Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 57 halda, og annar þeirra var Einar Kvaran. Hinn lifði konu sína í heil- an áratug, og þó að hann reyndi að láta ekki á því bera, vissi ég og fann að hann var í rauninni allan þann tíma brotinn maður. Lífið hef ir veitt mér ærin tækifæri til þess að sjá hve satt er hið forna spak- mæli að það er ekki gott að maður inn sé einsamall. Hvernig sem byrjað er að minn- ast Einars Kvarans, hlýtur það mál alltaf að enda á einu og því sama: spíritismanum. Svo mundi hann sjálfur hafa viljað vera láta; það veit ég fyrir víst, eftir náin kynni af honum 27 síðustu æviár hans, ákaflega náin hin síðustu átján þess ara ára. Hann var þann veg skapi farinn, að hversu mjög sem hann elskaði frið og hversu mjög sem hann lang aði til að þurfa ekki að eiga í ófriði, þá varð hann að berjast fyrir þeim málum, sem tóku áhuga hans, hlaut að hlýðnast þeirri brýn- ingu skáldsins að muldra ekki sann færingu sína niður í bringuna, held ur hrópa hana af húsþökunum, ef hann hugði hana skipta miklu fyrir heill samferðamannanna. Svo er um hvern þann mann, sem er sann- ur manndómsmaður og vill vera köllun sinni trúr. Og þegar hann fór að rannsaka hinar spíritistisku staðreyndir ( staðreyndirnar hlýt- ur hver hugsandi og heiðarlegur maður að viðurkenna, hvernig sem hann svo vill skýra þær) og draga af þeim ályktanir, þá sannfærðist hann um að þarna væri mál sem skipti allt mannkyn ákaflega miklu. Fyrir því máli var það því skylda hans að heyja baráttu. Síð- ar varð það, eins og áður var sagt, sannfæring hans að einmitt þetta hlutverk hefði sér verið ætlað af forsjóninni. Þá var það blátt áfram voðalegt að bregðast. Það var þá, að dómi nafna hans Benediktsson- ar, orðið að dauðasök. Ég var þá unglingsmaður þegar spíritistiska hreyfingin hófst hérna í Reykjavík. Henni var illa tekið í minni sveit, jafnvel fjandsamlega af sumum. Prestur okkar var hygg inn maður og góðgjarn og hann tók nákvæmlega sömu afstöðu til máls- ins sem Þórhallur Bjarnarson síðar biskup. Hann reyndi að lægja öld- urnar, hvatti fólk til að taka öllu með ró og bíða átekta. Ég var þá þegar orðinn veikur í trúnni og tek- inn að efa margt, en um það sann- færðist ég fljótt að fyrirbrigðin mundu hreinn veruleiki og að sam- bandi hefði þama verið náð við framliðna menn. En þess var langt að bíða að ég gæti sannfærst um að þetta væri sérstaklega mikil- vægt, og sumu því, sem haldið var fram, neitaði ég alveg að trúa. Mér fanst það t. d. frámunaleg fjar- stæða að það gæti átt sér stað um framliðinn mann að hann væri sér þess ekki meðvitandi að hafa farið í gegnum hlið dauðans. Það var ekki fyrr en eftir áratuga reynslu sjálfs mín á miðilsfundum að ég varð að gera mér að góðu að sann- færast um þetta. Nú eru liðin um fimmtíu ár síðan ég tók fyrst þátt í miðilsfundum (Það gerði ég með þeim Guðmundi Hannessyni og Haraldi Níelssyni), og enn í dag kem ég á hvern fund fullur alls konar efa, og oftast gerist þar eitt- hvað það, sem ég læt alveg liggja á milli hluta. Stundum annað sem ég er sannfærður um að sé mark- leysa; en sumt af því hefi ég raunar síðar orðið að játa að var nákvæm- lega það sem það var sagt vera. Vitanlega varð ég þá sneyptur; svo fer þeim sem setja sig á of háan hest. En efagirni mína læknar ekk- ert, enda vil ég ekki láta hana læknast.* • Enda þótt ég sjálfur sé ekki trú- maður í neinni líkingu við það það sem Einar Kvaran var orðinn, tel ég mig ekki trúlausan. En það var hann sem betur flestum öðrum hjálpaði mér til trúarlegrar fótfestu. Og miklu þykir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.