Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 21
þegar við bættist að hundurinn minn Crom- well dó var fátt þar til að halda í mig. Vinir mínir í Lambertviile sögðu mér að tveir ungir menn hérna í þorpinu starfræktu rammagerð sem héti „The Framers Gallery” og að þeir væru að fara á hausinn. Þeir vildu fá einhvern til að taka við rekstrinum og þeim skuldabagga sem á honum hvíldi. Aleig- an mín var aðeins um 65 þúsund krónur og með þessa aura upp á vasann tók ég við innrömmun þeirra félaga, nokkuð sem væri algjörlega óhugsandi í dag. Þetta var á Valentínusardaginn 14. febrúar 1978. Ég hef aldrei verið hamingjusamari á ævinni. Mér„ var alveg sama hvort ég yrði rík eða ekki svo fremi sem ég væri sjálfstæð. Róðurinn var afar þungur í upphafi. Ég var alveg á kúpunni. Ég leigði herbergi úti í bæ, borðaði kartöflur i flest mál, vaknaði klukkan fjögur á morgnana og fór í háttinn klukkan átta, og bað til Guðs á hverjum degi að ég fengi nógu mikinn pening til að eiga fyrir næstu leigu.” Listráðgjafi Sem Kaupir INN PICASSO OG CHAGALL Eitt það fyrst sem menn taka eftir í gallerí- inu er hið mikla úrval af römmum. Þeir eru hafðir til sýnis fyrir endaveggnum og stend- ur kaupendum flest allt til boða: Rammar í hollenskum 17. aldar stíl, amerískt Art Deco, innlagðir ítalskir mahónírammar, mynd- skreyttir rammar og svo að sjálfsögðu ramm- ar húðaðir 24 karata gulli. Þó ég eigi bágt með að trúa því spyr ég samt Hrefnu hvort hún hafi erft svona hnoss þegar hún tók við „útgerðinni”. Hún hristir höfuðið brosandi. „Þeir hlupu í burtu frá öllu saman og skildu mig eftir með lítið að spila úr. Þeir kenndu mér meira að segja aldrei að ramma inn eins og þeir höfðu lofað. Sem betur fer er ég góð í höndunum og gat lært af sjálfri mér. Velt- an á fyrsta árinu var heldur ekki mikil, svona rétt rúm ein milljón íslenskra króna. Ég tók síðan upp á þeirri nýbreytni, að í stað þess að bjóða bara upp á innrömmun keypti ég ódýr en flott plaköt, setti í umgjörð og hafði til sýnis í salnum. Þetta lofaði góðu, en það var ekki fyrr en í lok ársins að hjólin tóku að snúast fyrir alvöru.” „Það kom maður inn í galleríið og tjáði mér að hann hefði áhuga á að kaupa fjögur plaköt eftir Norman Rockwell nokkurn sem voru til sýnis í glugganum. Hann bað mig að geyma þau fyrir sig, sagðist myndi senda mér ávísun síðar og láta ná í þau. Ég leit á manninn og hugsaði með sjálfri mér „fat chance” („góður þessi”). Ekki renndi mig í grun að ég væri komin með stórlax á færið. Þessi maður, Peter Scapari, reyndist þegar öllu var á botninn hvolft enginn annar en einn af toppunum hjá McNeil, arðbærasta útibúinu hjá risafyrirtækinu Johnson & John- son, sem þá var rétt að hefja framleiðslu á Tylenol, einu vinsælasta verkjalyfi í Banda- ríkjunum. Áður en ég vissi af var ég komin með fimm sinnum hærri tekjur en ég hafði haft hjá töskufyrirtækinu. Tylenol-fólkið hef- ur alla tíð síðan verið einn minn besti kúnni, stundum með næstum 50% af sölunni. Þeir voru svo ánægðir með mig að þeir réðu mig til sín sem ráðgjafa og fólu mér að kaupa inn fyrir þá dýrmæt listaverk og koma upp fyrsta flokks safni fyrir þá. Ég vinn fyrir þá tvisvar sinnum í viku. Þetta gengur þann- ig fyrir sig að þeir láta mig vita á hverju þeir hafa áhuga og ég reyni síðan að verða þeim úti um það. Til dæmis sögðust þeir einu sinni vilja tvær myndir eftir Chagall. Ég fór þá til New York til að kaupa verkin, eftir að hafa ráðfært mig við sérfræðinga um gildi þeirra. Safnið þeirra er í dag metið á um 180 milljónir íslenskra króna.” Hefur Haft Yfir 6o Millj- ÓNIR KRÓNA í ÁRSVELTU „í gegnum McNeil fékk ég alls konar til- boð