Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 428 Frásagnir Jóns Sverrissonar Ein kaupstaðarferð d dri SAMGÖNGUR Skaftfellinga voru ótrúlega erfiðar, allt fram að sein- ustu aldamótum. Næstu kaupstaðir við þá voru Papós eða Djúpavog- ur að austan, en Eyrarbakki að vestan. óraleið var til beggja staða, en engir vegir og beljandi jökul- vötn hvert við annað, hvor leiðin sem valin var. Kaupstaðarferðir voru því ekki aðeins erfiðar, heldur einnig hættulegar. Var og ekki far- ið oftar í kaupstað en brýn nauð- syn bar til — aðeins einu sinni á ári. Ullin var þá eina verslunar- vara bænda, og kaupstaðarferðina varð að fara þegar ullin hafði verið þvegin og þurrkuð, en það var á milli fráfærna og heyanna. Eg spurði Jón Sverrisson eitt sinn að því hvort hann vildi ekki segja mér frá kaupstaðarferðum Meðallendinga þegar hann var að alast upp, eða fyrir 80 árum. Hann tók heldur dauft undir það, sagði að svo margt hefði þegar verið skrifað um kaupstaðarferðir Skaft- fellinga fyrrum, að það væri að bera í bakkafullan lækinn, og kvaðst ekki búast við að neitt nýtt kæmi fram í því sem hann gæti frá sagt. En ég var að nauða á honum þangað til hann lét til leiðast. — Það er þá bezt að ég segi þér frá undirbúningi þessara íerða á þeim árum sem ég var að alast upp, og bæti svo við sögu af einni lesta- ferð, sem ég fór sjálfur, sagði hann. Eg tók því með þökkum og síð- an hóf hann að segja frá. Legg eg svo undir dóm lesenda hvort ekki sé gott að fá þessa frásögn i viðbót við það, sem áður hefir venð ritað um sama efni. Jón Sverrlsson Hér kemur svo frásögn Jóns. Undirbúningur Lestarferð úr Meðallandi til Eyr- arbakka tók 10—14 daga og varð því að vanda allan undirbúning sem bezt. Bændur urðu að kepp- ast við marga daga áður en förin gæti hafist. Byrjað var á því að troða ullinni í sekki, þegar húsmóðirin haf ði tek- ið frá nægilega mikið af henni til heimilis. Ullarsekkirnir voru gerð- ir úr stórseglastriga (boldangi) ef unnt var, því að þeir voru vatns- heldir. Baggarnir voru allir bundn- ir með ólarreipum. Þá varð að athuga reiðver og annað. Reiðingar voru vandlega skoðaðir og gert við þá, svo að öruggt þætti að þeir meiddu ekki hestana. Svo þurfti sterk beizli og góð múlbönd, og beizlismél urðu að vera svo vel löguð að hestarnir fengi ekki munnsæri af þeim. Þá varð að athuga klyfberagjarðir, er oftast voru gerðar úr sumtagi, sjá um að móttök og gagntök væri í lagi. Og svo þurfti að járna hest- ana og vanda það sem bezt. Ennfremur varð að hafa ýmsa varahluti á ferðalaginu, því að margt gekk úr sér. Mest reið á að hafa nóg af klyfberagjörðum, mót- tökum, gagntökum, böndum og beizlum, hnappheldum, skeifum og hestskónöglum; þá varð að hafa með járningaverkfæri og hanka- járn. Svo var tjald með stöngum og hælum. Og síðast en ekki síst ferða- nesti, er enzt gæti um hálfan mán- uð. Þótt stundum tækist að ljúka ferðinni á 10 dögum, þá kom það oft fyrir að dagarnir urðu 14, eða þar á milli. Og væri nestið ríflegt, þótti gott að geta gefið svöngum bita ef hann bar að áfangastað eða tjaldstað. Kvöldið áður en ferðin skyldi hefjast, kallaði bóndi húsfreyju til sín og þau komu sér saman um hvað kaupa skyldi í kaupstaðnum. Allt var skrifað, og nú mátti ekki gleyma neinu, því að þetta var eina kaupstaðarferð ársins. Venjulegt var að fjórir eða sex bændur yrði samferða, eða svo margir, sem tjaldið rúmaði. Áttu þeir að hittast að ákveðinni stund hjá KúðafljótL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.