Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 419 Þessi einkennilegi klettur, sem er eins og útþaninn vængur, er innan túngirð- ingar, T. h. var gamall fjárhúskofi hlaðinn upp að honum. nýtur einkis styrks af almannafé og verður því að bera sig. —En hvað er um búreksturinn hér? — Það má segja að hann sé hluti af skólanum, því að þar læra nem- endur að vinna. Og búið er skól- anum líka nauðsynlegt vegna fram- leiðslu mjólkur og sauðfjárafurða. Þegar við keyptum jarðirnar feng- um við nokkrar kýr með þeim og höfum nú fjölgað þeim svo, að 20 eru gripir 1 fjósi, þar af 14 mjólk- andi kýr. Eftir niðurskurðinn fengum við 20—30 lömb við fjár- skiptin ,en út af þeim er nú komið svo margt að við eigum um 300 fjár fullorðið og getum fjölgað því enn. — En hvernig er um heyskap hér og nýræktina? — Þegar við tókum við jörðun- um var talið að túnin gæfi af sér um 600 hesta af töðu í meðalári. Nú fáum við um 1500 hesta af þeim, og sláum þó aldrei há, því að við verðum að beita kúnum á túnin, þar sem hér er enginn bithagi fyr- ir þær. Þess vegna höfum við hólf- að allt túnið sundur í skákir, eins og þér sjáið. Sauðfé er ekki þungt á fóðrunum, er ekki á gjöf nema svo sem 3 mánuði ársins, svo að heyfengurinn framfleytir núver- andi áhöfn. En vegna þess að við verðum að fjölga bæði kúm og fé, verðum við að færa túnið út. Það eru að vísu takmörk fyrir því vegna þess að hér er alls staðar hraun. En allstóra skák brutum við í vor og hérna fyrir vestan eru 5—6 hektarar, sem teknir verða næst. — Hvað er svo fleira fram und- an? — Að auka byggingar. Við höf- um þegar látið gera teikningu af íþróttahúsi og samkomusal. Og í sambandi við það verða skóla- stofur — þó alveg sérstakar — fyr- ir börn heimamanna. Nú verðum við að senda börnin héðan í skóla til Hveragerðis. Og úr því ég minn- ist á barnaskóla skal ég geta þess, að reynsla okkar er sú, að það sé varhugavert atriði í fræðslulögun- um að taka megi 12 ára börn úr barnaskóla og senda í aðra skóla. Við tökum ekki við yngri nem- endum hér en 14 ára, teljum það betra fyrir börnin að þau sé á heimilum sínum fram til þess aldurs. — Hvernig gengur gistihúss- reksturinn? — Við tókum fyrst á móti dval- argestum 1951 og þá í smáum stíl. Síðan hefir þeim fjölgað smám saman, einkum eftir að byrjað var á ljósböðum og nuddlækningum og eins eftir að heimavistin var tek- in til gistingar. í fyrra komu hing- að 320 dvalargestir og þeir verða mun fleiri í sumar. Auk þess höf- um við stundum tekið á móti hóp- um frá Ferðaskrifstofunni og hefir hver hópur dvalizt hér eina nótt. — Hvað getið þér svo að lokum sagt mér um hátíðahöldin í tilefni af 10 ára afmælinu? — Aðventistar á íslandi halda þing annað hvort ár til þess að kjósa sér yfirstjórn. Þetta þing hefst nú í Reykjavík hinn 1. sept. og lýkur um hádegi 4. sept. Þá verður öll- um fulltrúum boðið hingað austur og verður mannfagnaður hér um kvöldið. Daginn eftir, sem er mánu- dagur, verður svo aðalhátíðin og er hún aðeins fyrir boðsgesti. Er gert ráð fyrir að bjóða þangað öll- um, sem hafa útskrifast úr skólan- um. Á þessari hátíð verður ýmis- legt til skemmtunar. Þar syngur blandaður kór skólanemenda, þar verður einsöngur og leikið á strok- hljóðfæri. Síðan verður öllum boð- ið til miðdegisverðar. Þar á eftir verða svo sýndar kvikmyndir, önn- ur sem sýnir starfsemi skólans hérna úti og inni, en hin sýnir starfsemi Aðventista úti um heim, skóla þeirra og lækningastörf.- —O— Aðventista- hafa leyst af hönd- um mikið og merkilegt starf þarna í ölfusinu seinasta áratuginn. Og þeir eiga áreiðanlega eftir að gera

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.