Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 4
416 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar. Skólanum lýkur fyrst í júní, en 19. júní er búið að breyta skóla og heimavist í gistihús og það stendur fram til 31. ágúst. Forstöðumenn þessa mikla fyr- irtækis sáu, að ekki var rétt að láta hin góðu húsakynni standa ónotuð á sumrin. Þess vegna var brugðið á þetta ráð. Og í sambandi við gistihúsið var svo komið upp ljósböðum og nuddlækningastofu og finnsku gufubaði fyrir þá sum- argesti, sem eitthvað eru heilsu- veilir og vilja nota sumarleyfið til þess að hressa sem mest upp á lík- amann. —O— Við komum hingað seinni hluta laugardags, en það er helgidagur Aðventista, og þá er ekki unnið nema hið allra nauðsynlegasta. Okkur er fengið ágætt herbergi í heimavistinni. Þar er einnig stór setustofa fyrir gesti og húsakynni öll með nýtízku brag. Heitt og kalt vatn er í hverju herbergi. For- stöðukonan skýrir okkur frá heim- ilisháttum: — Matsalurinn er í skólahúsinu og þangað eiga allir gestir að koma. Morgunkaffi er framreitt kl. 9, miðdegisverður á hádegi, miðdegis- kaffi kl. 3%, kvöldverður kl. 6 og kvöldkaffi kl. 1410. Og svo er ætlazt til þess að gestir gangi til náða kl. 11 og enginn umgangur né hávaði sé eftir það. Reykingar eru ekki bannaðar, en við óskum þess að gestir reyki hvergi nema inni í herbergjum sínum. í skólanum er setustofa þar sem gestir geta safn- azt saman og hlustað á útvarp, les- ið blöð og bækur, teflt og svo fram- vegis. Hún er mjög elskuleg í öllu við- móti, og við reynum að leggja þetta allt á minnið. Fyrst er þá að koma á réttum tíma í kvöldverðinn. Að honum loknum er guðræknisstund í tveim- ur samliggjandi skólastofum. Þar eru allir heimamenn og þangað koma allir gestir, svo að hvert sæti er skipað. Skólastjórinn held- ur ræðu, talar blátt áfram og öfga- laust og ekki í neinum prédikunar- tón, heldur sem fræðari. Á eftir syngur einn kennarinn einsöng og síðan syngja allir sálm. Að því loknu segir skólastjóri: — Nú verður kaffi framreitt í matsalnum. Svo bauð hann öllum góða nótt. Eftir kaffidrykkjuna fóru allir til herbergja sinna. Allt var hljótt á þessum fjölmenna stað. Úti var logn og friðsælt sumarkvöld. Þetta voru blessuð viðbrigði eftir skark- alann og hávaðann í Reykjavík. Þannig var fyrsta kvöldið. —O— Morguninn eftir er norðangola og hitasólskin. Þá á nú að fara í berjamó og tína mikið af berjum, þótt þau sé varla fullþroskuð. En þá gleymist eitt. Hér höfðu verið sumargestir í tvo mánuði, og þeir höfðu byrjað að tína rétt við tún- girðinguna og fært sig svo út í all- ar áttir. Margar hendur vinna létt verk. Þær höfðu gjörtínt hraunið, ber fyrir ber. Kunnugur maður sagði að varla þýddi að fara skemmra en klukkustundar gang upp í heiði til þess að sjá ber. En það er samt gott að fara upp í heiðina og liggja þar í sólbaði. Þar ilmar lyngið sterkt í breiskj- unni, og þar vellur spóinn og er farinn að hópa sig. Þar er vítt út- sýni. í vestri blasir við Þorláks- höfn, sem nú er orðin stórt þorp og er alltaf að stækka. í suðri lyft- ast Vestmanneyar í hyllingum; þær eru bláar á lit og ber vel við veðraskilin suður í hafi, snjóhvíta skýastróka sem teygjast upp á heiðan himin. Svo kemur Eya- fjallajökull tígulegur og bjartur, þá Tindafjöll, þá Þríhyrningur dimmblár. Næst er Ingólfsfjall. Og hádegissólin skín sterkt og hress- andi. Komdu blessuð, blíða sól, blessaður fjallahringur, blessuð dögg, sem blómin ól, blessaður fugl sem syngur. Fyrir ofan skólann er foss, sem steypist fram af heiðarbrúninni. Halldór frá Hrauni beizlaði hann þegar hann bjó hér og lét hann mala fyrir sig rafmagn. Þess vegna er stífla í fossinum. En rafstöðin er horfin, hlutverki hennar var lok ið þegar rafmagnið kom frá Sog- inu. En uppistaðan heldur sér, og þaðan kemur vatnsveita í öll hús Hlíðardalsskóla. Þessi lækur sem þama kemur fram af heiðarbrúninni er gamli bæarlækur Vindheima og Breiða- bólstaðar. Báðir bæir sóttu vatn í hann fyrrum, og honum var einnig veitt á túnin. Lækurinn á upptök sín í dýum nokkrum langt uppi í heiði. Og þótt fossinn hafi verið beizlaður lék lækurinn lausum hala þar fyrir neðan og hafði það til í snjóum að veita sér sjálfur nið- ur á túnið og kom þá beint á skóla- húsin. Þess vegna varð líka að hefta hann og það var gert með því að steypa langan og djúpan stokk og veita honum þar í. Úr því hafti kemst hann ekki. Dagamir em hver sem annar, alltaf er sólskin. Og gestirnir dökkna í framan með hverjum degi sem líður. Hér má líta fáklædda sóldýrkendur, sem eru brúnir frá hvirfli til ilja. Nuddlæknirinn, sem er danskur, fer á hverjum degi er hann hefir lokið starfi sínu, upp að fossi og baðar sig þar ýmist í köldu vatni eða brennandi sólar- geislum. Hann er orðinn svo brúnn, að enginn mun trúa því í Dan- mörk er hann kemur heim, að hann hafi verið á íslandi; hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.