upp í hendurnar og núna er ég með átta stórar stofnanir og hlutafélög á mínum veg- um. Þar má nefna Fidelity Bank of Philadelp- hia, Merck Co., stærsta lyfjafyrirtæki Banda- ríkjanna, og ráðstefnumiðstöðina Scamticon í Princeton, sem er dönsk að uppruna og hefur keypt af mér meira en þúsund mynd- ir. Nýjasti bitinn er svo Four Seasons í New York-fylki, en það er ein að þessum stóru ráðstefnumiðstöðvum sem risafyrirtæki eins og Sony taka á leigu. Samningurinn hljóðar upp á hundruð þúsunda dollara og er mér ætlað að fegra forsalinn, sem er á þremur hæðum, fundarsalina og öll gistiherbergin á næstu tíu árum. Ég er einstaklega heppin því að samkeppnin er eitilhörð og færri sem komast að en vilja. Þegar ég seldi hvað mest til fyrirtækjanna var ársveltan hjá mér í kringum 60 milljónir króna. Árið 1984 kom svo allt í einu smá babb í bátinn. Einhver í Chicago laumaði blásýru í Tylenol-glösin og drap með því átta manns. Lyfin voru samstundis kölluð af markaðinum og því spáð að McNeil væri Helene Saschen hafa leitað á mið forna menn- ingarsamfélaga, sérstaklega amerískra indí- ána og asteka. Þótt að tækni þeirra sé í sjálfu sér einföld'hefur enginn svo ég viti til náð að stæla hana. Þau búa til sinn eigin pappír úr alls konar afgöngum og lita hann með litarefni sem þau kaupa frá hinum ýmsu indíánaættbálkum. Til samanburðar styðst Lisa Gladden töluvert við tákn í verkum sín- um og leggur mikið upp úr áferðinni. Móðir hennar, Suzanne Douglass, er aftur á móti mest í kyrralífsmyndum, en þær eiga það sameiginlegt að nota báðar mjög milda liti. Margir listamennirnir mínir, eins og t.d. Ric- hard Gatewood, koma frá Kalifomíu og eiga það til að vera dálítið skreytigjamir, sem þarf ekki að vera verra. Það fellur vel í kram- ið hjá fyrirtækjunum sem skipta við mig, en ég sýni náttúrlega aldrei neitt sem ég_get ekki verið stolt af. Annars er ég opin fyrir allri list, hvort sem það heitir abstrakt eða realismi. Ég set það hins vegar sem skilyrði að listamaðurinn kunni sitt fag og að hand- bragðið sé afbragðsgott.” VILL FARA AÐ SÝNA EFTIR ÍSLENDINGA Hvað er framundan? „Eins og ég drap á stend ég núna á tímamótum og _er tilbúin að fara að pmfa eitthvað nýtt. Árið 1988 hætti ég að vera með ódýrar myndir og tók þess í stað að selja mun verðmeiri listaverk, allt upp í 400-600 þúsund krónur. Með því að gera þetta skipti ég í raun og vem um viðskiptahóp. Millistéttin hefur varla efni á að leyfa sér neitt lengur, en góð listaverk, þó þau séu dýr, halda áfram jafnt sem áður að renna út eins og heitar lummur. Ég er vel þekkt og hef góð sambönd. Mínir prívat- kúnnar em dreifðir um allar jarðir, en flestir þeirra em þó staðsettir á Manhattan, í Fílad- elfíu og eins hérna í kringum Lambertville. Það em miklir peningar á þessum slóðum. í í framhjáhlaupi eftir Katja Oxman, endanlega búið að vera. Morðinginn hefur aldrei fundist, en talið er að hann hafi viljað koma einhvetjum fjölskyldumeðlimi fyrir kattarnef og tekið til þess ráðs að hylma yfír ódæðið á þennan máta. McNeil skuldaði mér hátt á þriðju milljón og ég var sem von var logandi hrædd um að ég mundi aldrei sjá þessa peninga. Fyrirtækið rétti sem betur fer fljótlega úr kútnum, varð sterkara en nokkru sinni áður, og ég fékk mína aura. Ég lærði góða lexíu og afréð í framtíðinni að stóla ekki svona mikið á einn aðila. Þetta eru samt góðir viðskiptavinir og ég ætla mér ekki að sleppa af þeim liendinni þó ég gæti bráðlega hugsað mér að fara að róa á önnur mið. Það er kominn ákveðinn leiði í mig og ég vil fara að prufa mig áfram með nýja hluti. Ég myndi líta á það sem ævintýri, eitt- hvað til að auka enn