Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 9
vegi, allir grasfletir gerðar gegn- sósa af einangrunarefnum, og margir flutningabílar eyðilagðir. Læknar rannsökuðu 250 starfs- menn stofnunarinnar og komust að því, að 9 þeirra voru með plútoní- umgeisla innvortis. Um miðjan febrúar mátti heita að þessum var- úðarráðstöfunum væri lokið, en þá höfðu þær kostað 250—350.000 doll- ara í viðbót við tjónið af spreng- ingunni. Allar þessar varúðarráðstafanir varð að gera vegna þess, að menn höfðu misst út úr höndunum á sér tæplega hálfa „curie“ af ósýnis- geislum (Curie er lægsta mæliein- ing á geislaverkun) Áður en kjarnorkan kom til sög- unnar, voru ekki nema nokkrar þúsundir „curie“ til á jörðinni, að- allega í radíum. En nú framleiða kjamorkuofnarnir þúsundir milj- óna „curie“ í föstum fljótandi og loftkenndum úrgangi á hverju ári, og þar við bætist svo hið geisla- virka geimryk. Hinir stálstyrktu steyptu geym- ar fyrir gjall og úrgang kjarnor’ - ofnanna, geyma nú um 300 milj ir kg. af hágeislavirkum efnum. I þessum geymum er nægilega mikið af geislavirkum efnum til þess að valda tjóni um öll Bandaríkin, bæði á landi og vötnum. Geymarnir geta ef til vill enzt í 50 ár, en innihald þeirra verður mönnum banvænt um margar aldir. Það má vera að hægt sé að flytja efnið úr þeim í aðra geyma og þannig koll af kolli, en enginn tel- ur þessa geymsluaðferð örugga. Menn vona að hægt sé að finna önnur ráð til þess að losna við hinn geislavirka úrgang. Stungið hefir verið upp á því að dæla fljótandi geislavirku efni niður í gamlar og yfirgefnar saltnámur. En þá er bent á það, að eitrunin geti komið fram í jarðvatni svo að vatnið í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS næstu ám verði banvænt, en það er líka hætta á því, vegna hins geisilega hita í úrgangsefnunum, að þarna geti blátt áfram orðið gos. Öll hin geislasterkustu efni eru nú grafin í jörð í sterkum geym- um, en þeim efnum, sem ekki eru jafn hættuleg, er komið fyrir á annan hátt. Og það eru þessi efni sem almenningur óttast mest. Geislamagn þeirra er mjög mis- munandi, getur verið frá fáeinum „curie“ og upp í miljón í einu gall- óni. Það eru ótrúleg ósköp af þessu efni, sem menn verða að koma frá sér. Miklu af því hefir verið fleygt í árnar, fljótandi efni hefir verið dælt beint ofan í jörðina, en nokk- uð hefir verið sett í steyptar tunn- ur og þeim sökkt í sjó. Geislavirk gasefni eru látin gufa upp í loftið. Hér er farið eftir vissum reglum og miðað við hámark þess sem tal- ið er hættulaust. Það var líka einu sinni talað um slíkt hámark geisla- virkra efna í loftinu. En reyndist það örugt? Svarið varð nei. Það er aldrei hægt að segja hvað sé öruggt, þegar um geislavirk efni er að ræða. Það er sagt að þau efni, sem sett eru í ár, geti ekki gert vatnið hættulegt. En þá kemur annað til greina. í ánum er fjöldi lífvera, sem sogar geislana í sig, og verða þannig sjálfar miklu geislavirkari en vatnið sjálft. Fyrir nokkrum árum stundaði vísindamaðurinn Louis A. Krum- holz rannsóknir um þriggja ára skeið á fiskalífi í vatninu White Oak, en í það hafði verið fleygt úrgangi frá Oak Ridge. Hann komst að þeirri niðurstöðu að yfir- leitt yrðu fiskamir í vatninu ekki jafn stórir og áður og þeir lifðu skemur. í sumiun tegundum fann hann Strontium 90 og var það 20 —30.000 sinnum meira heldur en að meðaltali í vatninu sjálfu. Ein teg- 421 imd fiska ,sem mikið var af í vatn- inu þegar rannsóknirnar hófust, var aldauða um það þeim lauk, og önnur tegund var líka að hverfa. Á þetta hefir verið bent hvað eft- ir annað, þegar talað hefir verið um hver hætta geti stafað af því, að fleygja geislavirkum efnum í hafið, hvort sem það er gert nærri landi, eða á miklu dýpi úti á rúm- sjó Enska blaðið „London Observer" segir frá ráðstefnu, sem haldin var til þess að ræða um úrgang í kjam- orkuverum og segir: „Það var ekki á valdi þessarar ráðstefnu að taka ákvarðanir um hvað gera skal við úrganginn, en ef svo hefði verið, þá er líklegt að hún hefði sam- þykkt áskorun um að það sé al- gerlega bannað að henda geisla- virkum úrgangsefnum í sjóinn“. Þekking vor á höfunum er enn öll í molum. Það er langt frá því að vér vitum allt um strauma, né hvernig sjór af mesta dýpi getur borizt upp á yfirborðið. Hitt vitum vér, að sumir fiskar fara niður á mikið dýpi og upp undir yfirborð aftur, og þeir gæti borið með sér drápsgeisla neðan úr djúpunum. Hitt er einnig vitað, að svifið í sjónum og ýmsir skelfiskar draga í sig ósýnisgeisla, svo að í þeim verða geisiarnir þúsund sinnum, jafnvel miljón sinnum meiri hlut- fallslega en í sjónum umhverfis. Nú er ráðgert að sökkva ekki geislavirku efni í sjó á minna dýpi en 1000 föðmum og það sé í örugg- um ílátum. Áður hefir ekki verið hugsað um að ílátin þyldi þann sjávarþunga, sem er á svo miklu dýpi. Það getur því verið að svo og svo mörg ílát hafi brotnað á leiðinni niður og innihald þeirra borizt út í sjóinn. En þótt þau komist heil niður, eru þessi ílát ekki vandaðri en svo, að sjórinn getur etið þau sundur á 10 árum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.