Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 14
428 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS DÆGURFLUGU R eru furðulegar lífverur ekkl annaö eftir en lausakaup. En svo var það kallað er hönd seldi hendi. Við höfðum sérstakan mann til þess að annast lausakaupin, svo að þau töfðu ekki fyrir öðrum við- skiftum. Nú var farið að leggja varning- inn í klyf jar og binda þær. Vel varð frá öllu að ganga, svo að vörurnar skemmdust ekki á leiðinni heim. Um kvöldið báðum við hrossa- gæzlumenn að koma með hesta okkar um dagmál næsta dag. Þá varð allt að vera tilbúið, svo að þeir þyrftu ekki að híma lengi í sand- inum berum. Við lögðum á stað heimleiðis um hádegi og fórum sömu leið og við komum, nema hvað við urðum að velja önnur vöð á vötnunum, því að þau voru síbreytileg frá degi til dags. o—o Hér hefi eg þá sagt frá einni kaupstaðarferð, sem eg fór sjálfur nokkru fyrir aldamót, ferð sem gekk tafa- og slysalaust, og er því ekki ævintýraleg á neinn hátt. Að lokum skal eg geta þess, að á þessari leið voru nokkrir lög- ákveðnir áfangastaðir. Er nokkurra þeirra getið hér að framan. En þar sem þeir munu nú flestum gleymdir, skal ég til gamans nefna þá og tel þá frá Eyrarbakka: Baugs- staðaklöpp, Nesbakki, Sandhóla- ferja í Holtum, Rauðalækjarbakk- ar í sömu sveit, hjá Varmalæk á Rangárvöllum, í Þverárbringu í Hvolhreppi, hjá Voðmúlastaðaselj- um í Landeyum, Holtsoddi undir Eyjafjöllum, Steigardalur í Mýr- dal og Fall í sömu sveit, og loks Bugakrókur í Meðallandi. Hér við bætast svo áningarstaðir okkar á leiðinni að austan sem eg hefi nefnt. Þessir staðir voru ieyfðir ferðamönnum og hestum þeirra, og út af því mátti ekki breyta. Á. Ó. skráði. AF ÖLLUM lífverum jarðar eru dægurflugurnar furðulegastar. — Fullskapaðar hefja þær tilveru sína á fögru vorkvöldi, dansa og leika alla nóttina, en eru venjuleg- ast dauðar áður en dagur rennur. Þess vegna eru þær kallaðar dæg- urflugur (Ephemeriadae) Ef menn vilja fylgjast með ævi- ferli þeirra, verða þeir að vera vel á verði, því að ekki er að vita hvert kvöldið þær koma. Menn verða að vaka hjá ám eða vötnum og gefa nákvæmar gætur að því, sem þar gerist. Lirfur flugnanna felast í slýi og eðju á vatnsbotninum. En svo er eins og þær finni allar á sér í senn, að nú sé stundin komin að ganga inn í endumýungu lífsins. Miljónum saman skríða þær upp úr grugginu og koma upp á yfirborðið. Þessar lirfur eru ófrýni- legar ásýndum. Þær eru með sex sterkar lappir, þrefaldan og langan hala og á skrokknum eru tálkn, sem þær hafa notað eins og fisk- arnir til þess að afla sér súrefnis í vatninu. En um leið og þær koma upp á yfirborðið, skeður hið furðu- lega. Belgurinn rifnar á bakinu og út um rifuna brýzt vængjuð vera, sem andar að sér lofti og er jafn ólík lirfunni og fugl er ólíkur snák. Með þunglamalegu vængjataki flögra þessar nýu verur upp á grein eða strá og sitja þar rnn stund. Endurfæðingunni er ekki lokið. Öðru sinni hefir veran ham- skifti. Hún kastar af sér hinu þung- lamalega fluggervi sínu, og út úr því kemur hin fagra og fislétta dægurfluga og hefur sig til flugs á skínandi vængjum. Á þennan hátt fæðast á sömu stund miljónir annara flugna og svífa upp 1 loftið svo að þar mynd- ast eins og iðandi ský. Þar er ástar- dansinn hafinn, því að þessi stund er kærleiksstund dægurflugunnar. Hún er örstutt, því að henni lok- inni flögra karlflugurnar á brott og liggja hrönnum saman dauðar næsta morgun. En kvenflugumar leita niður að vatninu, verpa þar 500—600 eggjum og falla svo í vatnið og drukkna. Þetta eru sögulokin. Og svo hefst ný saga. Eggin þroskast ótrúlega fljótt í vatninu, og eftir stuttan tíma skríða örsmáar flatvaxnar verur úr þeim. Þær eru glitkennd- ar, en með sex sterka fætur og gin með sterkum kjálkum, svo að þær byrja undir eins að afla sér fæðu og lifa eingöngu á rótum og öðmm efnum, sem þær fá úr jurtaríkinu. Þessar verur vaxa mjög fljótt, en vegna þess að hamurinn getur ekki þanist út óendanlega, hafa þær hamskifti svo að segja mánaðar- lega. En kjarninn verður alltaf sá sami. Það er dægurflugan sem er að smávaxa. Eins og áður er sagt, þurfa þær ekki að anda, því að þær vinna súrefni úr vatninu. Ekki þurfa þær heldur að vera í sífeldri leit að æti. Þær liggja kyrrar í eðjunni og hafa þar nóg í munn og maga. Dægurflugurnar eiga marga ó- vini. Margir fiskar eta eggin og lirfurnar, og sumar fiskategundir lifa nær eingöngu á þeim. En aðal- óvinur þeirra er þó lirfa „dreka- flugunnar“. Þessar lirfur eru fljót- ar í ferðum. Þær ferðast með sama »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.