Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 415 Eftir miðdegisverð baða nokkrir dvalargestir sig í sól úti fyrir aðaldyrum skól ans. stundum kenningarnafnið „Vind- ur“ og var það dregið af bæamafn- inu. Hér bjó eitt sinn Jón Vindur, og Jón sonur hans, sem var for- maður í Þorlákshöfn, var einnig kallaður Vindur, enda þótt hann færi þriggja ára frá Vindheimum. Þótti nafnið og vel við eiga að öðru leyti, því að Jón var kappsfullur og óragur að sækja sjóinn þótt vindur blési. Um hann var orkt þessi vísa: Vindur eftir eftir vindi bíður, vindur segl við hún. Vindur undan vindi skríður vítt lun hnísutún. Fyrir 300 árum gerðist harm- saga á þessum slóðum. Þá bjó á Breiðabólstað bóndi sá er Þorgeir hét. Á næsta bæ fyrir vestan, sem hét Litlaland (og nú hefir verið í eyði um hríð), bjó bóndi sem Orm- ur hét. Kona hans hét Þuríður og áttu þau 3 börn, en auk þess átti hún eitt barn af fyrra hjónabandi. Örlögin höguðu því þannig, að þau Þorgeir á Breiðabólstað og Þuríður á Litlalandi feldu hugi saman í meinum, og varð af svo brennandi ást, að þau struku frá heimilum sínum og höfðu með sér tvö börn Þuríðar. Fóru þau huldu höfði og komust norður í Dalasýlu og voru síðan í ýmsum stöðum, án þess að kæmist upp um þau. Tólf árum eftir strokið var Þorgeir tek- inn fastur á Snæfellsnesi og flutt- ur í járnum til Alþingis. Og þar var hann höggvinn, og hvíla bein hans einhvers staðar á þingstaðn- um, þar sem þau hafa verið urðuð. —O— Nú skal fara fljótt yfir sögu. Þegar Þorleifur Guðmundsson frá Háeyri bjó í Þorlákshöfn, þótti honum erfitt að stunda þar land- búnað, en vildi hafa margt fé. Keypti hann þá jarðirnar Breiða- bólstað og Vindheima 1919 og sam- einaði þær. Girti hann þá allt land þeirra, sem var að fara í örtröð vegna ágangs af sauðfé og hestum úr öllum áttum. Fram að þeim tíma hafði verið búið á báðum jörðunum, en nú var byggð á Breiðabólstað lögð niður. Halldór Magnússon frá Hrauni keypti síðan jarðirnar af Þorleifi og reisti timburhús á Vindheimum, sem stendur enn. En árið 1947 keyptu Aðventistar jarðirnar af honum til þess að reisa þar skóla og var bygging skólahúss hafin 1949. Gekk það svo vel að haustið 1950 gat skólinn tekið til starfa og fekk nafnið Hlíðar- dalsskóli. Að vísu var húsið þá ekki fullgert, en byrjað var með 1. bekk gagnfræðastigs og voru nemendur 19. Skólinn telst því eiga 10 ára afmæli um þessar mundir. Síðan rak hver framkvæmdin aðra. íbúðarhúsið á Vindheimum var stækkað og endurbætt og eru þar nú heimili tveggja kennara. Þegar nemendum fjölgaði reynd- ist skólahúsið of lítið og var þá ráðist í að reisa tvílyft heimavist- arhús 36x10 metra og íbúðarhús áfast við það handa kennara. Jafnframt þessu var svo hafinn mikill búskapur. Túnin á Breiða- bólstað og Vindheimum voru tengd saman með nýrækt og gömlu tóftarbrotum fjárhúsanna á Vind- heimum og bæjarhúsanna á Breiða- bólstað var rutt burtu, brotið mikið land þar umhverfis og gert að túni. Síðan var sérstakur búgarður reist- ur á þessu túni. Er þar íbúðarhús fyrir ráðsmann, 20 kúa fjós, fjárhús fyrir 400 fjár, heyhlaða með súg- þurrkun er tekur um 1500 hesta af heyi og votheysturn. —O— Það er staðarlegt að horfa heim að Hlíðardalsskóla. Túnið er geisi- stórt og nær ofan úr brekku og nið- ur undir veg og allt rennislétt. Og svo eru hinai’ miklu byggingar. Þann tíma sem skólinn starfar ekki, er hér tekið á móti sumar- gestum til lengri eða skemmri dval-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.