Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 8
420 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hættan af geislavirkum efnum Uggur í Bandaríkjunum HÆTTAN geislavirkum efnum magnast úr frá ári, eigi að- eina í loftinu vegna sprenginga, heldur miklu fremur í hafinu, vegna hinna geislavirku úrgangsefna, sem í það er fleygt. Hér eiga íslendingar sem veiðiþjóð, mikið í hættunni. Vér erum um- kringdir kjamorkuþjóðum, Rússum og Bretum í austri, Banda- ríkjunum í vestri. Enginn veit hvemig Rússar fara með hin geisla- virku úrgangsefni sín, en bæði í Englandi og Bandaríkjunum er þeim kastað í sjóinn. Um hættuna, sem af þessu stafar, má lesa í ettirfarandi útdrætti úr grein', eftir Bandaríkjamanninn Walter Schneir, og birtist hún í „The Reporter" í vor. Það er staðreynd, að kjarnorkan verður ekki notuð, hvorki í stríði né friði, án þess að þar verði geisi- mikil geislavirk úrgangsefni. Seinustu 15 árin hafa kjarnorku- tilraunir farið fram, og sprenging- amar hafa dreift út geislavirku ryki, sem dreifzt hefir um allan hnöttinn. Jafnhliða hefir svo úr- gangi kjarnorkuofnanna verið safnað í stálbenta steypugeyma og þeir grafnir í jörð niður. Aðalmunurinn á þessu tvennu er sá, að geislavirka rykið berst upp í háloftin og dreifist svo eftir því sem vindar blása, án þess að menn geti haft neinn hemil á því. En úrgangsefnin koma fram við brennslu í kjamaofnum, og menn hafa það á valdi sínu hvað af þeim skuli gert. meira. Þeir hafa gert tvö smákot að höfuðbóli og menningarmiðstöð. Það er áberandi hvað vandað hefir verið til allra verka, .og á ég þar einkum við húsakostinn og þá snyrtimennsku, sem þar er úti og inni. Eg kynntist því sem sumar- dvalargestur. Eg kynntist þar reglu semi, góðum viðurgeming, kurteisi og alúðlegu viðmóti. Og þess ber að geta sem vel er gert. — A. Ó. Ekki eru öll úrgangsefni grafin í jörð. Þeim, sem ekki em hlaðin sterkum 'geislum ,er fleygt í ár eða í sjóinn. Og það er þetta, sem vakið hefir mestan ugg og umtal í Banda- ríkjunum að undanförnu. Það er nú nokkuð síðan að menn fóru að tala um þá hættu sem af þessu stafaði, en þó tók af skarið vorið 1959, er birtar vom tillögur og leiðbeiningar National Academy of Science um það hvernig ætti að losa sig við úrgangsefni, sem ekki eru talin mjög hættuleg. Vísinda- stofnunin benti á 28 staði með ströndum fram, þar sem óhætt væri að sökkva þessum úrgangs- efnum. Þá kváðu við hávær mót- mæli frá almenningi, viðskipta- stofnunum, opinberum stofnunum, ýmsum þingmönnum, baðstöðum og fiskveiðafélögum. Og þeim mót- mælum rignir enn yfir kjarnorku- stjómina (AEC). Því er haldið fram, að geisla- virku úrgangsefnin sé miljón sinn- um hættulegri en allt það eitur sem berst í ár og vötn og hafið frá verksmiðjum. Auk þess gæti eng- inn maður Varað sig á því, vegna þess að það er ósýnilegt, bragðlaust og litlaust, og það eyðist ekki og hjaðnar nema á löngum tíma, máske svo öldum skiptir. Þetta er sannarlega hættulegasta efnið, sem maðurinn hefir nokkuru sinni fengizt við. Það kom bezt í ljós er smásprenging varð í kjarn- orkustöð í Oak Ridge hinn 20. nóv. sl. Sprenging þessi varð þar sem verið var að vinna plútóníum úr mjög geislavirku efni. Sprengingin olli um 10.000 dollara tjóni á vélum og áhöldum, og hún dreifði svo sem 90 grömmum af plútoníum yfir nærliggjandi svæði. í næstu þrjá mánuði var unnið að því sleitulaust að eyða áhrifum þessa geislavirka efnis. öll hús í nágrenninu voru máluð, þökin voru tjörguð ,nýtt malbik var sett á alla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.