Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 417 Fjós, f járhús, hlaða og hænsahús á búgarðinum. hlýtur að hafa verið suður í Af- ríku. Á hverju miðvikudagskvöldi er kvöldvaka í skólanum. Þar hjálp- ast að heimamenn og gestir að skemmta og fræða. Á kvöldvök- unni sem við vorum á, var mikill almennur söngur, sungin ættjarð- arljóð, Jón Jónsson kennari skemmti, en frú Ólöf Nordal flutti erindi. Hér ber ýmislegt fleira við. Einn daginn kemur stúlka með máríu- erluimga, sem hún hafði handsam- að úti í móa, vegna þess að hann gat ekki flogið. Litla stúlkan var mjög áhyggjufull út af því hvemig ætti að bjarga unganum. En hér var enginn dýralæknir og enginn sem kunni nein ráð við veikleika fuglsins, sem enginn kunni nein skil á, og svo var hann fluttur aft- ur út í sólina og sumarið, í þeirri von að honum mundi bezt batna þar. Sennilega hefir hann orðið fyrir rafmagnslosti. Þessir smá- fuglar sækjast eftir því að sitja á rafsímanum og einangrunarkúlim- um og læsa þar klónum inn í þræð- ina. — Einu sinni skruppu ung hjón að gamni sínu til Þorlákshafnar og sáu þar furðulega fiska. Það voru skötuselir. Færeyskur kafari var að vinna þar í höfninni við að koma böndum á stórgrýti, sem þar er í botni. Og sem hann er að vinna að þessu niðri í djúpinu, sækja skötuselir að honum. Þá brá hann á sitt ráð, tók skötusel í vað og gaf merki um dr'aga upp. Þeim, sem í landi voru, mun hafa brugð- ið í brún, er þeir hugðust vera að draga stein upp af mararbotni, og þá kom þar ógurleg lifandi ó- freskja og gapti eins og Miðgarðs- ormur. En þarna fengu þeir að draga hvern skötuselinn eftir ann- an, unz fjórir voru komnir. Þessi fregn vakti mikla athygli, því að enginn hafði fyrr heyrt getið um slíkan veiðiskap. — Einn daginn hljóp sjötugur gest- ur upp í heiði til þess að sjá hvem- ig hinum svonefnda Þrengslavegi miðaði áfram. Hann varð að fara alla leið upp fyrir Sandfell, því að vegurinn er ekki kominn nema rétt suður fyrir Litla Meitil. Það- an og að Sandfelli er helluhraun, sem hvorki mannlegur máttur né stórvirkar vélar geta unnið á. Hef- ir þetta tafið vegargerðina mikið, því að flytja þarf efni í veginn langar leiðir. En þegar niður með Sandfelli kemur, tekur við bruna- hraun, sem auðvelt er að vinna á, og mun vegargerðinni þá miða hraðar en áður. Síðan á vegurinn að liggja um Krossfjöll og niður Torfdal og kemur svo á Ölfusveg- inn rétt austan við Hlíðardalsskóla. Ibúðarhús bústjóra, til hægri sést á fjósið,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.