Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 6
68 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þetta ætla ég að gildi í aðalatrið- lun um allmikinn flokk manna, og því hefi ég tekið þetta dæmi að þessari afstöðu á ég auðveldast með að lýsa. En svo eru nokkrir sem ekki einungis trúa ekki á fram- haldslíf persónuleikans, heldur segjast enga löngun hafa til þess að lifa dauðann. Ósæmilegt væri að draga í efa að þessir hinir sömu séu, eftir beztu vitund, að segja sannleikann, en mér hefir aldrei tekist að losna við þann grun, að óafvitandi kunni þeir að vera að blekkja sjálfa sig. Mér virðist þetta vera óeðli, því að „allt sem lifir lifa girnir“, og „þegar lífsins löng- un hverfur, lífið er eðli sínu fjær“. Þessa menn vil ég láta sigla sinn sjó. En engan rétt get ég séð að þeir hafi til þess að hæða hina, sem öðru vísi eru gerðir. Slíkt er of- látungsháttur grannviturra glanna. Fjölmennasti flokkurinn ætla ég að sé sá, sem þráir að fá að lifa og starfa, en margir þessara manna geta ekki öðlast vissu um að þetta eigi þeir fyrir höndum. Þetta eru menn sem „vonarvaðinum stökkva vefja um arminn klökkva“, en i dimmunni, sem yfir grúfir, geta þeir ekki komið auga á haldreipi fullvissunnar. í þessum flokknum var sjálfur Matthías Jochumsson mestan hluta ævi sinnar, sá maður- inn sem í okkar tíð komst þó næst mér það sennilegast að ef ekki hefði verið fyrir spíritismann, mundi ég nú með öllu trúlaus, og þá ætla ég að ég væri ennþá verri maður en ég er. En það vona ég að allir lesendur skilji að spíritisminn var Einari ekki trúar- brögð, og andatrú gat enginn af honum lært. En hann vildi að spíritisminn- yrði mönnum trúarstyrking eða jafnvel leið til trúar. Það veit ég líka að hann hefir mörgum orðið, og það ætlaði sá spakvitri maður síra Magnús Helgason að hann hlyti að verða hverjum þeim er sannfærðist um þær staðreyndir, sem hann hefir leitt í ljós. hástóli guðs og hafði þegið þá und- ursamlegu náðargáfu að geta vísað öðrum veginn sem hann rataði ekki sjálfur. Það var loks spíritisminn sem gaf honum handfestu. Af þjónum trúarinnar eru þeir fyrir víst ótrúlega margir, sem stað hæfa ódauðleikann meðan þeir hug hreysta aðra, en þegar ástvinamiss- ir kemur og reynir þolrifin í þess- ari trú þeirra, þá hverfur vissan og þeir sjá sjálfa sig á eyðimörk efans og verða nú að hefja leit. Þannig var það um hinn lærða guð fræðing J. Paterson Smyth. Hann hugði sig öruggan, en þegar hann missti son sinn af slysförum, varð annað ofan á. Þá fór hann í leit að sönnunum aldanna og lærifeðranna fyrir þessari gömlu kenningu. Sú leit færði honum tapaða vissú og þá ritaði hann hina frægu bók sína, „The Gospel of the Hereafter11, sem Edward Hambro, hæstaréttardóm- ari þýddi á norsku með aðstoð tveggja biskupa (Evangeliet om det hinsidige). Ekki ber bók Smyth’s það með sér að hann hafi á nokkurn hátt stuðst við spíri- tismann, enda þótt hún flytji ná- kvæmlega sömu rökin og hann, en miklu er það algengast að þeir sem í þessum ógöngum lenda, leiti ann- anhvort til hans eða kaþólsku kirkj unnar, sem skilur lífið andlegra skilningi en flestar kirkjur mótmæl enda. Til allra þessara manna vildi Ein- ar Kvaran ná með boðskap sínum. Hann gat ekki hugsað sér annað en að hver sá maður, er kyntist stað- reyndunum, hlyti að sannfærast um veruleik þeirra, og þá varð naumast komist hjá að leita orsak- anna og draga ályktanir af hvoru fveggj3- Og fyrir þá sem rannsaka, er spíritistiska skýringin í rauninni sú eina skynsamlega. Og sé hún viðurkennd, þá má ábyrgðarleysi þess manns vera mikið, sem ekki tekur tillit til hennar í daglegri breytni sinni. Því taldi hann þetta mikilvægasta málið í heimi. Crétar Fells; Tvö Ijóð Gestir fortiðarinnar Stundum frá fjarlægri fortíð, með fegurð og birtu og hlýu koma inn i líf mitt konur og menn, og kærleikar hefjast að nýu. Ég kannast við karlmennina. Þeir koma til mín sem vinir frá upphafi kynna, — á einhvern veg öðru vísi en hinir. Og freyunum feginshuga ég fjólur og rósir vil bera með ilm míns þakklætis. Enginn þarf afbrýðissamur að vera. Ég fann ykkur, fljóð og halir. Úr fortíðarmyrkrinu svarta þið komið sem glampar og geislabros, er gieðja mitt unga hjarta. Draumur um draum Hann dreymdi um dáðir forðum og drengur var góður hann. Með orku í verki og orðum hann ætlaði að hrinda úr skorðum svo mörgu — og blóðið brann. Hér áttum við einhuga bróður með æskunnar rós á kinn. — En þungur varð þessi róður og þreyttum er kostur góður að leggjast á svæfil sinn. Svo rakti hann í ró og næði sinn rismikla hugsanastraum. — Og nú voru orð hans og æði orðin sem flatrímað kvæði, — allt líf hans var draumur um draumi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.