Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 2
Jólarabb Listir, menning og íslensk kirkja Maríumynd í rómönskum stíl, talin vera frá því um 1300, úr ártíðaskrá frá Skarði á Skarðsströnd. Myndin er varð- veitt í Árnastofnun. Enda þótt Brynjólfur biskup í Skál- holti væri vígður til evangelísk lúterskrar kristni, átti hann þó sínar einverustundir í dómkirkjunni, er hann gekk til fundar við Maríu guðsmóður í norðurstúku. Þessi vel lærði og einarði evangelíski kirkjuhöfðingi erfði frá forfeðrum sínum dálæti á henni, móður Krists. Igamalli grein, sem ég las nýlega og fjallar um norsku skáldkon- una Sigrid Undset, segir m.a. frá því, að eitt sinn hafi lítt kunnur kvenrithöfundur heils- að upp á nóbelshöfundinn í samkvæmi í New York. Lét þessi ónafngreinda kona í ljós hrifningu sína yfir því að hitta frú Und- set, „því ég skrifa sjálf bækur”, sagði hún, „náttúrlega ekkert, sem nálgast yðar snilld, bara ó§köp blátt áfram bæk- ur”. Sigrid Undset steinþagði. Konan hélt þá áfram að gera minna og minna úr sinni eigin ritsnilld, alveg hjálparvana gagnvart þessari þungu þögn, þangað til Sigrid Undset segir stutt og þurrt: Hvers vegna eruð þér þá að skrifa? Það er ljóst, að þessi taugaveiklaða Jistakona var ekki íslendingur, enda þarf meira en þögn viðurkenndra snillinga til þess að hemja ritgleði vora og veikla þá sannfæringu, að fiestir, sem land þetta byggja, geti skrifað og þá meira en blátt áfram texta. Að sjálfsögðu þykir ýmsum nóg um, þegar jólin nálgast og hugsa þá líkt og Bjarni vinur minn frá Gröf, sem orti: Bullið sem að birtist í bóka stórflóðinu. Mér finnst eins og margt af því mætti standa í sinu. Það kann að vera nokkuð til í þes sari stuðiuðu fullyrðingu, en oft hefur þó raun- in orðið sú, að mönnum hefur í fyrstu sést yfir snilid í bundnu og lausu máli og þá ekki síður í verkum annarra lista- manna, tónskálda eða myndlistarmanna. Heima á Hólum er margt, sem vekur þá hugsun, því að í aldanna rás hafa menn lagt þar stund á listir og fræði í skjóli kirkjunnar og að því vék Bjami í annarri stöku: Hér var laga og Ijóðagjörð, létt um bragaryrði, hér á sagan helga jörð heima í Skagafirði. Þegar þessi orð eru fest á blað, kyngir niður snjó í Hjaltadal. Heima á Hólum er skjólgott, þetta forna helgisetur vel varið fyrir norðaustanveðrum. Er ég lít út um norðurglugga biasir við augum stæðileg eirmynd af hinum helga bisk- upi, Guðmundi Arasyni, sem listakonan Gunnfríður Jónsdóttir hefur mótað. Steinrunnið yfirbragð er kalt og hermann- legt og minnir heist á þá staðreynd, að í fyrstu var hann líklegra efni í víking en prest. Þykir sennilegt að sinnaskiptin hafi orðið, er hann iá fótbrotinn norður á Hornströndum eftir að skip þeirra Ingi- mundar prests sigldi á boða í voðaveðri. Við það vos varð breyting á hugarstefnu Guðmundar allri og lífemi. Og nú nær átta öldum síðar, þegar aðventa er gengin í garð, ber mynd þess góða manns drifhvítt mjallarmítur, sem í bókstaflegum skilningi féll af himnum ofan, minnir á helgi hans og bætir lista- verkið óneitanlega. Við fótstallinn rauða kúra