Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 12
424 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Og svo rann upp burtfarardagur- inn. Allir á heimilinu hjálpuðust að því að búa upp á hestana, svo það gengi sem fljótast. í’egar því var lokið, steig húsbóndinn á bak — eða sá sem hann hafði trúað fyr- ir því vandasama starfi að fara þessa ferð — og lagði á stað með þrjá, fjóra eða fimm hesta í taumi. Þegar hann hafði farið stuttan spöl frá bænum, staðnæmdist hann, tók ofan og las ferðabænina. Heimkoma Við unghngarnir, sem heima sátum, vorum oft að gera áætlanir um dagleiðir ferðamannanna og hve langt þeir væru nú komnir, því að fólk hugsaði mest um hvemig ferðalagið gengi. Við höfðum oft heyrt talað um dagleiðir og áfanga- staði, en skildiun auðvitað lítið í því, vegna þess að við vissum ekk- ert um vegalengdir. Vildi því oft skakka æði miklu. En þegar húsfreyur fóru að bú- ast við bændum sínum heim, tóku þær að undirbúa hátíðlega mót- töku. En ekki var margra kosta völ, og varð það helzt að vera ein- hver tilbreytni í mjólkurmat. Þær settu allstóran pott á eld og fyhtu hann nýmjólk. Þegar mjólkm var orðin heit í pottinum, var hún hleypt. Og þegar hún var vel hlaupin, var hún skorin í stykki með ýmsu lagi. Skurðirmr náðu til botns í pottinum og voru til þess gerðir, að mysan og draflinn að- skildust. Svo var þetta soðið við hægan eld þar til mestöll mysan var niður soðin, og það sem í pott- inum var, orðið rauðleitt á ht. Þessi eldamennska tók langan tíma, oft frá því að lokið var kvöidverk- um og fram á næsta dag. Þetta var kahað að veUa nýmjólk. Nú voru hðnir 10—11 dagar frá því að lestarmaður fór að heiman, og voru unghngarnir þá altaf að gá í þá átt þar sem hans var von. Stundum hafði verið heitið verð- launum þeim, er fyrstur sæi til ferða hans og gæti sagt húsfreyu að hann væri kominn austur yfir Kúðafljót. Var því mikill spenning- ur og eftirvænting. Þegar konan fékk þá frétt, að nú sæist til bóndans, setti hún velldu mjólkina yfir eld að nýju, svo að hún yrði heit og fersk í tæka tíð. Það var sannkaUaður gleðidagur að fá ferðamanninn heim, heilan og hraustan, og ÖU blessuð hrossin ómeidd. Og nú var mjólkurvellan borin á borð og rjómi út á. Þótti þetta hið mesta sælgæti, sein hægt var að búa til úr mjólk. Ferðamað- urinn tók líka vel til matar síns, og allir.á bænum fengu Uka bragð. Að máltíð lokinni voru klyfjar leystar og varningurinn borinn inn. Þá fengu allir eitthvað úr kaup- stað, að vísu smámuni eina, en alhr voru innilega glaðir, því að þetta var nýtt og góð var af því búðar- lyktin. Ekki var nú altaf svona mikið um dýrðir, því að fyrir kom að ferðamaðurinn kæmi ekki heim aftur. Hann hafði orðið bráðkvadd- ur á leiðinni, eða drukknað í ein- hverju af hinum vondu vötnum, sem yfir þurfti að fara. Sem betur fór kom þetta sjaldan fyrir. En hitt kom þráfaldlega fyrir, að menn höfðu misst klyfjar af hesti í eitt- hvert vatnsfalhð. >að var stórtjón, ekki síst þar sem bóndinn var ekki með fleiri hesta en þrjá undir klyf j- um; því að þar sem lest var svo stutt, voru önnur efni ætíð smá. Lestaferð fyrir aldamót Það var venja í Meðallandi að fara lestarferð í 10. viku sumars. En hve snemma dags var lagt á stað, var undir því komið hvort mikið var í Kúðafljóti. Þeir sem næstir bjuggu fljótinu, fylgdust nokkum veginn með því og létu aðra vita. En fyrir kom það, að Kúðafljót var verst yfirferðar þeg- ar lengi hafði verið lítið í því. Þá var það orðið niðurgrafið sem kall- að var. Engin varanleg vöð voru á því, og mátti kalla að vöðin væru jafn breytileg og veðrið. Og hér var ekki um neina smásprænu að ræða. Yfirferðin tók tvær stundir og allt að fimm stundum, svo breytilegt var það viðfangs. Að þessu sinni gekk yfirförin vel, við vorum komnir á Grjóteyri kl. 4 um daginn. Við vorum 8 í hóp, með tvö tjöld, 38 klyfjahesta og svo auðvitað 8 reiðhesta. Þetta var því stór lest. Allir samferðamenn mínir voru komnir mikið lengra að en eg, og var nú afráðið að fara ekki lengra þennan daginn. Þótti rétt að fara ekki lengra með hestana í fyrsta áfanga, því að framundan vom margar og erfiðar dagleiðir. Vom nú klyfjar teknar ofan, sprett af hestunum og þeir heftir. Vegna þess að veðurútlit var gott, þótti ekki þörf á að fansa, heldur væri nóg að kasta klyf junum saman. En það var gert þannig, að klyfjar af hverjum hesti voru lagðar saman og reiðingurinn af honum lagður þar ofan á. Að því búnu var tjald- að. Þá voru malpokamir dregnir fram og snædd fyrsta máltíðin á ferðalaginu. Vom allir í góðu skapi út af því hve vel hefði gengið yfir Kúðafljót. Þegar kvöldaði gengum við til náða í tjöldunum, með hnakk undir höfði í stað kodda, gæruskinn undir okkur og jakka eða kápu ofan á okkur. Sofnuðum við skjótt og sváfum vært til morguns. Árla voru þó allir á fótum og skiftu með sér verkum. Sumir fóm að sækja hestana, aðrir að fella tjöldin, og enn aðrir að taka saman dót það sem í tjöldunum var. Þeg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.