Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 6
418 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fossinn í bæjarlæknum fyrir ofan skólann. Jón kennari vinnur alla daga upp á þökum húsanna og er að mála þau. Hann er í mittisskýlu einni fata og það stirnir á eirbrún- an líkama hans. Það hlýtur að vera ægilegur hiti þarna uppi á þökun- um, en hann virðist ekki finna til þess og syngur við vinnu sína. Ein- hverju sinni kom kimningi hans og kastaði til hans gamanyrðum og spurði hvort hann væri nú upp yf- ir það hafinn að vera niðri á jörð- inni eins og aðrir mennskir menn. Jón kennari svaraði því, að þeir ætluðu sér að prýða staðinn fyrir hátíðina. Tíu ára afmæli Hvaða hátíð er í vændum? hugs- aði ég og fór til Júlíusar Guð- mundssonar skólastjóra að fá upp- lýsingar um það. Hann sagði mér þá frá því að nú væri 10 ára af- mæli skólans og þess ætti að minn- ast með samkomu 5. september. Eg greip þá tækifærið og spurði hvort hann vildi segja mér frá stofnun og rekstri skólans og öðr- um framkvæmdum á þessum stað. Hann játti því og eg spurði þá fyrst: — Hvemig stóð á því að þið völduð skólanum stað hér upp í sveit? — í öllum löndum hafa Aðvent- istar komið upp skólum og það er reglan að hafa þá upp í sveit. Ber margt til þess en þó einkum það, að allir nemendur sé látnir vinna, að þeir sé ekki slitnir úr sambandi við hið starfandi líf. Og uppi í sveit er hægra að koma því við heldur en í margmenninu. Það hefir líka þá kosti að hafa skóla í sveit, að þar er hægt að koma við betri aga, hér er færra sem glepur fyrir nemendum og hér lifa þeir hollara lífi. Skólinn tók til starfa 1950 með 19 nemendum, en að- sókn hefir aukizt, svo að í vetur voru hér 84 nemendur. Það hefði ekki verið hægt að taka á móti svo mörgum ef við hefðum ekki verið búnir að koma upp heimavistinni. Þar búa piltarnir nú, en stúlkur búa í skólahúsinu. — Hvað eru margir kennarar? — Við erum fjórir fastir kenn- arar. Kennt er í fjórum bekkjum og hefir því hver kennari að meðal- tali 20 nemendur. Meira má það varla vera. En svo eru aukakenn- arar. Séra Helgi Sveinsson í Hvera- gerði kennir nokkra daga í viku og Árný Filippusdóttir kennir stúlk- um handavinnu. En fastakennarar verða að leggja mikið á sig, því að kostnaðar vegna mega þeir ekki vera fleiri. Þetta er einkaskóli og Lækurinn settur í stokk neðan við fossinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.