Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 65 toa sprakk 1883 og varð 36.000 manna að bana. Ógurlegt sprengjugos varð í fjallinu Terawera á Nýa-Sjálandi árið 1886. Það rifnaði að endilöngu og kom þar fram afarlöng gjá, sem breytti landslagi algjörlega. En fáir biðu bana þama, og var það vegna þess að mjög strjálbyggt var þar. Mikið sprengjugos varð í fjall- inu Consequina í Nicaragua árið 1835. Fjallstindinn tók af og sundr- aðist hann í allar áttir, en þruman sem þessu fylgdi heyrðist í 1500 km fjarlægð. Árið 1888 klippti eldgos 1950 fet ofan af fjallinu Bandai San í Japan, og gerðist þetta á nokkrum sekúnd- um. Árið 1902 gaus fjallið Santa Maria í Guatemala og huldist þá stórt landsvæði undir öskubyng. Sama árið sundraðist fjallið Pélee á Martinique og fórust þar 28.000 manna. Þessi snöggu eldgos í fjöllum, sem menn heldu að væri útbrunnin fyrir löngu, eru hættulegust. Það er meðal annars vegna þess, að ekki er haft eftirlit með þeim fjöll- um. Slíkt gos varð í fjallinu Lam- ington á Nýu-Gíneu 1952, og fórust þá 6000 manna. Á öðrum stöðum hafa jarðfræðingar eftirlit og geta varað fólk við ef gos er yfirvofandi. Þannig var það þegar fjallið Sa- kura Jima í Japan gaus 1914. Jarð- fræðingar höfðu sent aðvörun og fólk hafði forðað sér. Gagnleg gosefni Frá alda öðli hafa menn haft ýmislegt gagn af gosefnum. Og lengi höfðu menn mikið dálæti á hrafntinnunni, sem kemur úr sum- um eldfjöllum. Frumstæðir menn gátu notað hrafntinnuna í ýmis- konar verkfæri, en þeir voru líka hrifnir af því hvað hún var fögur og hvernig hún glitraði er geislar fellu á hana. Hún var því notuð í allskonar skartgripi. Nú er hrafn- tinnan aftur komin til vegs og virð- ingar síðan 1946, en þá kom það upp úr kafinu að hún hafði þann eiginleika að getan þanizt út. í hrafntinnunni er mikið vatn og þenst hún því út þegar hún er hit- uð. Úr henni er og framleitt „per- lite“, sem líkist dálítið vikri, og er notað til einangrunar og í bygging- arefni. Vikurinn, sem er í rauninni ekki annað en glerfroða, er til margra hluta nytsamlegur og mikið notað- ur í allskonar iðnaði. Þá er og brennisteinn eitt af efnum þeim sem gosum fylgja. Var honum áður safnað saman í eldgígum, en þó aðallega hjá hægum jarðhita, þar sem hann safnast saman. Úr gosunum koma og ýmis efni sem eru nauðsynleg fyrir gróður jarðar. Úr þeim kemur líka kol- sýra, sem dreifist út í loftið, en án hennar gæti jurtir ekki þrifizt. Kostirnir við eldgos yfirgnæfa því í raun og veru tjónið af þeim, þeg- ar á allt er litið. Hlíðar eldfjall- anna draga menn að sér, vegna þess gróðurmagns, sem þar er. Hlíðar Vesuvius og Etnu eru fræg- ar fyrir aldingarða sína. Og svo er víðar, svo sem í Miðameríku, þar sem kaffiuppskeran er mest. Og sömu söguna er að segja frá Java, Filipseyum og Japan. í hitabeltinu er fjöldi eldbrunninna eya, sem nú líkjast mest aldingarðinum Eden. Þá eru Kanarieyar, Azoreyar, Vest- indíur, allar annálaðar fyrir gróð- ur. — Notkun jarðhita Um langt skeið stóðu menn ber- skjaldaðir fyrir eldgosum og fundu til vanmáttar síns í þeim ósköpum, sem á gengu. Þó er nú alllangt síð- an að fram kom sú hugmynd, að unnt mundi að beizla þessa orku í iðrum jarðar. En skammt er síðan sú hugmynd komst í framkvæmd. Og þar hafa hin merkilegu afrek íslendinga og ítala vakið mesta athygli. ítalir byrjuðu að virkja jarðhit- ann hjá Lararello í Tuscany. En nú láta þeir sér ekki nægja að taka yfirborðsvatnið, þeir bora um 700 metra niður og ná þar í gufu, sem þeir leiða eftir pípum og reka með henni 300.000 kw. rafmagnsstöð. Auk þess vinna þeir ýmis efni úr heita vatninu, svo sem burís, kol- sýru, ammoniak og ýmislegt annað. íslendingar hafa líka tekið í notkun fjölda hvera, og nóg er af þeim þar í landi. Síðan 1930 hafa þeir notað heitt vatn til að hita upp hús og sundlaugar og baðhús. (Hér segir svo frá því að 3500 heimili í Reykjavík sé hituð upp með hveravatni, en það er of lág tala). Víða hafa og verið gerðar til- raunir á seinni árum að hagnýta hitann í jörðunni sem aflgjafa. Þessum rannsóknum er lengst á veg komið í Kaliforníu, Hidalgoríki í Mexiko, í E1 Salvador-lýðveldinu, Wairakei á Nýa-Sjálandi, í Austur- Afríku og Japan. o----o-----o Eldfjöll, heitar laugar, leirhverir og goshverir draga mjög að sér ferðamenn. Umhverfis gömul eld- fjöll, sem nú eru máske rústir ein- ar, er oft stórbrotið og fagurt landslag. í Bandaríkjunum hafa nú 15 gömul eldfjallasvæði verið gerð að þjóðgörðum vegna náttúrufeg- urðar sinnar. Það er mikilfengleg sjón, en get- ur þó ekki kallast fögur, að sjá fjöll gjósa. Og eldgosin valda oft land- spjöllum og manntjóni. Á hinn bóginn hafa eldsumbrot einnig skapað tröllaukið landslag, en þó svo fagurt og stórhreinlegt að það á hvergi sinn líka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.