Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 12
64 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ELDFJÖLLIN * ' . i . . eru hamröm, en gera jbó mikib gagn GREIN þessi er eftir franskan jarðfræðing, E. Aubert de la Riie, sem er starfsmaður hjá Sameinuðu þjóðunum, og birtist greinin í „The Unesco Courier". Hér er meðal annars minnzt á notkun jarðhitans á íslandi. MANNKYNINU hefir staðið hinn mesti ótti af eldgosum framan úr grárri forneskju, en þó eru það ekki nema nokkur eldfjöll, sem hafa verið mönnum haettuleg. En vegna þeirra hefir það gleymzt, hve mikið gagn mannkynið hefir haft af eldgosum. Á seinni öldum jarðsögunnar hafa eldsumbrot skotið upp mörg- um frjóvsömum eyum víðsvegar í úthöfunum, og þannig aukið hið fasta land, sem mannkynið lifir á. Á meginlöndunum hafa eldsum- dyr koma nema til þarfa sinna. Ættingjar færðu henni mat. Allir voru sorgarklæddir þar til búning- urinn entist ekki iengur. Þá var grasklæðunum fleygt. Ef nýa sorg hefði borið að höndum áður, hefði folkið aðeins farið í ný sorgarklæði utan yfir þau gömlu. Um Japoli er það að segja, að hann vildi allt fyrir okkur gera. Hann lék við hvern sinn fingur. í fyrsta skifti á ævinni fann hann til þess hve gott er að lifa. Hann hafði aldrei hugsað um það áður. En nú, er honum hafði verið kippt af þröskuldi dauðans, sá hann hvers virði lífið var. Hætt var við að þetta færi af eftir nokkra daga, en nú var hann svo yfirmáta glaður, að ramur reykjarþefur af fjöðrun- um, sem enn voru að sviðna, var eins og sætasta reykelsi í vitum hans. brot myndað fjallgarða, en þeir hafa aftur hjálpað til að auka úr- komu í nærliggjandi héruðum, og margar þjóðir í hitabeltinu eiga það háum eldfjöllum að þakka, að loftslag er þar gott En mesta gagnið hafa eldfjöllin þó gert með því að dreifa hraunum og ösku, og eru sum af þeim svæðum nú ein- hver frjóvsömustu héruð jarðar. Fólkið gleymir líka furðu fljótt ógnum eldgosanna. Það tekur sér aftur byggð í hlíðum fjallanna. Svo er um Etnu og Vesuvius, ýmis eld- fjöll í Miðameríku, Indonesíu, Fil- ipseyum og Japan. Að vísu er hættan nú ekki jafnmikil og áður, því að athuganastöðvar hafa verið settar á hættulegustu eldfjöllin, og þær gera mönnum aðvart áður en gos hefst. Talið er að eitthvað á milli 400 og 620 „lifandi" eldfjöll sé nú á jörðinni. Hér er aðeins átt við þær eldstöðvar, sem eru á landi, en ekki hinar, sem eru á sjávarbotni. En slíkar neðansjávar eldstöðvar eru taldar um 80, og eru langflestar þeirra í Kyrrahafi. Lifandi eldfjöll eru talin öll þau, er gosið hafa síðan sögur hófust, og eins þau fjöll, sem rýkur upp úr, enda þótt þau hafi ekki gosið. Mörg stærstu eldgosin hafa kom- ið úr fjöllum, sem menn heldu að kulnuð væri fyrir löngu. Það verð- ur því að fara varlega í að áætla hvað fjöll sé lifandi eldfjöll. En svo hafa einnig komið upp ný eldfjöll, sem ekki voru til áður, svo sem Jorullo, sem myndaðist 1759 og Paracutin, sem kom upp í kornakri 1943. Bæði þessi eldfjöll eru í Michoacan-ríki í Mexiko. Og svo er eldgígurinn sem kom upp hjá eynni Fayal í Azoreyum árið 1957. Mismunandi gos Eldgos eru mjög mismunandi og fer það eftir gosefnunum og hit- anum. En þó er aðallega um tvenns konar eldgos að ræða. Það eru 'þá fyrst hin hægfara eldgos, þegar bráðin leðjan vellur út af börmum gígsins. Þar til telj- ast eldfjöllin Mauna Loa og Kil- auea á Hawaieyum, og Etna á Sikiley, ennfremur nokkur eld- fjöll, sem gjósa basalti. Þótt eld- leðjan renni stundum langt, er hún svo hægfara, að menn geta venju- lega forðað sér undan henni. Hrað- inn er sjaldan meiri en 50—100 metrar á klukkustund, nema í hin- um bröttu hlíðum á Hawai, þar getur hraði hraunstraumsins orðið allt að 18 metrar á sekúndu. Á hinn bóginn eru eldfjöllin, sem gjósa ofsalega með ógurlegum gas- og gufusprengingum. Slík gos verða oftast í þeim eldfjöllum er lengi hafa verið óvirk, svo að gos- tappi hefir myndazt í gígnum. Þeg- ar langt líður milli gosa, safnast gasefni fyrir undir gígnum, og þau valda hinum ógurlegu sprenging- um. Og þeim mun lengur sem líður milli gosa, þeim mun ofsalegri verða þau. Ýmis eldfjöll eru nafnkunn fyrir þetta og fyrir það manntjón er þau hafa valdið. Er þá fyrst að nefna f jallið Tambora á Sumbawaey. Það gaus 1815 með þeim fádæmum, að það þeytti 4000 feta háum kolli af sér og varð 50.000 manns að bana. Þá er og enn í minnum er Kraka-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.