Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 59 r r Okunnar þjóðir; Hjá mannœtum á Nýu Cíneu VI. Dauðadæmdum bjargað VIÐ vorum á leið niður fljótið og áttum um 80 km til strandar. Þá bilaði vél skipsins og við urðum að leita lands. Þar komum við í þorp nokkurt og þar var illt ástand vegna við- skiftakreppu. En rætur hennar mátti rekja allar leiðir til Evrópu og Ameríku. Um langan aldur höfðu þorps- búar lifað á því að selja páfugla- fjaðrir og hegrafjaðrir. Það voru kaupmenn frá Java, sem keyptu þetta og borguðu dýrum dómum, svo að þorpsbúar gátu keypt allt sem þá vanhagaði um, svo sem ax- ir, hnífa, spegla og marglit bönd. En nú hafði tízkan breyzt. Hefðar- konurnar í menningarlöndunum kærðu sig ekki lengur um að skreyta hatta sína með fjöðrum. Og þetta bitnaði á hinum frum- stæðu mönnum á Nýu Gíneu. Og nú sátu þeir uppi með ógrynni af fjöðrum, fullan kofa, og skildu ekk- ert í því hvernig á því stóð, að kaup mennirnir komu ekki til að kaupa þetta. Það var ekki furða þótt þeim gengi illa að skilja þetta, því að tízkuherrarnir sjálfir skildu ekk- ert í því heldur. Ofan á þetta bættist svo, að þorpsbúar höfðu misst höfðingja sinn. Hann hafði orðið bráðkvadd- ur fyrir hálfum mánuði, og allir syrgðu hann. Allar konur í ætt hans voru í sorgarklæðum, en það voru síð graspils, grasbolur og gras feldur. Fellu þessi klæði hvert yfir annað eins og þakplötur á húsi. Hörundsflúr kvenna er ör eftir skinnsprettur. Andlit og hendur höfðu þær málað með hvítum leir og slett svo rauð- um leir ofan á hingað og þangað. En í hárið höfðu þær stungið hvít- um fjöðrum sitt á hvað. Þegar minnst varði rak einhver þeirra upp angistarkvein, og tóku allar hinar undir og var þetta hrylli- legur samsöngur. Sorgartímann kalla þeir „sal“ og meðan á honum stendur mega eng- ar skemmtanir fara fram. Venju- lega er ekki almenn sorg nema einn eða tvo daga, en nánustu ætt- ingjar syrgja lengur. En nú hafði töframaður þeirra fyrirskipað að framlengja sorgina. Hann var viss um að Popol, höfðinginn, hefði ver- ið myrtur, og hann vildi ekki láta grafa líkið fyr en það hefði sagt sér hver væri morðinginn. Líkið hafði verið smurt með hvítum leir og lá á palmablaðabyng yzt í þorp- inu. Þar vakti töframaðurinn, Kalmoe, yfflr >vx og þuldi, í þeirri von að Popol mundi birtast sér i draumi og benda á morðingjann. Morguninn eftir að við komum, brá okkur í brún að heyra óstjórn- legri óp og vein en við höfðum nokkru sinni heyrt. Það hafði sann- ast, að Popol hafði verið myrtur. Og þegar töframaðurinn birti þessa vitrun sína, æptu og veinuðu ætt- ingjar Popols í einum stað, en í öðrum ættingjar Japoli, mannsins sem átti að hafa myrt hann. Þegar eg kom í land rakst eg á hóp kvenna af ætt Japoli, og voru þær allar í sorgarbúningi og höfðu smurt sig með hvítum leir. Japoli lá sem dauðinn uppmálaður undir tré skammt frá kofa sínum. Eg á- varpaði hann, en hann gerði ekki annað en ranghvolfa augunum. Kalmoe hafði sagt honum, að hann hefði myrt Popol, og fyrir það yrði hann að deyja. Það var úrskurður, sem ekki varð áfrýjað. Japoli var sagt að hann væri þegar dauður. Og deya hlaut hann, hvort sem það drógst einum deginum lengur eða skemur. Það átti svo sem ekki að taka hann af lífi. Hann átti að deya sjalfur, og deya hlaut hann, hvernig svo sem á því stendur. Hvít um mönnum er gjarnt að henda gys að þessu og segja að það sé ekki annað en hjátrú. En það eru til margar skráðar heimildir á Jövu, Borneo og Nýu Gíneu um hvíta menn, sem dóu þrátt fyrir allan gorgeir sinn, þegar innlendir töfra- menn höfðu lagt það á þá, að þeir skyldu deya. Þetta er staðreynd, hvort sem r.okkra skýringu er að fá á henni. Frh. á bls. 62

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.