bústnar rjúpur, sem ekki verða skotnar í landi Hólastaðar, og snjótittling- ar fiögra milli nakinna birkigreina í hall- inu upp af myndinni. Nær jólum er gott að minnast þess gjafmilda, heilaga manns, sem hér söng messur á öndverðri 12. öld og helgaði vínið í þeim gyllta kaleik og brauðið á þeirri myndum prýddu patínu, sem ennþá em borin fram af steinaltari Hóladómkirkju til móts við alla þá, sem beygja holdsins og hjartans kné í auðmýkt frammi fyrir borði þess, sem forðum var lagður í jötu á jólum. Fáir hafa lagt betur út af sögu þess góða biskups, Guðmundar Arasonar, en fyrsti skólastjóri Kennaraskóla íslands, síra Magnús Helgason. Hann leiddi þö ekki hjá sér þá þungu dóma, sem sagn- fræðingar hafa löngum fellt um gjörðir Guðmundar, að afstaða hans og fram- koma höfðu þau áhrif á sögu lands og þjóðar, sem eigi virtust til heilla. En þó er jafn víst, að hann hefur á engan hátt viljað verða íslandi eða íslendingum til meins, fremur en fyrstu biskuparnir eftir siðaskiptin öldum síðar. Og auðvelt er að leiða rök að því, að afskipti Noregskon- ungs af málefnum íslands voru þá heim- ildarlaus og áttu rætur að rekja til drottn- unargirni hans, ekki síður en Danakon- unga löngu síðar. Þá fer ekki á milli mála, að veraldlegir höfðingjar hafa gefið konungi fangstaðar á sér jafnt fyrir því, þó Guðmundur hafi aldrei verið til. Það er fróðlegt og hrifandi að kynna sér þá vörn fyrir biskupinn forna og þá um leið kirkjuna, sem íslenskur skólamaður flutti við upphaf þessarar aldar. Leiðir það raunar hugann að þróun kirkju í landinu í aldanna rás. Fram til þessa dags hefur kirkjan fyrst og fremst verið íslensk, þjóð- leg, og löngum verið mestur og oftar en ekki bestur áhrifavaidur í sögu ísienskrar menningar og lista, hvað sem hver segir. Því meir sem vér hugleiðum sögu þessar- ar stofnunar, þeim mun sterkari hlýtur tilfinningin fyrir því að verða, að ytri aðstæður, landfræðileg einangrun, nátt- úrufar, arfur ættartengsla, hafa gert þessa norrænu grein hinnar helgu stofn- unar einstæða í kristninni, svo eðlilegt er að nefna hana íslenska þjóðkirkju frá kristnitöku til þess dags. Upphaf hennar varð með meiri friði, en annars staðar, og svonefnd siðaskipti á 16. öld urðu án verulegra átaka. Fyrstu biskupar í lút- erskum sið voru sumir í nánum ættar- tengslum við þá, sem stýrðu kirkjunni fyrir breytinguna. Menn á 17. öld, eins og meistari Brynjólfur Sveinsson Skál- holtsbiskup, en langafi hans var Ari son- ur herra Jóns Arasonar. Herra Brynjólfur var „heitur maður í sinni guðrækni, en ei hálfvolgur”. Hann var vígður til evang- elísk lúterskrar kristni, en átti þó sínar einverustundir í dómkirkjunni, er hann gekk til fundar við Maríu guðsmóður í norðurstúku. Þessi vel lærði og einárði evangelíski íslenski kirkjuhöfðingi erfði frá forfeðrum sínum dálæti á henni, móð- ur Krists, og tekur ijóð hans henni til dýrðar öll tvímæli þar af: Þú drottning gáfum glæst, þess guðs, sem mestur er, sem háls er höfði næst, svo hátt þinn vegur fer, og þaðan sérhvað þiggur, svo fær þú allt, sem fram þú ber. Ég bið þig, blessuð