Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 32

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 32
 i > i ) r | Moliére, sem lék Mascarille. Hárkolla hans var svo síð að hún straukst við sviðið við hveija hneigingu, á höfði hans sat kostu- lega lítill hattur. Brækurnar voru prýddar um hnéð stóreflis kniplingsbrúskum. Fals- markgreifinn Jodelet var leikinn af Jodelet gamla. Hvorir tveggja leikaramir, Moliére og Jodelet, slógu um sig með ágætum og skemmtu áhorfendum með skothríð af tvíræðu spaugi. Hinir leikararnir, þeirra á meðal ungfrú de Brie sem Madelon, dóttir Gorgibus, stóðu þeim ekki á sporði. Hana, gleðjist, svona heillandi mark- greifar og dýrðlegar yngisdömur eru til hjá okkur! En gáið að, þetta eru nú þjón- ar! Vitaskuld þjónar! En hvaðan taka þeir framkomuna? Þvílíkt grín! Þvílíkt grín! Hver slaufa á búningunum, hvert vísuorð, tilgerðin, falsið, hrottaskapurinn gagnvart þjónunum — hreinasta grín! Þegar Moliére beindi tillitinu út um augnrifurnar á grímu sinni fram í leiksal- inn, kom hann í einni stúkunni auga á virðulega madömu Rambouillet fremsta í flokki kvenna sinna. Gamla konan — það gat hver og einn séð — var græn af reiði, hún hafði skilið leikritið út í æsar. Og ekki einasta hún! Gamall maður á forgólf- inu hrópaði í miðjum klíðum: „Bravó, Moliére! Þetta er virkilegur grínleikur!” Sprengjan sprakk svo fast við raðir Dýrðanna að ofboð greip um sig. Fyrstur hljóp á brott einn trúasti áhangandi og fánaberi rambúíska hérsins og varpaði hann fánanum sem honum hafði verið trú- að fyrir í svaðið. Þessi liðhlaupi var enginn annar en skáldið Gilles Ménage. Þegar hann yfirgaf leikhússalinn eftir leiksýningu tók hann undir handlegg herra Chapelains og hvíslaði: „Minn kæri, við verðum að brenna til Ö9ku allt Bem við höfum dásamað hingað til. Við skulum játa við höfum látið í salonunum eins og fífi!" Herta Ménage bættí þvi við að leikritið væri að sínu viti mjög napurt og mjög sterkt, og hann hafi séð það fyrir... Hvað Ménage hafði séð fyrir vitum við ekki, því orð hans köfnuðu í skrölti aðsteðj- andi vagna. Það var slökkt í leikhúsinu. Á götunum niðamyrkur. Moliére, sveipaður kápu sinni, með ljósker í hendi, hóstandi vegna rakans í nóvemberloftinu, skundaði heim til Mad- eleine. Arineldurinn dró hann til sín, ákaf- ar dró hann þó systur Madeleine og uppeld- isdóttur, Armande Béjart, Menou kölluð, sem fyrir sex árum hafði leikið Efýru í Lyon. Á þessum tíma hafði hún orðið að sextán ára stúlku. Moliére hraðaði sér að sjá hana, en hann gretti sig af sársauka þegar hann leit í augu Madeleine. Óþægi- legt blik kom í þessi augu þegar hann átti tal við Armöndu, fjörmikla og ást- leitna. Madeleine hafði fyrirgefið honum allt: bæði samband hans við Duparc í Lyon og fylgilag hans við frú de Brie, en nú hlóp ijandinn í hana! Ljóskerin þjóta um í nóvembermyrkrinu, í gegnumsmjúgandi þokunni á bökkum Signu. Herra Moliere, við erum hér einir, hvíslið í eyra mér, hvað eru þér gamall? Þijátíu og átta? Og hún er sextán? Og auk þess, hveijir voru foreldrar hennar? Eruð þér viss um að hún sé systir Magðalenu? Hann vill engu svara. Ef til vill veit hann það ekki heldur. Fellum þetta tal. Tölum um eitthvað annað. Til dæmis um álitshnekkinn sem Moliére olli Búrgundur- um með olnbogaskoti sínu. „Hvaða ieikflokki viljið þér láta fá leik- rit yðar? Það er álitamál. Sjálfsagt leik- flokknum í Hötel de Bourgogne. Þeir einir geta sett leikrit rétt á svið.! Herra Moliére hefði ekki átt að gera aðför að leikurunum í Hötel de Bo- urgogne. Skynugt fólk vissi að hann var skapari og fulltrúi annarrar stefnu í leik- list en leikararnir í Bourgogne, og að Montfleury var fjarri því að vera vondur leikari eins og Bergerac staðhæfði. Leikar- arnir í Hötel Bourgogne og Moliére fóru ólíkar leiðir og það var óskynsamlegt af honum að ráðast á þá, upphlaup eins og það sem varð við sýninguna á „Dýrðunum” sannar ekkert. Og það er háskalegt að fá alla menn upp á móti sér. Þýðandinn er rithöfundur. Um álfabyggð og fleira Asparlaufin kasta