Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 2
414 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Það er staðarlegt að líta heim, viðáttumikið og siétt tún og miklar byggingar. Efst til vinstri er gamla Vindaheimahúsið og er alltaf kallað Vindhelmar. Þá kemur skólinn og heimavistarhúsið. Lengst til hægri er búgarðurinn, sem í ráði er að kalla Breiðabólstað. ur hans, sem er einn af frægustu mönnum kristnitökutímabilsins hér á landi. Skafti var vitur mað- ur og skörungur mikill, þótt ekki stæði hann í mannvígum. Segir Ari fróði að ofstopamenn hafi ekki getað vaðið uppi vegna „land- stjórnar“ hans. Sýnir það, að lög- sögumanni hefir verið ætlað að sjá um, að dómar Alþingis væru framkvæmdir. Og hvernig Skafti hefir rækt það embætti má bezt marka á því, að hann hafði lög- sögu lengur en nokkur annar. Það sýnir hvílíkt traust menn hafa haft á skörungsskap hans og mannviti. Hér á Hjalla gerðist það einnig að Ögmundur biskup Pálsson var handtekinn, gamall og blindur og fluttur til skips í Hafnarfjörð og svo af landi brott. Þá var komin önnur „landstjórn“ og átti heima í Danmörk. Skammt fyrir utan Hjalla kem- ur hrauntunga að vestan. Þetta hraun er merkilegt vegna þess að það rann eftir landnámstíð og af sérstökum ástæðum vitum vér hvaða ár það rann. Þetta var um sumar og Alþing var komið saman á Þingvelli. Þar lá við borgara- styrjöld vegna kristniboðs þeirra Gissurar hvíta og Hjalta Skeggja- sonar. Þá kom þangað hraðboði úr Ölfusi með þær fréttir að jarðeld- ur væri upp kominn og glóandi hraunflóðið stefndi á bæ Þórodds goða. Þetta var árið 1000, og er hraun þetta því 960 ára gamalt. Það hefir komið úr eldgígum uppi í heiði og hefir runnið suður með Langahlíð, en er það kom fyrir hlíðarsporðum á Skóghlíð hefir kvísl úr því runnið til austurs, og hefir hún stefnu enn í dag á Hjalla, bæ Þórodds goða. Heimildirnar um þetta hraunrennsli eru því óvé- fengjanlegar. En ekki er víst að neitt hefði verið sagt um uppkomu þessa jarðelds, ef heiðnir menn á Alþingi hefði eigi talið hann tákn um reiði goðanna út af kristniboð- inu. Hraunið hefir einnig fallið nokk- urn spöl til suðurs og sunnarlega í jaðri þess er bærinn Hraun, sem er nafnkunnur fyrir það, að þar drap Torfi í Klofa Lénhard fógeta. En Hraun kemur oftar við sögu. Á fjörunni þar fram undan strand- aði danska herskipið „Giötheborg“ 1718, og þá vann Brynjólfur bóndi á Hrauni það afrek að bjarga 170 manns úr því. Er það hið mesta björgunarafrek sem um getur hér á landi. Brynjólfur hætti lífi sínu og manna sinna með því að brjót- ast í grenjandi stórhríð niður á strandstaðinn og ekki var heldur hættulaust að fást við björgunina. En björgunarlaun fekk hann eng- in. Það var þó síðar að danska stjórnin borgaði 16 ríkisdala björg- unarlaun fyrir hvern mann, sem hrifinn var úr helgjargreipum Ægis, „ef um var sótt“. Ef Brynj- ólfur og menn hans heíði fengið slík laun, hefði þau numið 2700 ríkisdölum. Mundi þá hafa munað um minna á þeim þrengingarárum, sem þá voru og þeir voru svo klæð- litlir að þeir gátú naumast haldið vörð um vogrekið á fjörunni. Vestan við hraunið stendur Hlíð- ardalsskóli sunnan undir hárri hlíð. Hér voru áður bæirnir Breiðaból- staður og Vindheimar. Eins og nafnið bendir til, hefir Breiðaból- staður upphaflega verið höfuðból- ið, en Vindheimar hefir verið hjá- leiga frá því. En svo breyttist þetta er aldir liðu, sjálfsagt vegna þess, að búskussar hafa setið Breiðaból- stað, en framsæknir dugnaðar- menn verið á Vindheimum. Breiða- bólstað hnignaði stöðugt, en hjá- leigan efldist og seinast fór svo, að hjáleigan lagði höfuðbólið undir sig. Væri þar eflaust langa sögu um að rita, en hún geymist að vissu leyti í ævintýrunum um karlsson 1 garðshorni, sem vinnur kóngsdótt- urina og ríkið. Bændurnir á Vindheimum fengu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.