Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 68 er ekki dauður". Og svo benti hann á Japoli. Þetta var örugg sönnun fyrir því, að Japoli hafði ekki myrt Popol. Ef það var satt, að hann væri ný- kominn úr langri ferð, þá hafði hann ekki verið heima þegar Popol andaðist. Leona hljóp frá skælandi drengnum til að segja mér þetta. Eg komst brátt að raun um að þetta var satt um ferðalagið. Þeir höfðu farið til sjávar 20 saman á tveimur bátum, og komið heim rétt á undan okkur. Eg náði tali af þeim, sem höfðu verið á ferðalaginu og spurði hvort Popol hefði verið lif- andi þegar þeir fóru. Já, og hann hafði fylgt þeim á leið drjúgan spöl niður eftir ánni. Eg spurði hvort Japoli hefði verið með þeim á ferða laginu. Þá steinþögðu þeir, en eg sá að þeim var órótt og á því vissi eg að hann hafði verið með. „Hvað voruð þið lengi á þessu ferðalagi?" Einn þeirra kom með band og hnýtti á það 30 hnúta, en það þýddi að sólin hefði komið 30 sinnum upp á meðan þeir voru á ferðalaginu. Þeir höfðu verið mánuð á burtu, og það þýddi að þeir höfðu lagt á stað viku áður en Popol dó. Og það var næg sönnum þess að Japoli haf ði ekki getað myrt hann. Eg skýrði töframanninum frá þessu. Hann viðurkenndi að Japoli hefði ekki verið nærstaddur, „en sál hans gerði það“. Honum var full alvara. Hann hafði fengið vitrun þá um nóttina, og engar röksemdir gátu haft hann ofan af því að Japoli væri morð- inginn. Jæja, fyrst sannanir duga ekki, hugsaði eg með mér, þá hefi eg annað, sem er betra en sann- anir — púður. Eg skýrði þorpsbúum frá því, að þá um kvöldið ætlaði eg að kalla á anda Popols og láta hann sanna, að hann hefði ekki verið myrtur. Eg fór til Japoli og sagði honum að eg ætlaði að sanna sakleysi hans. Vonarneista brá fyrir í augum hans sem snöggvast, en svo fell hann aftur í sömu örvæntinguna. Mér þótti verst að eg skyldi ekki eiga flugelda, en eg átti bæði kveikiþráð og púður. Svo tók eg holan bambuslegg, dró kveiki- þráðinn í gegn um hann, hlóð svo með einum tolf skotum af púðri og hafði bréfforhlað á milli alls staðar. Um kvöldið helt eg ræðu yfir þorpsbúum, og hafi þeir nokkurn tíma á ævi sinni orðið hræddir, þá urðu þeir reglulega hræddir nú, er eg skýrði þeim frá því, að eg ætl- aði að kalla þangað anda Popols og hann mundi birtast þeim öllum sem eldingar. Þeir göptu og augun ætluðu út úr þeim. Svo hörfuðu þeir undan, en ekki langt, því að forvitnin var óttanum yfirsterkari. Þá skýrði eg þeim frá því að Popol kæmi til þess að sanna það, að Japoli væri saklaus, og hann ætti eftir að verða hetja á meðal þeirra.. Þeir kinkuðu kolli. Þeir gátu sætt sig við að Japoli væri kvaddur frá dauðum, ef hann yrði hetja. Eg kveikti á rauðu blysi og veif- aði því í kring um mig. Þeir gláptu forviða á mig, en þegar eg fleygði nokkrum „kínverjum“ á eldinn og þeir sprungu, tóku margir til fót- anna. Eg lét mér á sama standa, eg vissi að þeir mundu samt vera á gægjum. Næst saup eg gúlsopa af bensíni og spýtti í eldinn. Varð þá svo mikill blossi að þeir heldu að andi Popols væri kominn. En það bezta var þó eftir. Eg lézt ætla að bæta við á eld- inn, tok nokkrar spýtur og stakk bambusstönginni á meðal þeirra. Svo stakk eg þessu á endann niður í logann miðjan, og bjóst við spreng ingu samstimdis. En svo leið og beið og ekkert skeði. „Farðu og sæktu nokkuð af film- um“, söng eg í áttina til Schultz. Frummönnunum hefði þótt óvið- eigandi að kalla á þeirri stund er maður var að fremja seið. Nei, það varð að söngla. Schultz var varla lagður á stað, þegar þruma kvað við og eldblossa skaut upp himinhátt. Svo kvað við hver smellurinn á fætur öðrum og ekki allir á sama stað. Bambusinn þeyttist fram og aftur um sam- komusvæðið og endaði með því að rjúka inn í kofann, þar sem allar páfuglafjaðrirnar voru geymdar. Allir fýðu, jafnvel hinn dauði Jap- oli tók til fótanna. í óðagotinu tók enginn eftir því hvar vígabrandurinn lenti og það var ekki fyr en kofinn stóð í björtu báli að við Shultz sáum hvað orðið hafði. En þá var allt um seinan. Sem betur fór var á blæalogn, ann- ars hefði þorpið allt brunnið. En reykurinn var eins og tíu þorp væru að brenna. Fjaðrirnar voru orðnar skraufþurrar, og sá reykur, sem af þeim gat komið! í hvert sinn sem eg finn sviðalykt, sé eg þennan atburð fyrir mér í anda, logana, reykmökkinn og Japoli á harða hlaupum. Þegar þorpsbúar hertu svo upp hugann að þeir þorðu að Koma nær varð fjöðrunum ekki lengur bjarg- að. Þeir gátu ekki gert neitt annað en glápt á eldinn og notið þess að soga að sér sviðalyktina. Eg sagði töframanninum að andi Popols hefði brennt fiðurhúsið vegna þess, að ekkert gagn væri að fjöðrunum lengur, hvítir menn mundu aldrei framar koma til að kaupa af þeim fjaðrir. Þetta skildi hann. Og hann sagði að sér þætti vænt um að Popol hafði leyst Japoli úr dauð- ans greipum. Japoli væri hraustur maður og duglegur. Hann ætti það skilið að verða höfðingi þeirra. Daginn eftir var ’ik Popols graf- ið í kofa hans undir fletinu. Kona hans settist ofan á gröfina og þar var hún dæmd til að sitja mánuð- um saman og mátti ekki út fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.