mær, að borga fyrir mig, og aðra þakkir þær, sem þjóðin óbjarglig er skyldug guði að gjalda fyrir ástverk hans við sjálfa sig. Þannig orti mesti velgjörðamaður séra Hallgríms Péturssonar, meistari Brynjólf- ur, þá bæn, sem Guðmundur góði hefði heils hugar tekið undir. Þeir tveir áttu við mikia en ólíka harma að stríða, þeir voru ólíkir menn, stórbrotnir, en að hyllt- ust báðir þá skoðun, að framar beri að hlýða Guði en mönnum og fylgdu henni fram hlífðarlaust og hiklaust. Því hefur sagan haldið á loft, listirnar sótt þangað hugmyndir til eflingar íslenskri menningu og nú má íslenska kirkjan og þá einnig íslenska þjóðin síst við því að gleyma þeim sannindum, sem 'nún getur af sög- unni lært, er að steðja gerningaveður annarlegra trúarhugmynda. Bolli Gústavsson á Hólum Jólablað - Efnisyfirlit Forsíðumyndin: Á næsta ári er 500. ártíð ítalska málarans Piero della Francesca, sem fæddur var um 1420 og lézt 1492. Myndin er frá fæðingu frelsarans í Bethlehem og er varðveitt í National Gallery í London. Francesca er samtímamaður ítölsku málar- anna Botticellis og Ghirlandaios, en allir voru þeir merkir brautryðjendur og megnið af lífsverki þeirra er trúarlegs eðlis, unnið fyrir kirkjuna og hefur yfir sér svip fegurð- ar og heiðríkju. Listir, menning og íslensk kirkja. Jól- arabb eftir Bolla Gústavsson, vígslubiskup á Hólum. Hugleiðing um Krist og menninguna. Grein eftir Þóri Jökul Þorsteinsson. Hugsunin um fallvaltleikann hefur sótt mjög á mig. Gísli Sigurðsson ræðir við Hannes Pétursson skáld. Upphaf Viðeyjarklausturs. Grein eftir Þóri Stephensen, staðarhaldara í Viðey. Eldhuginn í Blátúni. Aldarminning Jóns Þorleifssonar, listmálara. Eftir Gísla Sig- urðsson. Úr munnlegri geymd um upphaf Strandar- kirkju. Grein eftir Konráð Bjarnason. Gamall maður við glugga. Smásaga eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Listhöndlarinn Hrefna Jónsdóttir. Grein eftir Hannes Sigurðsson. Spjallað við meistara Kurosawa. Samtal sem Hrafn Gunnlaugsson átti við Kurosawa í Japan. Brasilía - eins og risastór jólapakki. Oddný Sv. Björgvinsdóttir segir frá ævin- Þ týralegu ferðalagi, m.a. inn í frumskóga Ámazonsvæðisins. Nóbelshöfundurinn Sigrid Undset. Grein eftir Gidske Anderson. Ævi Moliers. Grein eftir Erling Halldórs- son, rithöfund. Um álfabyggð og fleira. Grein eftir Önnu Maríu Þórisdóttur. Gengið á Hlöðufell. Grein eftir Reyni Ey- jólfsson. Þórunn á Grund. Grein eftir Bryndísi Sverrisdóttur. Tjaldferð um Suður-Afríku. Frásögn eftir Terry G. Lacy. Æxli í Paradís., Frásögn eftir Guðmund Björgvinsson. t Svartar rósir. Smásaga eftir Steingerði Guðmundsdóttur. í ræningjahöndum í höfuðborg Rúmeniu. Frásögn eftir Trausta Steinsson. Bara átta ára. Örsaga eftir Vigdisi Önnu Jónsdóttur. Kólumbus á Islandi. Grein eftir Ólaf Egils- son. Kirkja í Ungverjalandi. Sagt frá nýrri og frumlegri kirkju eftir arkitektinn Imre Makovecz. Bósi vinur minn. Frásögn eftir Jóhann F. Guðmundsson. Verðlaunakrossgáta og verðlauna- myndagáta. Ljóð eftir 10 höfunda. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.