Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 427 Álög eru FRÁ alda öðli hafa menn reynt að hafa samband við dularöfl, og upp af þeirri viðleitni spratt það, sem kallað hefir verið galdur, bæði hvítagaldur og svartagaldur. Löngu fyrir tímatal vort voru uppi í Egyptalandi töframenn, sem færir voru um að valda bæði blessun og bölvun, með tilstyrk ein- hverra afla í náttúrunnar ríki. Þeir settu „anda“ til þess að halda vörð um konungagrafirnar og hefna þeim, er dirfðust að raska friðhelgi þeirra. Vér höfum heyrt nokkrar sögur um, að þessi verndarkraftur konungagraf- anna sé enn virkur. Og undarlegar eru þær sögur, sem af því fara. Mönnum er enn í fersku minni hvernig íór fyr- ir þeim, sem opnuðu grafhýsi Tutankhamons (eða Tutankhaton) og rændu það.. En til er önnur eldri saga, sem ekki er jafn kunn. Hún er um smyrling gyðju, sem var í hofi Amen-Ra og dó í Þebu fyrir hér um bil 3500 árum. Smyrlingur þessi hafði legið óhreyfð ur um aldir. En svo var það um 1860, að fimm brezkir ferðamenn komu til að skoða rústirnar af hofi Amen-Ra. Þá fengu þeir fregnir af því, að Arabi nokkur hefði forláta smyrling til sölu. Þeir vörpuðu þá hlutkesti um hver hætti og þoturnar. Þær draga inn í sig vatn og spýta því svo aftur úr sér með miklum krafti, og við það þeytast þær áfram, og þær herja miskunnarlaust á lirfur dægurflug- unnar. Vanhöldin eru því mikil. En náttúran sjálf gerir ráð fyrir því, og þess vegna verpa dægurflug- urnar svo mörgum eggjum. Og það er ótrúleg mergð af þeim sem kemst upp á hverju ári. Það sést bezt þar sem borgir standa nærri vötnum. Morguninn eftir kærleiks- dansinn eru götur þar sleipar af hismi óteljandi flugna, og búðar- menn verða að moka gangstéttim- ar fyrir framan búðir sínar. En þessi dagur er hátíðisdagur hjá öll- dularkraftur þeirra skyldi kaupa smyrlinginn. Og upp frá því rak hver atburðurinn ann- an og allir mjög undarlegir. Á heimleiðinni fékk einn þeirra slysaskot í handlegg og var öllum óskiljanlegt með hvaða hætti skotið hefði getað hlaupið úr byssunni, Hand- legginn varð að taka af honum. Þegar þeir komu til Kairo fékk eig- andi smyrlingsins þær fréttir að heim- an, að hann hefði misst aleigu sína, og skörnmu seinna dó hann. Þriðji maðurinn var skotinn til bana. Sá fjórði varð ólánsmaður og dó í vesaldómi áður en árið var liðið. Smyrlingurinn var fluttur til Lund- úna. Þangað kom frú Blavatsky, hinn kunni guðspekingur, til að skoða hann. Um leið og hún kom inn í herbergið, þgr sem smyrlingurinn var, sagði hún að honum fylgdu mjög öflug ill öfl, og ráðlagði eigandanum að ]osa sig sem fyrst við hann. Eigandinn hló aðeins að þessu, og skömmu seinna sendi hann smyrling- inn til ljósmyndara í Baker Street, til þess að fá myndir af honum. Fáum dög- um seinna kemur myndasmiðurinn til eigandans, og er í uppnámi. Hann sagði, að í staðinn fyrir mynd af smyr- lingnum, hefði komið fram á ljós- um vatnafiskum. Þá fljóta kræs- ingarnar á yfirborði vatnsins, og allir fiskar eru sólgnir í dauðar dægurflugur. Þess vegna er ein „fluga“, sem veiðimenn nota, gerð í líkingu við dægurflugu, og kalla Bretar hana „duns and drakes“. Þegar litið er á æviskeið dægur- flugunnar, er það þveröfugt við æviskeið annara lífvera. Hjá flest- um skepnum, að minnsta kosti þeim stærri, er æskuskeiðið stutt, en síðan fylgir langur fullorðins aldur. Hjá dægurflugunni er þetta öfugt, þar er tiltölulega langt æskuskeið, en fullorðinsaldurinn aðeins eitt dægur. myndaplötunni mynd af lifandi egypzkri konu og brynni grimmdar- eldur úr augum hennar. Hann sór og sárt við lagði, að enginn annar en hann sjálfur hefði snert myndavélina. Nokkru seinna dó myndasmiðurinn snögglega, og gátu læknar ekki séð úr hverju hann hafði dáið. Fimmti maðurinn af þeim sem fóru til hofs Amen-Ra, var enn á lífi. Hann kom nú til eigandans og bað hann blessaðan að losa sig sem fyrst við smyrlinginn, gefa hann British Muse- um. Það var gert. En maðurinn, sem flutti smyrlinginn í safnið, var dauð- ur áður en vikan var liðin. Hér er ekki farið eftir munnmæl- um, heldur skýrslu frá Mr. B. Fletoher Robinson, sem rannsakaði þetta mál vandlega og fullyrti að öll atriði sög- unnar væri dagsönn. Er hér ekki um að ræða svipuð dul- aröfl og þau, sem halda vörð um álaga- bletti og bannstaði hér á landi? Það er engin hjátrú heldur stað- reynd, að álög haldast um aldir. Fyrir- bæri, sem gerast hvað eftir annað, eru staðreynd, hvort sem menn skilja þau eða ekki. Fyrir þremur árum byrjaði Lesbók á því að safna álagasögum. Síðan hafa henni borist slikar sögur úr flestum sýslum landsins. En vitað er þó um miklu fleiri álagastaði. Vilja nú ekki góðgjarnir menn sem meta þekkingu meira en hitt að berja höfðinu við stein- inn, senda Lesbók slíkar sögur og sem fyllstar upplýsingar um hvernig álög- in hafa bitnað á mönnum? Hinn kunni franski stjörnufræðingur og rithöfundur, Camille Flammarion, sagði einu sinni: „Hinn óþekkti heim- ur er miklu stærri og þýðingarmeiri heldur en hinn þekkti heimur“. Hér er um þekkingarauka að ræða. Slíkar sög- ur geta greitt fyrir skilningi, þegar vísindin fara af allri alúð að leggja rækt við rannsókn á því, sem nú er einu nafni nefnt „dularfull fyrirbæri“. Þegar ungu hjónin komu heim að hveitibrauðsdögunum liðnum, steikti frúin kjúklinga. Þegar bóndinn byrj- aði að skera þá, varð honum að orði: — Með hverju hefurðu fylt kjúkling- ana, elskan mín? — Ég þurfti ekki að fylla þá, þeir voru íullir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.