Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 10
422 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Kilimanjaro hæsta fjaII í Afríku Hér er rétt að minna á varnaðar- orð Bureau of Standards: „Um leið og íláti er sökkt í sjó, er það geng- ið mönnum úr greipum. Ef það skyldi svo koma upp úr kafinu, að umbúnaðurinn hafi ekki verið öruggur, þá er ekki nein leið til þess að leiðrétta mistökin". Og svo eru það kjarnorkuskipin. Sumir gera ráð fyrir, að árið 1975 verði 300 kjarnorkuskip í förum, og þau muni fleygja rúmlega milj- ón „curie“ af úrgangsefnum í sjó- inn. Það er sýnilegt, að heppilegt er að hafa kjarnorkuvélar í kafbát- um og ísbrjótum. En er rétt að smíða kjarnorkuknúin flutninga- skip? Ef „Andrea Doria“ hefði ver- ið kjarnorkuskip, mundu miljónir „curie“ hafa farið í sjóinn við áreksturinn, rétt úti fyrir Nan- tucket, og allar líkur á að enginn af áhöfninni hefði komizt lífs af. En þegar um það er að ræða hver áhrif geislavirk efni geti haft í sjón- um, þarf ekki annað en minna á hinn banvæna túnfisk sem Japanar veiddu rétt eftir tilraunasprenging- ima hjá Bikini . Logið til aldurs LENGI hefir því verið haldið fram, að konur hafi ríka tilhneigingu til að skrökva til aldurs síns. Hefir kveðið svo ramt að þessu, að það hefir verið eitt af uppáhalds efnum skrítluhöf- unda. En nú er nýtt komið upp á ten- ingnum. Laeknir nokkur á Staten Is- land í New York spurði 151 sjúkling — konur og karlmenn — um aldur og reyndin varð sú, að karlmenn lugu miklu oftar til aldurs síns heldur en konur. Konum á aldrinum 30—50 ára var hættast við því að segja rangt til um aidur sinn, en í þessum aldursflokki voru það þó enn fleiri karlmenn er sögðu rangt til um aldur sinn. Og í tðrum aldursflokkum voru þeir kon- um miklu ósannsöglari að þessu leyti. ÞAÐ var árið 1828. Þá var Afríka enn að miklu leyti ókannað land og á landabréfum var allt miðbik hennar autt. Þýzkur trúboði, sem Rebmann hét, hóf þá landkönnun frá austurströndinni, og var kom- inn nær 200 km inn í landið á þeim slóðum þar sem nú eru landamæri Kenya og Tanganyika. Þá sá hann einkennilega sjón. Upp úr hitamóðunni, sem lá yfir frumskóginum, gat að líta snjó- hvítt ský. Honum þótti þetta und- arlegt og hann fór að athuga það betur. Og þá kom í ljós að þetta var ekki ský, eins og honum sýnd- ist fyrst, heldur var þarna snævi- þakinn fjallstindur. Það var nú enn ótrúlegra. Snjór hér inni í Afríku rétt um miðjarðarlínuna! Það var fjallið Kilimanjaro sem hann sá, hæsta fjall í Afríku og með jökulhettu á kollinum. Hann varð fyrstur allra hvítra manna að sjá þetta fjall, og uppgötva jökul inni í Afríku. — Kilimanjaro eru tveir tindar, sem frumbyggjamir kölluðu Kibo og Mawenze. Kibo er 19.340 fet á hæð, en Mawenze 16.800 fet. Eru þetta gömul eldfjöll, en ólík tilsýndar. Kollurinn á Mawenze er með ótal klettastrókum og skörðum, en Kibo líkist mest reglulegum pýramída, hlíðarnar dragast jafnt að sér á alla vegu og efst er skínandi jökul- hettan. Svertingjarnir, sem bjuggu þarna í nánd voru af Masai-þjóð- flokki, og þeir áttu sína þjóðsögu um tindana. Hún er á þessa leið: Fyrir langa löngu, rétt í þann mund er mennirnir höfðu tekið að nota eld, voru meðal Masaia tveir höfðingjar, er hétu Kibo og Maw- enze. Kibo var góður maður og duglegur, og hann gætti þess jafn- an að eldurinn dræpist ekki hjá sér, því að það var mikið erfiði að kveikja eld á ný með því að núa saman spýtum. En Mawenze var latur og kærulaus, og hann lét eld sinn drepast hvað eftir annað. En þá fór hann jafnan til Kibo og bað hann um eld. Og þar sem Kibo var mjög geðgóður, þá gaf hann hon- um alltaf eld. Samt fór nú svo, að honum leidd- ist kvabbið í Mawenze, og í næsta skifti sem hann kom að biðja um eld, gaf Kibo honum alvarlega ráðningu og barði hann svo að ekki var sjón að sjá hann. Þessi saga er sönn, segja Masaiar, og benda á fjallatindana tvo. Þar gnæfir Kibo tignarlegur og róleg- ur og hefir á sér allt yfirbragð höfðingja. En til hliðar við hann húkir Mawenze, allur rifinn og tættur og hinn vesaldarlegasti á að líta. — Uppruni þessarar þjóðsögu mun vera sá, að löngu eftir að eldgígur- inn á Mawenze var kulnaður, stóð reykjarmökkurinn upp af eld- gígnum á Kibo. SÚ^S®®OG>^J Sálfræðingur kom í geðveikrahæll, Þar sá hann sjúkiing, sem sat úti í horni og klóraði sér í sífellu. — Hvernig stendiur á því að þú hefir dregið þig út í horn og klórar þér? spurði sálfræðingurinn. — Það er vegna þess að ég er eini maðurinn í heiminum sem veit hvar mig klæar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.