Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 16
68 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE * D 9 3 ¥ Á G 8 5 2 ♦ 9 7 3 «98 A G 8 2 ¥ 9 6 ♦ A 6 5 * 10 7 6 4 3 « A 10 6 V 10 7 ♦ K D 10 4 * A K G 2 S gaf og sagnir voru þessar: s V N A 1 ♦ pass 1 ¥ pass 2 * pass 2 ♦ pass 2 gr. pass pass pass 3 gr. pass V sló út láglaufi, A drap með drottn- ingu og S með kóng. Eins og sjá má er ekki auðvelt að fá útspil úr borði, svo að S tók þá ákvörðun að spila TK. Hann var gefinn. Svo kom TD, en V drap hana með ás og sló út seinasta tigli sínum, en þann slag fekk A. Nú kom lauf og þann slag fekk S. Hann tók þá slagi á T10 og LÁ, og nú voru þessi spil eftir: * D 9 3 V A G 8 ♦ — * — * G 8 2 ¥96 ♦ — * 10 A Á 10 6 ¥ 10 7 ♦ — * 2 S sló nú út H10, gaf í borði og A fekk slaginn. Hann kaus nú að slá út lágspaða, S lét S6 og V drap með S8; það var rétt spilað, því að hefði hann látið gosann, þá var A kominn í hom- klofa með kónginn. ’S drap með S9, sló út lágspaða, drap með ás, og sló enn út spaða, en þann slag fekk A á kóng. Og nú varð hann að slá út hjarta og þannig fekk A báða slagina. — Það þótti laglega af sér vikið að vinna þetta spil. A K 7 5 4 ¥ K D 4 3 ♦ G 8 2 * D 5 MILDUR VETUR — í Skarðsárbók segir frá svo mildum vetri, að menn gengu berfættir til tíða á jólum, en húsuðu og lögðu garð á þorra. Þessi vetur er álika mildur. Myndin sýnir hvernig var umhorfs í grend við Reykja- vík á þorranum. Meiri snjór en þar sést, hefir ekki komið í vetur, og jörð er klakalaus. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) GEIMGEISLAR Vel mætti kalla hið sýnilega ljós frá fastastjörnunum geimgeisla, og einnig mætti nota það heiti um „útvarps- bylgjur" þær, sem berast til jarðar ut- an úr himingeimnum. Orð þetta er þó alls ekki notað í þeim merkingum, heldur sem heiti á annari, miklu „harðari“ geislun. Geimgeislar eru í fyrsta lagi atómkjarnar, sem berast um geiminn með svo að segja ljós- hraða (frumgeislum), og í öðru lagi ýmsar aðrar frumagnir, svo sem gamma- og röntgengeislar, sem verða til í lofthjúpi jarðar við árekstra frum- geislanna. Frumgeislamir, sem berast að jörðu jafnt úr öllum áttum, eru naktir atómkjarnar (þ. e. án elektrónu- hjúps), hlaðnir jákvæðu rafmagni. Þar ber mest á vetnis- og því næst helíumkjömum, en auk þeirra eru þar kjarnar þyngri frumefna allt upp í 26 atómnúmer (járn), eða jafnvel hið 27. (Almanak) PÁLSMESSA Svo segir í gömlum veðurspám, að ef bjartviðri sé á Pálsmessn (£S. j*a.) þá muni verða mjög gott árferði, en ef þá sé dimmviðri þá boði það harð- indi og fjárfelli. — Að þessu sinni var veðri svo farið í Reykjavík þennan dag, að fram til hádegis var sólskin, en snjómugga og dimmt veður eftir hádegi. — Ef menn fylgjast vel með tíðarfari fram á sumar, má bæta við spána hvað slíkt veðurlag á Pálsmessu boðar. HREPPSTJÓRAR í STRÍÐI VIÐ BISKUP Fyrir 200 árum (1760) stefndu hrepp- stjórar í Biskupstungum biskupinum, herra Finni, fyrir afdrátt við fátæka, sem var: hann vildi ekki taka sveitar- ómaga eftir þarvenju, og hafi svo dóm- ur fallið, að hann ómagana taka skyldi og sektast þar fyrir utan. Þennan dóm vildi hann ekki halda, varð þetta svo i jögun; hann stefndi upp dóminum og lét ekki úti (Grímsstaðaannáll). LEIÐRÉTTINGAR í seinustu Lesbók varð sú villa i skrá um gervitunglin, að hausavíxl urðu á minnstu og mestu hæð spor- brautar þeirra. — Þá stóð E. A. und- ir greininni Gæruskinnið, en átti að ver* S. &.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.