Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 425 ar hestarnir komu átti hver að beizla sína hesta og leggja á þá, en síðan hjálpuðust menn að því að láta upp klyfjar. Mátti þá sjá mörg snör handtök, enda var um að gera að flýta sér að komast á stað, því að nú var Mýrdalssandur fram undan og yfir hann var 6 klukku- stunda ferð, og á þeirri leið voru Sandvatn, Múlakvísl og margar smærri ár og lækir. Þegar allir voru ferðbúnir og komnir á bak, tóku þeir ofan höfuðfötin og báðu Guð um vernd og aðstoð í hverjum vanda sem að höndum bæri. Þetta var gert á hverjum morgni meðan á ferðalaginu stóð. Næsti áfangastaður var Núpur vestan sands og náðum við þangað rétt eftir hádegi, því að vötnin höfðu ekki verið farartálmi. Þama voru klyfjar teknar af hestum, sprett af þeim og þeim síðan sleppt óheftum. Þarna áðum við í tvavc stundir, snæddum miðdegisverð og drukkum uppsprettuvatn með. Um nón var aftur lagt á stað og haldið vestur yfir heiðar í Norður- flatir, vestur úr Vatnsársundum og hjá Rofum ofan Gatnabrún, út með bæum, upp Steigarháls og vestur á Fauskholt. Þar var náttstaður og fór nú allt fram eins og á Grjóteyri, nema hvað nú var komið þykkt loft og þótti því rétt að fansa. Það var þannig gert, að baggar af hverri lest voru dregnir saman í tvær rað- ir, og síðan voru klyfberar lagðir ofan á raðirnar þannig, að bogi og klakkar vissu niður á milli klyfj- anna. Síðan var bakleppur, dýna og undirlög breidd milli klyfbera- fjala og síðan allt þakið með melj- um og meldýnum. Ef gengið var vel frá þessu, var engin hætta á að klyfjar né reiðingar blotnuðu þótt mikið rigndi. Slík störf þurftum við að vinna hvað eftir annað á ferða- laginu. Næsta dag var lagt á Sólheima- sand, og þar var aðalfarartálminn Jökulsá eða Fúlilækur. En okkur bar að henni snemma dags, og þá er jafnan miklu minna í henni heldur en síðdegis, enda fórum við svo að segja stanzlaust yfir hana. Síðan áðum við eina klukkustund undir Hrútafellsgörðum, en sþrett- um ekki af hestunum. Var svo haldið vestur með Eyafjöllum, staðnæmst stutt í Holtsodda, og síðan haldið í Fitarodda og tekið náttból þar, og gekk allt sinn vana- gang. Nú áttum við fyrir höndum að glíma við mörg vötn, Markarfljót, Ála, Affall, Þverá og Rangár báð- ar. Okkur gekk vel yfir vötnin í Landeyum. Áð var í Djúpadal og síðan fórum við yfir eystri Rangá og ytri Rangá og náttuðum í Ægis- síðugili. Daginn eftir vonun við mjög árla á fótum, því að nú var Þjórsá framundan. Heldum við niður með Rauðalæk í Holtum og svo vestur norðan við Hrútsvatn og að Sand- hólaferju. Oft gat það dregist að fá ferju yfir Þjórsá, ef aðrir voru komnir á imdan. En nú sóttum við svo vel að, að engir ferðamenn voru þar fyrir. Var því undinn bráður bugur að því að taka ofan af hest- unum, spretta af þeim og binda saman reiðinga. Var allt borið jafn- óðum á bátana. Svo voru hestamir reknir í ána og einn maður á smá- kænu fór með þeim. Þetta var allt- af venja, en ef folaldsmeri var með í ferðinni, var hún höfð aftan í ferjunni, en folaldið haft uppi í ferjunni. Ætíð varð að lenda á sandeyri vestan árinnar og var því nokkurt vasl við að afferma ferjuna. Oftast var einnig áll úr ánni vestan við eyrina, en ætíð grunnur. Þetta um- stang allt á ferjustað tók æðilang- an tíma, en dugnaði og hjálpfýsi ferjumanna mun eg alltaf við bregða. Nú skyldi haldið til Eyrarbakka um kvöldið, þótt við yrðum seint fyrir. Þegar komið var að Baugs- stöðum, riðu tveir á undan lestinni til þess að hitta menn að máli og útvega stað fyrir tjöld og flutning. Þegar lestin kom svo á staðinn, var tekið ofan í flýti, hestarnir merktir og afhentir gæzlumönnum, sem áttu að gæta þeirra þar til kominn væri sá tími að haldið skyldi heim- leiðis. Ef ös var við verslunina gat á því orðið 3—4 daga bið. Nú var tjaldað á sandi og var það ekki aðlaðandi viðlegustaður. Síð- an átum við hangikjöt og skoluðum því niður með brennivíni, sem for- hlaupararnir höfðu náð í. Okkur varð það til happs að fátt var manna í kaupstað, svo að við gátum lagt inn ullina þegar með morgni. Það gekk fljótt, því að allir hjálpuðust að, enda var mönnum í mun að allt gengi sem greiðlegast. Var öll ullin afhent og vegin kl. 10 að morgni. Þá fóru menn inn í búð að fá kaffimiða, en það voru ávís- anir á heitt kaffi, sem verslunin lét viðskiftamönnum í té ókeypis á hverjum degi meðan þeir stóðu við. Þeir sem viðskiftareikning höfðu fengu og það, sem kallað var „inn- leggsstaup“. Þessi staup voru nokkuð misstór, enda var innleggið mismunandi mikið. Morgunverðar- tími var þá almennt kl. 9—10 f. h., en búðum var ekki lokað á mat- málstíma á aðalkauptíð. Því vorum við nú hver af öðrum kallaðir til úttektar í þeirri röð, sem við höfð- um lagt inn. Varð hver að vera viðbúinn þegar röðin kom að hon- um, annars gat hann átt það á hættu að mikill dráttur yrði á því að hann kæmist að. Allt gekk þama í röð og stakri reglu, svo að eg hefi hvergi séð neitt því líkt. Allir höfðu lokið út- tekt sinni um kvöldið, og áttu þá ( i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.