Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 10
62 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sjávarins eykst í réttu hlutfalli við mergð hrúðurkarlanna. Til dæmis um það má geta þess, er stendur í skýrslu frá flotamála- ráðuneyti Bandaríkjanna. Þar |r sagt frá 35.000 lesta herskipi, sem var svo hlaðið hrúðurkörlum eft- ir hálfs árs siglingu, að það þurfti 45% meira eldsneyti til þess að halda fullri ferð, heldur en þegar það lagði úr höfn. Þetta sýnir að viðkoma hrúður- karlanna er geisilega mikil. Brezk- ur dýrafræðingur, Hillary Moore, reyndi einu sinni að gera sér grein fyrir því hvað viðkoma hrúður- karlanna væri mikil hjá eynni Mön. Og hann komst að þeirri nið- urstöðu að viðkoman mundi vera vun þúsund þúsundir milljóna á hálfrar enskrar mílu strandlengju á eynni. Sævarrannsóknastofan í Miami í Florida hefir einnig at- hugað þetta. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að á hvert skip sem liggur stöðugt fyrir festum, mimdi á einum mánuði hlaðast svo mikið af hrúðurkörluih og sjávargróðri, að það samsvaraði einu pundi á hvert ferfet. Þar var líka sagt, að á sjóflugvél mundi geta hlaðist svo mikið af hrúðurkörlum á hálf- um mánuði, að hún væri ófær um að hefja sig til flugs. Það er nú ef til vill ekki verst hvað hrúðurkarlar geta dregið úr ganghraða skipa, heldur það fjár- hagslega tjón, sem af þessu leiðir. Nauðsynlegt er að draga skipin á land með nokkru millibili til þess að skafa hrúðurkarlana af þeim. Það er erfitt verk og seinlegt og kostar ærið fé, og þar við bætast svo þær tafir, sem skipin verða fyrir af þessum sökum. Hvert erfiði það muni vera að hreinsa hrúður- karla af skipsbotnum, má sjá á því, að fyrir nokkru var skip hreinsað vestan hafs og komu af því 200 smálestir af hrúðurkörlum. Og á hverju ári er varið um 100 milljónum dollara til þess að ná hrúðurkörlum af skipum. Það lætur því að líkum, að margar aðferðir hafi verið reynd- ar til þess að koma í veg fyrir að hrúðurkarlar setjist á skip. Bar- áttan við þá hefir staðið öldum saman. í fornöld töldu menn bezta ráðið að tjörubræða byrðing skip- anna. Síðan hafa ótal önnur ráð verið reynd. Menn hafa sett eir- þynnur, togleður og kork utan á byrðinginn, og þegar trefjagler var fundið upp, þóttust menn viss- ir um að þar væri efni, sem hrúður- karlarnir gæti ekki tollað við. Glerið var sett utan á byrðinga skipa, en hvernig fór? Hrúðurkarl- arnir virtust telja það ákjósanleg- an grundvöll fyrir byggingar sínar. Þeirri tilraun var því skjótlega hætt. Síðan hafa menn þreifað sig áfram. Um margra ára skeið hefir „Oceanographic Institution" í Woods Hole í Bandaríkjunmn unn- ið að rannsóknum á því hvernig skip verði helzt varin fyrir sjávar- gróðri og hrúðurkörlum. Og haf- rannsóknadeild háskólans í Miami hefir einnig unnið að samskonar rannsóknum. Og enn má nefna þriðju stofnunina, „Scripps Ocea- nographic Institution" í La Jolla í Kaliforniu. Ein rannsóknaaðferðin er sú, að bera ýmiskonar efni á fjalir eða málmþynnur og sökkva þeim síðan í sjó, til þess að sjá hvar hrúður- karlarnir setjast helzt að. Reynsl- an hefir sýnt, að þeir virðast forð- ast eirþyxmur. En eirinn er dýr og tærist auk þess auðveldlega í sjó, svo hann er ekki hentugur til þess að þekja byrðinga skipa. En það kom þó í Ijós, að hrúðurkarlarnir forðuðust ekki eirinn vegna þess að þeir ætti örðugt með að festa hús sín á honum, heldur var það vegna þess, að eirupplausnin er hrúðurkörlunum banvæn. Síðan hefir verið unnið að því að finna hentuga botnmálningu skipa, er blönduð væri eiri. Hefir þegar fundizt málning, sem fróðir menn telja að varið geti skip í Kyrrahafi um tveggja eða þriggja ára skeið. En sú málning er svo dýr, að efa- samt er hvort það muni borga sig að nota hana. Baráttan við hrúðurkarlana held- ur því enn áfram. — Mannætur Frh. af bls. 59 Eg vorkenndi Japoli, því að mér sýndist hann vænsti maður, og mig langaði til þess að hjalpa honum. Eg ætlaði því að leita mér upplýs- inga. Þorpsbúar voru hinir skraf- hreifnustu meðan talað var um daginn og veginn, en undir eins og eg nefndi nafn Japoli, steinþögn- uðu þeir. Það var brátt auðséð, að enginn vildi á hann minnast, og sjalfur vildi hann ekkert segja. Þá var það að Leona uppgötvaði að Japoli hefði alls ekki getað myrt Popol. Hún hafði verið að hugga krakka, sem var að gráta, og fekk að vita hjá honum, að faðir hans væri nýkominn heim úr löngu ferðalagi. Þeir höfðu farið niður að ströndinni til þess að safna skeljum. Og nú var strákurinn að skæla út af því að pabbi hefði lof- að að fara með sig á fuglaveiðar, þegar hann kæmi heim. „Hann lof- aði því, en nú getur hann ekki far- ið“, snökkti drengurinn, og Achm- ed þýddi þetta fyrir Leonu. „Hvers vegna getur hann ekki farið?“ spurði hún. Drengurinn snökti enn meira: „Eg veit það ekki. Hann vill ekki tala vi,ð mig. Menn segja að hann sé dauður, en hann liggur þarna og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.