sólargeislum á milli sín eins og kátir krakkar í boltaieik. Puntstráin dansa vais í kvöidgolunni. Nú standa allir álfabæirnir undir norðurhiíð Ingólfsíjalis opnir upp á gátt og brátt birtist Fjalikonan í hamrabeitinu. Hún er að biessa landið. Eftir ÖNNU MARÍU ÞÓRISDÓTTUR etta ljóðkorn varð til í sumarbústaðnum okkar, Ljósalandi, um sólstöð- urnar síðustu. Ekki er ég skyggn en það leið ekki á löngu eftir að við eignuðumst þetta land í Grímsnesinu árið 1976 að ég veitti athygli myndarlegum steinbæ álfa vestan undir Búrfelli. Sérlega gróin grasbrekka var framundan bænum og blábeijalaut væn ofurlítið til hliðar. Nokkrum sinnum höfum við gengið að bænum og þá sá ég að burnirót og burkni vaxa yfir bæjardyrum. Aldrei hef ég séð íbúana en mér er oft hugsað til þeirra og ekki líður sá dagur þegar ég dvelst á þess- um slóðum að ég horfi ekki upp að álfa- bænum. En það var ekki fyrr en 1984 eða 5 árum eftir að bústaður okkar var byggður og við farin að sitja við suðurgluggann á sumarkvöldum að ég fór að veita athygli álfabæjunum undir Ing- ólfsfjalli norðanverðu. Það er heldur ekki fyrr en á kvöldin að þeir opn- ast upp á gátt og varla nema í sóiskini. Svo var það eitt vorið í kringum 17. júní að I'jallkonan birtist. Hún sést reyndar aldrei nema um þetta leyti árs þegar sólin er allra lengst á lofti og nær að lýsa upp ljósleitt hamrabelti sem skagai' norðaustui' úr fjallinu. Þá birtist þar þessi stórvaxna og tígu- lega vera sem ég nefndi Fjallkonuna vegna ná- lægðarinnar í tíma við 17. júní. Að baki hennar í dálítilli íjarlægð má stundum greina ljósan verndarengil. En það undarlega er að nokkrum árum eftir að ég veitti þessum vættum athygli, sá ég að mjög lík sýn hafði orðið til í huga annars manns. Við hjónin fórum á sýningu Eiríks Smith í Hafnarborg í Hafnai'firði í júní 1988. Mig rak í rogastans þegar ég sá mynd af Fjallkonunni minni og englinum undir fjallshlíð og minnti afstaða öll og staðsetn- ing mjög á stöðu vættanna norðaustan í Ingólfsíjalli. Myndin heitir Að blessa land- ið og til þess er skírskotað í síðustu ljóðlín- unni hér að framan. í viðtali við Eirík Smith í tímariti snemma á þessu ári sé ég að einmitt þessi mynd hangir uppi í stofu hans í nýja hús- inu_ í Setbergshverfi í Hafnarfirði. Ég býst við að liðin séu um tuttugu ár síðan ég tók eftir tveimur stórum álfab- lokkum rétt austan við Þrengslavegamótin á leið upp á Hellisheiði. Aldrei ókum við þarna um án þess að ég segði við dætur mínar: „Þarná eru álfablokkirnar” og síðar hafa þessi orð hljómað í eyrum barnabarn- anna. Erfitt hlýtur að vera fyrir þá nágranna sem þarna búa að heimsækja hveijir aðra eftir að hraðbrautin var lögð á milli blokk- anna. En kannski hafa þeir einhver ráð sem við þekkjum ekki og ekki veit ég til þess að nein óhöpp hafi orðið þarna við lagningu vegarins. Fyrir nokkrum árum veitti ég því at- hygli að fleiri en ég hafa séð álfablokkir í þessum stóru hraundröngum. Einhver góðhjartaður og velviljaður álfunum hafði gróðursett sumarblóm á svölum blokkar- innar sunnan vegarins. Einnig var kominn stór lúpínubrúskur upp á þakið. Á hvetju vori var plantað þarna sumar- blómum, stjúpmæðrum og flauelsblómum sýndist mér. Seinna var líka farið að planta í hina blokkina og meira að segja að rækta litla grasflöt fyrir framan hana. Ég gladdist alltaf að sjá þetta þegar ég átti þarna leið um og mér fannst ég eiga andlega systur eða bróður í þeim sem þetta gerðu. I vor sem leið voru enn komin blóm á svalirnar en hurfu samt skömmu seinna. Nú bregður svo við að í viðtali í blaði við merkan náttúrufræðing sl. haust hneykslast hann ákaflega á því að hafa fundið útlend sumarblóm, nánar tiltekið morgunfrúr, upp í Svínahrauni og segist umsvifalaust hafa fjarlægt þau. Það skyldu þó ekki hafa verið blóm álf- anna sem hann reif upp? Mér finnst þau hefðu mátt vera í friði. P.S. Ég er fús til að biðja náttúru- fræðinginn afsökunar ef ég hef hann þarna fyrir rangri sök. Höfundur er húsmóðir i Reykjavík. 32

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.