Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Side 1
4. tbl. Sunnudagur 7. febrúar 1960 XXXV. árg. Snœbjörn Jónsson; Minning Einars H. Kvarans Mikilvœgasta málið í heimi GLEYMDUR er genginn. Enginn getur nú um það sagt hve fornt þetta alkunna sannmæli muni vera. En án efa mjög fornt — og mjög er það líka raunalegt, því að raunalegt og skaðlegt er það að virða ekki hina austrænu áminn- ingu: Verið minnugir leiðtoga yð- ar. Það er örugglega víst, að eigi framtíðin að verða blessunarrík þá verður nútíðin að hafa nokkuð djúpar rætur í fortíðinni. Vei þeim manni og vei þeirri þjóð, sem rót- laus verður. Rótarslitinn visnar vísir, segir hið spaka skáld, og þau orð ásannast jafnt á þjóðum sem einstaklingum. En ef þetta ömurlega spakmæli um gleymskuna var sannleikur endur fyrir löngu, meðan fram- vinda tímanna var svo miklu hóg- legri en nú, þá er það þó fyrir víst miklu sannara á þessari öld ofsa- legs hraða, þegar hjólið snýst svo hratt að vart festir auga á og segja má að hver dagurinn sé öðrum ólíkur. Gleymska og hverfleiki nú- tímans eru blöskranleg í augum þeirra manna, er aldur hafa til þess að muna hægfara tíma. Þeir Einar H. Kvaran. sjá hvílíkum ógnar-verðmætum beljandi straumur tímans skolar á burt með sér. Það vill fiest verða of eða van hjá okkur fáráðum mannskepnum. Hann *r saimarlega óhollur þessi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.