi. Það lá í augum uppi að viðskipta- bannið sem sett var á Suður-Afríku hafði engin áhrif haft nema þá til að landsmenn lögðu áherslu á að auka fjölbreytni fram- leiðslu sinnar innanlands. Meðal annarsjuku þeir vopnaframleiðsluna. Mér var sagt að innflutningsskilríki væru stimpluð og frá þeim gengið annars staðar, en varningurinn barst svo til Suður-Afríku eftir ýmsum leið- um. Meðan ég beið eftir væntanlegum ferðafé- lögum tók ég mér far með loftbelg til dals í grendinni þar sem boðið var upp á morgun- verð með kampavíni. Lagt var af stað klukk- an rúmlega fjögur að morgninum og haldið til nokkurs konar loftbelgjahafnar. Þar voru tveir loftbelgir blásnir upp. Nauðsynlegt var að-halda svo snemma af stað til að unnt væri að notfæra sér uppstreymið. Við fórum þrjú í körfuna og stýrimaður var í miðju og belgurinn sveif til himins. Síðan var svif- ið yfir dalinn. Fyrir neðan voru stór einbýlis- hús í víðáttumiklum görðum. Þarna bjó fólk sem vann í Jóhannesarborg. Hundar geltu þegar þeir sáu loftbelginn. Þegar við vorum lent settumst við í bíla sem biðu okkar. Ég íenti við hliðina á þétt- vöxnum manni á fimmtugsaldri sem leit út og hegðaði sér eins og rummungar í Suður- ríkjunum eru sýndir í kvikmyndum - 'stór, kröftugur, kynþáttahatari, vopnaður. Vegna þrengsla lagði hann skammbyssuna sem hann bar sér við hlið fyrir framan sig. Byss- an rann þar til og frá. Ég spurði kurteislega hvort hún væri hlaðin. „Ó, já.” Morgunverður var borinn fram í garði við bændabýli Afríkana. Húsið var á einni hæð. Steinsteyptur garður lá að eldhúsinu. Þar var svört vinnukona sem aldrei kom fram en hvíta bóndakonan þjónaði okkur til borðs. Staðurinn minnti mig á ýmsa staði í Bandaríkjunum. Þama voru nokkur gömul tré og runnar og grasflöt í hálfgerðri órækt. Við sátum Skyndilega missir bílstjórinn okkar þolinmæðina. hann öskrar eitthvað til svertingjanna á afríkönsku. Þeir öskra á móti. Hannbrýturlásinn á pumpunum. Þeir neita að setja dæluna í gang. Konurnar safna steinum og búa sig undir bardaga. Eftir TERRY G. LACY Listsýning úti á grænni grasflöt í Jóhannesarborg. Þarna leyfist svörtum að sýna einnig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.