frekar minn hróður, því að galleríið og rammaverkstæðið gengur allt of vel til þess að ég fari að henda því frá mér. Það er mitt lífsviðurværi.” BÝÐUR BARA UPP Á ÞAÐ SEM HÚN GETUR VERIÐ STOLT AF Það er í mörg horn að líta og Hrefna verð- ur að bregða sér frá stundarkorn til að sinna einhveiju erindi. Á meðan virði ég skrifstof- una betur fyrir mér. Henni er skipt í tvennt með riffluðum súlum. í öðrum endanum er setustofá en í hinum skrifstofa og út frá henni snyrtiherbergi og lítið eldhús. Allt ber vott um fágaðan smekk og snyrtimennsku. Leðurstólar, parket og persnesk teppi á gólf- inu; plöntur, skúlptúr og myndir í gullrömm- um á veggjunum. Þegar hún kemur til baka spyr ég hana hvort hún hafi breytt húsinu mikið. „Heldur betur. Þar sem ég lagði allan minn pening í að kaupa betri tæki, betri ramma og betri list hafði ég ekki efni á að Meðal verka í búðinni I\já Hrefnu er að finna verk eft- ir Peter Stanz- iale. kaupa þessa byggingu fyrr en 1982. Það var síðan fyrir fjórum árum að ég tók til höndun- um og gerði allt húsið rækilega upp. Fólki fannst ég vera allt of flott á því og einum of séi-vitur að vilja mála það kolbikasvart og prýða með svona glannalegum litum — eld- rauðum, skærbláum og snjóhvítum — til að leggja áherslur á útskot og arkitektúrísk ornament. Þar sem öll galleríin í Lambert- ville einbeita sér að listamönnum frá þessum slóðum ákvað ég að leita út fyrir svæðið og sérhæfa mig í listaverkum sem unnin eru á pappír. Ég komst í samband við listamennina gegnum sýningar, auglýsingar og listatíma- rit, hafði samband við þá og valdi úr. Maður spyr síðan þá listamenn sem manni líkar við hvort þeir þekki einhverja sem þeim finnst vera góðir. Listaheimurinn er mjög lítill. Það þekkja allir alla.” Hrefnu setur hljóða og ég skýt að henni hvort hún eigi sér einhvetja uppáhalds lista- menn. „Já, já. Það má t.d. nefna hjónin Douglas Zucco og Helenu Saychen, Katju Oxman, Richard Gatewood, sem vinnur í blandaðri tækni, og mæðgurnar Suzanne Douglass og Lisu Gladden, en þær eru eina undantekningin á þeirri ákvörðun minni að sýna ekki eftir listamenn úr héraðinu. Katja Oxman, sem er hollensk að uppruna, er und- ir sterkum áhrifum frá japönskum prentsnill- ingum eins og Hokusai, Hiroshige, Utamaro og Moronobu, á meðan Douglas Zucco og dag er ég með hátt í 4.000 manns á póst- lista hjá mér, allt ágætis viðskiptavinir. Þar af eru um 200 topp-kúnnar. Þetta fólk kem- ur vanalega til mín á tveggja ára fresti og gerir þá boð á undan sér. Við gerum allt fyrir það, frá því að ramma inn til þess að hengja verkin upp á heimilum þeirra. Stund- um kaupir það 3-6 myndir á einu bretti. Stundum ekki neitt. Svona fólk setur ekki peninga fyrir sig og það er inn á slíka við- skiptanauta sem ég mun stíla þegar ég færi mig yfir í olíumálverkið. Það er greinilega markaður fyrir því sem mig langar til að gera. Ég ætla að sækja alþjóðlegar samsýningar og þreifa mig áfram. Það er mikill áhugi núna á listamönn- um frá Austu,r-Evrópu og ég mun því veita þeim sérstakan gaum. Eins hef ég mikinn hug á að sýna myndlist frá Norðurlöndunum og þá sér í lagi Islandi, enda er ég oft spurð um listina heima. Ég er alveg rosaleg stolt af að vera íslensk. Það má kannski líka taka fram að þó að ég hafi komið víða við finnst mér Vestmannaeyjar ennþá fallegasti staður í heimi. Ég er þess vegna mjög opin fyrir landanum og því sem hann er að gera í list- inni. Það kæmi jafnvel til greina að sýna verk eftir íslenska listamenn þó ég héldi að þau myndu ekki seljast. Það nægir að ég geti verið stolt.” Höfundur býr í New York. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.